Viðskipti innlent

Ríkissjóður fær tíu milljarða við sölu Arion banka

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Kaupþing og Taconic eiga samanlagt 36 prósent í Arion.
Kaupþing og Taconic eiga samanlagt 36 prósent í Arion. Fréttablaðið/Eyþór

Kaupskil, félag í eigu Kaupþings, hefur lokið sölu á öllu hlutafé sínu í Arion banka, eða 20 prósent eignarhlut í bankanum. Söluverð var 27,4 milljarðar króna, eða 75 og hálf króna á hlut, að því er segir í tilkynningu frá Kaupþingi, og voru kaupendur innlendir og erlendir fjárfestar.

Heimildir Fréttablaðsins herma að vogunarsjóðurinn Taconic Capital kaupi rúmlega helminginn af bréfunum en fyrir átti sjóðurinn 16 prósent hlut í bankanum.

Rétt tæplega tíu milljarðar króna af andvirði sölunnar renna til ríkissjóðs. Komist var að bindandi samkomulagi um kaupin þann 1. júlí síðastliðinn en haft er eftir Paul Copley forstjóra Kaupþings í tilkynningu að kaupin séu mikilvægt skref í átt að endanlegum slitum félagsins.


Tengdar fréttir

Taconic að auka hlut sinn í Arion um helming

Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.