Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms ingvar haraldsson skrifar 5. janúar 2016 08:00 Polarsyssel hefur verið í útleigu á Svalbarða. mynd/fáfnir Hætta er á að uppsögn Steingríms Erlingssonar, forstjóra Fáfnis Offshore, í desember valdi því að samningi fyrirtækisins við sýslumanninn á Svalbarða verði sagt upp. Þetta fullyrðir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, á vefsvæði sínu, Orkublogginu.Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis.Ketill segist hafa heimildir fyrir því innan úr norsku stjórnsýslunni að í samningi Fáfnis sé ákvæði um að hægt sé að rifta samningnum eftir uppsögn Steingríms. Samningurinn sem hljóðar upp á leigu á þjónustuskipinu Polarsyssel níu mánuði á ári er eina verkefni Fáfnis. Þá er Jóhannes Hauksson, sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka, tekinn við stjórnarformennsku í Fáfni af Bjarna Ármannssyni. Bjarni hafði verið stjórnarformaður frá því í júní. Jóhannes segir Bjarna vera í burtu og að hann hafi því tekið við en Bjarni sitji enn í stjórn Fáfnis. Akur, sjóður sem Íslandssjóðir reka, á 30 prósenta hlut í Fáfni. Þá hætti Per Rolf Sævik, stjórnarformaður Havyard, í stjórn Fáfnis í nóvember. Havyard er skipasmíðafélagið sem byggt hefur skip Fáfnis og á sex prósenta hlut í fyrirtækinu. Rúnar Steinn Ragnarsson er starfandi forstjóri Fáfnis samhliða því að vera fjármálastjóri. Spurður hvort leit standi yfir að nýjum forstjóra segir Jóhannes: „Það verður sagt frá því þegar búið er að klára þau mál.“ Jóhannes vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málefni Fáfnis. Steingrímur stofnaði Fáfni árið 2012 og á enn 21 prósents hlut í félaginu. Polarsyssel er dýrasta skip Íslandssögunnar og kostaði ríflega fimm milljarða króna. Fáfnir er með annað dýrara og stærra skip í smíðum, Fáfni Viking, en afhendingu þess hefur verið frestað fram til ársins 2017 vegna erfiðra markaðsaðstæðna. Lífeyrissjóðir eru stórir eigendur í Fáfni í gegnum Akur og Horn II sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur. Tengdar fréttir Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Hætta er á að uppsögn Steingríms Erlingssonar, forstjóra Fáfnis Offshore, í desember valdi því að samningi fyrirtækisins við sýslumanninn á Svalbarða verði sagt upp. Þetta fullyrðir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, á vefsvæði sínu, Orkublogginu.Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis.Ketill segist hafa heimildir fyrir því innan úr norsku stjórnsýslunni að í samningi Fáfnis sé ákvæði um að hægt sé að rifta samningnum eftir uppsögn Steingríms. Samningurinn sem hljóðar upp á leigu á þjónustuskipinu Polarsyssel níu mánuði á ári er eina verkefni Fáfnis. Þá er Jóhannes Hauksson, sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka, tekinn við stjórnarformennsku í Fáfni af Bjarna Ármannssyni. Bjarni hafði verið stjórnarformaður frá því í júní. Jóhannes segir Bjarna vera í burtu og að hann hafi því tekið við en Bjarni sitji enn í stjórn Fáfnis. Akur, sjóður sem Íslandssjóðir reka, á 30 prósenta hlut í Fáfni. Þá hætti Per Rolf Sævik, stjórnarformaður Havyard, í stjórn Fáfnis í nóvember. Havyard er skipasmíðafélagið sem byggt hefur skip Fáfnis og á sex prósenta hlut í fyrirtækinu. Rúnar Steinn Ragnarsson er starfandi forstjóri Fáfnis samhliða því að vera fjármálastjóri. Spurður hvort leit standi yfir að nýjum forstjóra segir Jóhannes: „Það verður sagt frá því þegar búið er að klára þau mál.“ Jóhannes vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málefni Fáfnis. Steingrímur stofnaði Fáfni árið 2012 og á enn 21 prósents hlut í félaginu. Polarsyssel er dýrasta skip Íslandssögunnar og kostaði ríflega fimm milljarða króna. Fáfnir er með annað dýrara og stærra skip í smíðum, Fáfni Viking, en afhendingu þess hefur verið frestað fram til ársins 2017 vegna erfiðra markaðsaðstæðna. Lífeyrissjóðir eru stórir eigendur í Fáfni í gegnum Akur og Horn II sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur.
Tengdar fréttir Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00
Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00