Vilja Krónu bensínstöðvar í Reykjavík og Kópavogi Sæunn Gísladóttir skrifar 28. desember 2015 09:00 Ef áætlanir ganga eftir er stefnt að því að opna tvær til fjórar bensínstöðvar í upphafi. vísir/gva Festi, sem rekur matvöruverslun Krónunnar, vill opna bensínstöðvar á lóðum Krónunnar í Reykjavík og Kópavogi. Lagt verður upp úr lágu elsneytisverði á stöðunum og er í bígerð að sækja um leyfi á tveimur öðrum stöðum að sögn Jóns Björnssonar, forstjóra Festi. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í haust að Festi væri að skoða möguleikann á því að opna bensínstöðvar á lóðum Krónunnar. „Við erum með þetta í ferli. Það er umsókn inni í Reykjavík og Kópavogi að fá leyfi til að setja bensíndælur, og í bígerð að sækja um á tveimur öðrum stöðum,“ segir Jón og bætir við að þetta sé langt ferli. Fyrirtækið er einnig búið að vera í viðræðum um kaup á bensíni og dísel í marga mánuði. Í lok nóvember var beiðni VA Arkitekta fyrir hönd Festis um byggingu bensínstöðvar við Krónuna í Skógarlind 2 í Kópavogi hafnað af skipulagsnefnd bæjarins. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og verður afgreitt af bæjarstjórninni á nýju ári. Skipulagsnefnd hafnaði beiðnini þar sem ekki var talið þörf á fleiri bensínafgreiðslum á svæðinu. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, segir það stefnu borgarinnar að bensínstöðvum fjölgi ekki og fækki jafnvel. „Flestir held ég fallist á það að fjölgun bensínstöðva bætir ákaflega litlu við gæði borgarumhverfisins. Aðgengi að bensínstöðvum í Reykjavík er yfirdrifin og samkeppni hefur ekki sýnt sig til að breyta miklu um verðmyndun." Hann á því ekki von á að verði tekið vel í þessa beiðni. „Þetta er spurning um hvort bæjarfélög hafi áhuga á því að það verði breyting á því hvar neytendur kaupi eldsneyti. Það þarf ekki fimm þúsund fermetra lóðir til að selja eldsneyti,“ segir Jón. Jón segist eins bjartsýnn og hann geti leyft sér að vera um málið. „Við höfum séð að þetta hefur gerst annars staðar. En íslenskur eldsneytismarkaður hefur ekki verið opin fyrir þessu hingað til.“ Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Festi, sem rekur matvöruverslun Krónunnar, vill opna bensínstöðvar á lóðum Krónunnar í Reykjavík og Kópavogi. Lagt verður upp úr lágu elsneytisverði á stöðunum og er í bígerð að sækja um leyfi á tveimur öðrum stöðum að sögn Jóns Björnssonar, forstjóra Festi. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í haust að Festi væri að skoða möguleikann á því að opna bensínstöðvar á lóðum Krónunnar. „Við erum með þetta í ferli. Það er umsókn inni í Reykjavík og Kópavogi að fá leyfi til að setja bensíndælur, og í bígerð að sækja um á tveimur öðrum stöðum,“ segir Jón og bætir við að þetta sé langt ferli. Fyrirtækið er einnig búið að vera í viðræðum um kaup á bensíni og dísel í marga mánuði. Í lok nóvember var beiðni VA Arkitekta fyrir hönd Festis um byggingu bensínstöðvar við Krónuna í Skógarlind 2 í Kópavogi hafnað af skipulagsnefnd bæjarins. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og verður afgreitt af bæjarstjórninni á nýju ári. Skipulagsnefnd hafnaði beiðnini þar sem ekki var talið þörf á fleiri bensínafgreiðslum á svæðinu. Björn Blöndal, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, segir það stefnu borgarinnar að bensínstöðvum fjölgi ekki og fækki jafnvel. „Flestir held ég fallist á það að fjölgun bensínstöðva bætir ákaflega litlu við gæði borgarumhverfisins. Aðgengi að bensínstöðvum í Reykjavík er yfirdrifin og samkeppni hefur ekki sýnt sig til að breyta miklu um verðmyndun." Hann á því ekki von á að verði tekið vel í þessa beiðni. „Þetta er spurning um hvort bæjarfélög hafi áhuga á því að það verði breyting á því hvar neytendur kaupi eldsneyti. Það þarf ekki fimm þúsund fermetra lóðir til að selja eldsneyti,“ segir Jón. Jón segist eins bjartsýnn og hann geti leyft sér að vera um málið. „Við höfum séð að þetta hefur gerst annars staðar. En íslenskur eldsneytismarkaður hefur ekki verið opin fyrir þessu hingað til.“
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira