Viðskipti innlent

Kaffitár tapaði 115 milljónum

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Tap varð á rekstri Kaffitárs í fyrra.
Tap varð á rekstri Kaffitárs í fyrra. Fréttablaðið/Anton Brink

Kaffitár tapaði 115 milljónum króna á síðasta ári samkvæmt nýlegum ársreikningi kaffihúsakeðjunnar, en til samanburðar varð 40 milljóna króna tap á rekstri keðjunnar árið 2017.

Kaffihúsakeðjan, sem rekur sjö kaffihús á höfuðborgarsvæðinu auk tveggja handverksbakaría undir nafni Kruðerís, skilaði rekstrartekjum upp á alls 1.073 milljónir króna á síðasta ári og drógust tekjurnar saman um 8,3 prósent frá fyrra ári þegar þær voru um 1.170 milljónir króna.

Rekstrartap Kaffitárs nam tæplega 18 milljónum króna í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningnum, borið saman við rekstrarhagnað upp á 25 milljónir króna árið 2017.

Eignir keðjunnar voru 1.338 milljónir króna í lok síðasta árs en á sama tíma var eigið fé hennar um 483 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið því 36 prósent.

Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er í lok mars síðastliðins kaup Nýju kaffibrennslunnar, systurfyrirtækis heildsölu Ó. Johnson & Kaaber, á Kaffitári en seljandi var Aðalheiður Héðinsdóttir sem stofnaði kaffihúsakeðjuna árið 1990.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.