Fjarskiptarisar deila: Stöðvar Símans teknar úr sambandi hjá Vodafone sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 6. janúar 2016 12:20 vísir/ Lokað hefur verið á sjónvarpsstöðvar hjá viðskiptavinum Vodafone sem nýttu sér áskriftapakka Skjás heims á vegum Símans. Viðskiptavinum Vodafone var tilkynnt um það í gærkvöldi þar sem fram kom að ástæðan væri „einhliða uppsögn Símans“. Nokkrar deilur hafa verið á milli fjarskiptafyrirtækjanna tveggja að undanförnu eftir að Síminn fór fram á að lögbann yrði sett á Vodafone vegna dreifingar á sjónvarpsefni Skjás eins. Það var gert eftir að rekstrarformi stöðvarinnar var breytt þannig að áhorfendur geti horft endurgjaldslaust á dagskrána í línulegri dagskrá. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti lögbannið á um miðjan desember. Nokkrum dögum síðar sendi Vodafone Póst- og fjarskiptastofnun erindi þess efnis að Síminn hætti að beina viðskiptavinum Skjás eins að Símanum sjálfum. Svar stofnunarinnar var á þá leið að deila þeirra ætti heima fyrir dómstólum.Hvorugur aðili lét viðskiptavini vita Sjónvarpsstöðvar Skjás heims hjá viðskiptavinum Vodafone lokuðust á mánudag, að sögn Gunnhildar Ástu Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Vodafone. Hún segir að fyrirspurnir hafi í kjölfarið tekið að berast og því hafi tilkynning verið send út um málið. „Við urðum vör við að viðskiptavinir höfðu ekki verið látnir vita. Þannig að við sendum út þessa tilkynningu þar sem við ráðlögðum okkar viðskiptavinum að hafa samband, enda eru flest allar þessar stöðvar aðgengilegar í kerfum Vodafone, bæði í gegnum áskriftapakka 365 og Vodafone,“ segir hún. „En við tökum það fram að Skjár einn er aðgengilegur í okkar kerfum.“ Aðspurð hvort komið verði til móts við viðskiptavini á einhvern hátt vísar hún í fyrra svar. „Líkt og fram kom í tilkynningunni þá hvetjum við fólk til að hafa samband við okkur.“Ekki viðskiptalegar forsendur til að halda þjónustu áfram Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að forsvarsmenn Vodafone hafi verið látnir vita með hálfs árs fyrirvara að til stæði að breyta fyrirkomulaginu nú um áramótin. Ekki hafi verið viðskiptalegar forsendur til að halda þjónustunni áfram. Dreifingin hafi verið dýr og upptakan dræm. „Í gagnkvæmu viðskiptasambandi er eðlilegt að aðilar sýni hvor öðrum þá virðingu að fjalla ekki um samninga með þessum hætti. Betur hefði mátt útskýra ástæðurnar fyrir viðskiptavinum. Við hjá Símanum viljum þakka viðskiptavinum að Skjá heimi hjá Vodafone fyrir viðskiptin í gegnum tíðina. Við hefðum gjarnan mátt láta þá vita að þessari þjónustu yrði hætt, en vegna misskilnings hér innanhúss féll sú tilkynning milli skips og bryggju,“ segir hún. Þá segir Gunnhildur Arna að Síminn hafi tekið allt vöruframboð tengdu sjónvarpi til gagngerrar endurskoðunar á nýliðnu ári til að bregðast við breyttu sjónvarpslandslagi og sífækkandi sjónvarpsáskriftum. „Þeim fækkar meðal annars vegna mikillar samkeppni gagnvirkra erlendra efnisveitna eins og Netflix sem nú er talið vera á 27 þúsund heimilum.“ Tengdar fréttir Telja sig mega miðla efni SkjásEins í Tímavél og Frelsi í sjónvarpi Vodafone Fjarskipti hf. telja aðgerðir Símans, sem markaðsráðandi aðili á fjarskiptamarkaði, hamli samkeppni og séu í andstöðu við bæði samkeppnis-og fjölmiðlalög. 16. desember 2015 13:09 Lögbann sett á Vodafone vegna dreifingar á efni SkjásEins Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur sett lögbann á Vodafone vegna upptöku og ólínulegar miðlunar fyrirtækisins á sjónvarpsefni SkjásEins. 16. desember 2015 12:05 Tímaflakk fari fyrir dómstóla Deila Vodafone og Símans um tímaflakk á heima fyrir dómstólum en ekki hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Stofnunin telur það ekki vera innan valdsviðs síns að úrskurða um málið og vísaði frá kæru Símans. Deilan snýr einna helst að dreifingu Vodafone á hliðruðu áhorfi á SkjáEinum sem Síminn fékk lögbann á í vikunni. 19. desember 2015 06:00 Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Lokað hefur verið á sjónvarpsstöðvar hjá viðskiptavinum Vodafone sem nýttu sér áskriftapakka Skjás heims á vegum Símans. Viðskiptavinum Vodafone var tilkynnt um það í gærkvöldi þar sem fram kom að ástæðan væri „einhliða uppsögn Símans“. Nokkrar deilur hafa verið á milli fjarskiptafyrirtækjanna tveggja að undanförnu eftir að Síminn fór fram á að lögbann yrði sett á Vodafone vegna dreifingar á sjónvarpsefni Skjás eins. Það var gert eftir að rekstrarformi stöðvarinnar var breytt þannig að áhorfendur geti horft endurgjaldslaust á dagskrána í línulegri dagskrá. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti lögbannið á um miðjan desember. Nokkrum dögum síðar sendi Vodafone Póst- og fjarskiptastofnun erindi þess efnis að Síminn hætti að beina viðskiptavinum Skjás eins að Símanum sjálfum. Svar stofnunarinnar var á þá leið að deila þeirra ætti heima fyrir dómstólum.Hvorugur aðili lét viðskiptavini vita Sjónvarpsstöðvar Skjás heims hjá viðskiptavinum Vodafone lokuðust á mánudag, að sögn Gunnhildar Ástu Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Vodafone. Hún segir að fyrirspurnir hafi í kjölfarið tekið að berast og því hafi tilkynning verið send út um málið. „Við urðum vör við að viðskiptavinir höfðu ekki verið látnir vita. Þannig að við sendum út þessa tilkynningu þar sem við ráðlögðum okkar viðskiptavinum að hafa samband, enda eru flest allar þessar stöðvar aðgengilegar í kerfum Vodafone, bæði í gegnum áskriftapakka 365 og Vodafone,“ segir hún. „En við tökum það fram að Skjár einn er aðgengilegur í okkar kerfum.“ Aðspurð hvort komið verði til móts við viðskiptavini á einhvern hátt vísar hún í fyrra svar. „Líkt og fram kom í tilkynningunni þá hvetjum við fólk til að hafa samband við okkur.“Ekki viðskiptalegar forsendur til að halda þjónustu áfram Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að forsvarsmenn Vodafone hafi verið látnir vita með hálfs árs fyrirvara að til stæði að breyta fyrirkomulaginu nú um áramótin. Ekki hafi verið viðskiptalegar forsendur til að halda þjónustunni áfram. Dreifingin hafi verið dýr og upptakan dræm. „Í gagnkvæmu viðskiptasambandi er eðlilegt að aðilar sýni hvor öðrum þá virðingu að fjalla ekki um samninga með þessum hætti. Betur hefði mátt útskýra ástæðurnar fyrir viðskiptavinum. Við hjá Símanum viljum þakka viðskiptavinum að Skjá heimi hjá Vodafone fyrir viðskiptin í gegnum tíðina. Við hefðum gjarnan mátt láta þá vita að þessari þjónustu yrði hætt, en vegna misskilnings hér innanhúss féll sú tilkynning milli skips og bryggju,“ segir hún. Þá segir Gunnhildur Arna að Síminn hafi tekið allt vöruframboð tengdu sjónvarpi til gagngerrar endurskoðunar á nýliðnu ári til að bregðast við breyttu sjónvarpslandslagi og sífækkandi sjónvarpsáskriftum. „Þeim fækkar meðal annars vegna mikillar samkeppni gagnvirkra erlendra efnisveitna eins og Netflix sem nú er talið vera á 27 þúsund heimilum.“
Tengdar fréttir Telja sig mega miðla efni SkjásEins í Tímavél og Frelsi í sjónvarpi Vodafone Fjarskipti hf. telja aðgerðir Símans, sem markaðsráðandi aðili á fjarskiptamarkaði, hamli samkeppni og séu í andstöðu við bæði samkeppnis-og fjölmiðlalög. 16. desember 2015 13:09 Lögbann sett á Vodafone vegna dreifingar á efni SkjásEins Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur sett lögbann á Vodafone vegna upptöku og ólínulegar miðlunar fyrirtækisins á sjónvarpsefni SkjásEins. 16. desember 2015 12:05 Tímaflakk fari fyrir dómstóla Deila Vodafone og Símans um tímaflakk á heima fyrir dómstólum en ekki hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Stofnunin telur það ekki vera innan valdsviðs síns að úrskurða um málið og vísaði frá kæru Símans. Deilan snýr einna helst að dreifingu Vodafone á hliðruðu áhorfi á SkjáEinum sem Síminn fékk lögbann á í vikunni. 19. desember 2015 06:00 Mest lesið Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Sjá meira
Telja sig mega miðla efni SkjásEins í Tímavél og Frelsi í sjónvarpi Vodafone Fjarskipti hf. telja aðgerðir Símans, sem markaðsráðandi aðili á fjarskiptamarkaði, hamli samkeppni og séu í andstöðu við bæði samkeppnis-og fjölmiðlalög. 16. desember 2015 13:09
Lögbann sett á Vodafone vegna dreifingar á efni SkjásEins Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur sett lögbann á Vodafone vegna upptöku og ólínulegar miðlunar fyrirtækisins á sjónvarpsefni SkjásEins. 16. desember 2015 12:05
Tímaflakk fari fyrir dómstóla Deila Vodafone og Símans um tímaflakk á heima fyrir dómstólum en ekki hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Stofnunin telur það ekki vera innan valdsviðs síns að úrskurða um málið og vísaði frá kæru Símans. Deilan snýr einna helst að dreifingu Vodafone á hliðruðu áhorfi á SkjáEinum sem Síminn fékk lögbann á í vikunni. 19. desember 2015 06:00