Telur Fáfni geta misst eina verkefni sitt eftir uppsögn Steingríms ingvar haraldsson skrifar 5. janúar 2016 08:00 Polarsyssel hefur verið í útleigu á Svalbarða. mynd/fáfnir Hætta er á að uppsögn Steingríms Erlingssonar, forstjóra Fáfnis Offshore, í desember valdi því að samningi fyrirtækisins við sýslumanninn á Svalbarða verði sagt upp. Þetta fullyrðir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, á vefsvæði sínu, Orkublogginu.Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis.Ketill segist hafa heimildir fyrir því innan úr norsku stjórnsýslunni að í samningi Fáfnis sé ákvæði um að hægt sé að rifta samningnum eftir uppsögn Steingríms. Samningurinn sem hljóðar upp á leigu á þjónustuskipinu Polarsyssel níu mánuði á ári er eina verkefni Fáfnis. Þá er Jóhannes Hauksson, sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka, tekinn við stjórnarformennsku í Fáfni af Bjarna Ármannssyni. Bjarni hafði verið stjórnarformaður frá því í júní. Jóhannes segir Bjarna vera í burtu og að hann hafi því tekið við en Bjarni sitji enn í stjórn Fáfnis. Akur, sjóður sem Íslandssjóðir reka, á 30 prósenta hlut í Fáfni. Þá hætti Per Rolf Sævik, stjórnarformaður Havyard, í stjórn Fáfnis í nóvember. Havyard er skipasmíðafélagið sem byggt hefur skip Fáfnis og á sex prósenta hlut í fyrirtækinu. Rúnar Steinn Ragnarsson er starfandi forstjóri Fáfnis samhliða því að vera fjármálastjóri. Spurður hvort leit standi yfir að nýjum forstjóra segir Jóhannes: „Það verður sagt frá því þegar búið er að klára þau mál.“ Jóhannes vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málefni Fáfnis. Steingrímur stofnaði Fáfni árið 2012 og á enn 21 prósents hlut í félaginu. Polarsyssel er dýrasta skip Íslandssögunnar og kostaði ríflega fimm milljarða króna. Fáfnir er með annað dýrara og stærra skip í smíðum, Fáfni Viking, en afhendingu þess hefur verið frestað fram til ársins 2017 vegna erfiðra markaðsaðstæðna. Lífeyrissjóðir eru stórir eigendur í Fáfni í gegnum Akur og Horn II sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur. Tengdar fréttir Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Hætta er á að uppsögn Steingríms Erlingssonar, forstjóra Fáfnis Offshore, í desember valdi því að samningi fyrirtækisins við sýslumanninn á Svalbarða verði sagt upp. Þetta fullyrðir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, á vefsvæði sínu, Orkublogginu.Jóhannes Hauksson, stjórnarformaður Fáfnis.Ketill segist hafa heimildir fyrir því innan úr norsku stjórnsýslunni að í samningi Fáfnis sé ákvæði um að hægt sé að rifta samningnum eftir uppsögn Steingríms. Samningurinn sem hljóðar upp á leigu á þjónustuskipinu Polarsyssel níu mánuði á ári er eina verkefni Fáfnis. Þá er Jóhannes Hauksson, sjóðsstjóri hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka, tekinn við stjórnarformennsku í Fáfni af Bjarna Ármannssyni. Bjarni hafði verið stjórnarformaður frá því í júní. Jóhannes segir Bjarna vera í burtu og að hann hafi því tekið við en Bjarni sitji enn í stjórn Fáfnis. Akur, sjóður sem Íslandssjóðir reka, á 30 prósenta hlut í Fáfni. Þá hætti Per Rolf Sævik, stjórnarformaður Havyard, í stjórn Fáfnis í nóvember. Havyard er skipasmíðafélagið sem byggt hefur skip Fáfnis og á sex prósenta hlut í fyrirtækinu. Rúnar Steinn Ragnarsson er starfandi forstjóri Fáfnis samhliða því að vera fjármálastjóri. Spurður hvort leit standi yfir að nýjum forstjóra segir Jóhannes: „Það verður sagt frá því þegar búið er að klára þau mál.“ Jóhannes vildi ekki tjá sig að öðru leyti um málefni Fáfnis. Steingrímur stofnaði Fáfni árið 2012 og á enn 21 prósents hlut í félaginu. Polarsyssel er dýrasta skip Íslandssögunnar og kostaði ríflega fimm milljarða króna. Fáfnir er með annað dýrara og stærra skip í smíðum, Fáfni Viking, en afhendingu þess hefur verið frestað fram til ársins 2017 vegna erfiðra markaðsaðstæðna. Lífeyrissjóðir eru stórir eigendur í Fáfni í gegnum Akur og Horn II sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur.
Tengdar fréttir Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00 Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00 Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Forstjóra Fáfnis sagt upp Steingrími Erlingssyni, forstjóra og stofnanda Fáfnis Offshore, var sagt upp störfum í vikunni. 18. desember 2015 07:00
Fáfnir Offshore tapar 50 milljónum Olíuvinnslufyrirtækið Fáfnir Offshore tapaði 3,5 milljónum norskra króna á síðasta ári, jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna miðað við núverandi gengi. 17. desember 2015 07:00