Vilja Krónu bensínstöðvar í Reykjavík og Kópavogi Sæunn Gísladóttir skrifar 28. desember 2015 09:00 Ef áætlanir ganga eftir er stefnt að því að opna tvær til fjórar bensínstöðvar í upphafi. vísir/gva Festi, sem rekur matvöruverslun Krónunnar, vill opna bensínstöðvar á lóðum Krónunnar í Reykjavík og Kópavogi. Lagt verður upp úr lágu elsneytisverði á stöðunum og er í bígerð að sækja um leyfi á tveimur öðrum stöðum að sögn Jóns Björnssonar, forstjóra Festi. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í haust að Festi væri að skoða möguleikann á því að opna bensínstöðvar á lóðum Krónunnar. „Við erum með þetta í ferli. Það er umsókn inni í Reykjavík og Kópavogi að fá leyfi til að setja bensíndælur, og í bígerð að sækja um á tveimur öðrum stöðum,“ segir Jón og bætir við að þetta sé langt ferli. Fyrirtækið er einnig búið að vera í viðræðum um kaup á bensíni og dísel í marga mánuði. Í lok nóvember var beiðni VA Arkitekta fyrir hönd Festis um byggingu bensínstöðvar við Krónuna í Skógarlind 2 í Kópavogi hafnað af skipulagsnefnd bæjarins. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og verður afgreitt af bæjarstjórninni á nýju ári. Skipulagsnefnd hafnaði beiðnini þar sem ekki var talið þörf á fleiri bensínafgreiðslum á svæðinu. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, segir það stefnu borgarinnar að bensínstöðvum fjölgi ekki og fækki jafnvel. „Flestir held ég fallist á það að fjölgun bensínstöðva bætir ákaflega litlu við gæði borgarumhverfisins. Aðgengi að bensínstöðvum í Reykjavík er yfirdrifin og samkeppni hefur ekki sýnt sig til að breyta miklu um verðmyndun." Hann á því ekki von á að verði tekið vel í þessa beiðni. „Þetta er spurning um hvort bæjarfélög hafi áhuga á því að það verði breyting á því hvar neytendur kaupi eldsneyti. Það þarf ekki fimm þúsund fermetra lóðir til að selja eldsneyti,“ segir Jón. Jón segist eins bjartsýnn og hann geti leyft sér að vera um málið. „Við höfum séð að þetta hefur gerst annars staðar. En íslenskur eldsneytismarkaður hefur ekki verið opin fyrir þessu hingað til.“ Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Festi, sem rekur matvöruverslun Krónunnar, vill opna bensínstöðvar á lóðum Krónunnar í Reykjavík og Kópavogi. Lagt verður upp úr lágu elsneytisverði á stöðunum og er í bígerð að sækja um leyfi á tveimur öðrum stöðum að sögn Jóns Björnssonar, forstjóra Festi. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í haust að Festi væri að skoða möguleikann á því að opna bensínstöðvar á lóðum Krónunnar. „Við erum með þetta í ferli. Það er umsókn inni í Reykjavík og Kópavogi að fá leyfi til að setja bensíndælur, og í bígerð að sækja um á tveimur öðrum stöðum,“ segir Jón og bætir við að þetta sé langt ferli. Fyrirtækið er einnig búið að vera í viðræðum um kaup á bensíni og dísel í marga mánuði. Í lok nóvember var beiðni VA Arkitekta fyrir hönd Festis um byggingu bensínstöðvar við Krónuna í Skógarlind 2 í Kópavogi hafnað af skipulagsnefnd bæjarins. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og verður afgreitt af bæjarstjórninni á nýju ári. Skipulagsnefnd hafnaði beiðnini þar sem ekki var talið þörf á fleiri bensínafgreiðslum á svæðinu. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, segir það stefnu borgarinnar að bensínstöðvum fjölgi ekki og fækki jafnvel. „Flestir held ég fallist á það að fjölgun bensínstöðva bætir ákaflega litlu við gæði borgarumhverfisins. Aðgengi að bensínstöðvum í Reykjavík er yfirdrifin og samkeppni hefur ekki sýnt sig til að breyta miklu um verðmyndun." Hann á því ekki von á að verði tekið vel í þessa beiðni. „Þetta er spurning um hvort bæjarfélög hafi áhuga á því að það verði breyting á því hvar neytendur kaupi eldsneyti. Það þarf ekki fimm þúsund fermetra lóðir til að selja eldsneyti,“ segir Jón. Jón segist eins bjartsýnn og hann geti leyft sér að vera um málið. „Við höfum séð að þetta hefur gerst annars staðar. En íslenskur eldsneytismarkaður hefur ekki verið opin fyrir þessu hingað til.“
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun