Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. júlí 2019 20:21 Sverrir Einar Eiríksson á að baki ansi skrautlegan viðskiptaferil. VÍSIR Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Skrautlegur ferill að baki Sverrir Einar er þekktur fyrir að hafa rekið félagið Kaupum gull í kjölfar hrunsins árið 2008 og fyrir það rak hann starfsmannaleiguna Proventus ehf. Hún var tekin til gjaldþrotaskipta árið 2009. Sama ár lagði hann land undir fót og fór til Afríku og stundaði demantaviðskipti fram til ársins 2011. Árið 2012 fór hann aftur að kaupa gull af Íslendingum. Viðskiptavinir gátu komið með gull, demanta og málverk og lánaði hann þeim peninga út á það. Sverrir stofnaði ásamt fleirum smálánafyrirtækið Hraðpeningar sem endaði með málaferlum þegar hann gerði kröfu um að fá þriðjungs eignarhlut sinn viðurkenndan. Málinu var vísað frá. Þá rak Sverrir pítsastaðinn Gömlu smiðjuna og komst í fréttir þegar hann rukkaði viðskiptavin um leigugreiðslu sem viðskiptavinurinn kannaðist ekkert við að skulda. Sverrir gaf þá yfirlýsingu í kjölfarið að hann hafi ruglast á viðskiptavininum og nánum fjölskyldumeðlim. Árið 2017 hóf byggingafélagið Þak, sem var í eigu Sverris, sölu á 10 íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi sem fólki bauðst að fjármagna með allt að 95% láni. Nýverið rak Sverrir veitingastaðinn Þrastarlund og vakti markaðssetningin mikla athygli en dögurðurinn sem staðurinn bauð upp á var lofsunginn af helstu samfélagsmiðlastjörnum landsins. Fasteignirnar sem Landsbankinn vill bjóða upp eru allar í fyrirtækjahverfinu við Esjumela á Kjalarnesi. Reykjavík Tengdar fréttir Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Stefnir Hraðpeningum og eiganda Hún.is, 433.is og Sport.is Sverrir Einar Eiríksson telur sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og vill fá skaðabætur og eignarhald sitt viðurkennt: 26. ágúst 2015 13:00 Þrastalundur segir skilið við áhrifavaldana og snarlækkar verð Söluskálinn Þrastalundur í Grímsnesi gengur nú í gegnum endurnýjun lífdaga. 16. janúar 2019 11:15 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Skrautlegur ferill að baki Sverrir Einar er þekktur fyrir að hafa rekið félagið Kaupum gull í kjölfar hrunsins árið 2008 og fyrir það rak hann starfsmannaleiguna Proventus ehf. Hún var tekin til gjaldþrotaskipta árið 2009. Sama ár lagði hann land undir fót og fór til Afríku og stundaði demantaviðskipti fram til ársins 2011. Árið 2012 fór hann aftur að kaupa gull af Íslendingum. Viðskiptavinir gátu komið með gull, demanta og málverk og lánaði hann þeim peninga út á það. Sverrir stofnaði ásamt fleirum smálánafyrirtækið Hraðpeningar sem endaði með málaferlum þegar hann gerði kröfu um að fá þriðjungs eignarhlut sinn viðurkenndan. Málinu var vísað frá. Þá rak Sverrir pítsastaðinn Gömlu smiðjuna og komst í fréttir þegar hann rukkaði viðskiptavin um leigugreiðslu sem viðskiptavinurinn kannaðist ekkert við að skulda. Sverrir gaf þá yfirlýsingu í kjölfarið að hann hafi ruglast á viðskiptavininum og nánum fjölskyldumeðlim. Árið 2017 hóf byggingafélagið Þak, sem var í eigu Sverris, sölu á 10 íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi sem fólki bauðst að fjármagna með allt að 95% láni. Nýverið rak Sverrir veitingastaðinn Þrastarlund og vakti markaðssetningin mikla athygli en dögurðurinn sem staðurinn bauð upp á var lofsunginn af helstu samfélagsmiðlastjörnum landsins. Fasteignirnar sem Landsbankinn vill bjóða upp eru allar í fyrirtækjahverfinu við Esjumela á Kjalarnesi.
Reykjavík Tengdar fréttir Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Stefnir Hraðpeningum og eiganda Hún.is, 433.is og Sport.is Sverrir Einar Eiríksson telur sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og vill fá skaðabætur og eignarhald sitt viðurkennt: 26. ágúst 2015 13:00 Þrastalundur segir skilið við áhrifavaldana og snarlækkar verð Söluskálinn Þrastalundur í Grímsnesi gengur nú í gegnum endurnýjun lífdaga. 16. janúar 2019 11:15 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30
Stefnir Hraðpeningum og eiganda Hún.is, 433.is og Sport.is Sverrir Einar Eiríksson telur sig hafa orðið fyrir fjárhagslegu tjóni og vill fá skaðabætur og eignarhald sitt viðurkennt: 26. ágúst 2015 13:00
Þrastalundur segir skilið við áhrifavaldana og snarlækkar verð Söluskálinn Þrastalundur í Grímsnesi gengur nú í gegnum endurnýjun lífdaga. 16. janúar 2019 11:15
Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00