Viðskipti innlent

Rafnar og Vikal International í samstarf

Sæunn Gísladóttir skrifar
Rafnar og Vikal International hefja samstarf um smíði hrað- og smábáta fyrir lúxussnekkjur.
Rafnar og Vikal International hefja samstarf um smíði hrað- og smábáta fyrir lúxussnekkjur. Mynd/aðsend
Rafnar ehf., sem hefur síðasta áratug unnið að þróun, hönnun og smíði á byltingar-kenndri tegund báta, hefur tekið höndum saman við Vikal International um smíði á hrað- og léttabátum fyrir lúxussnekkjur á alþjóðamarkaði.  Vikal International, sem er í eigu Gunnars Víkings, hefur í yfir 30 ár smíðað hraðbáta og léttabáta í Ástralíu fyrir lúxussnekkjur auðkýfinga víða um veröld, segir í tilkynningu.

Samningur Rafnar og Vikal International felur í sér að Vikal International mun bjóða viðskiptavinum sínum að smíða fyrir þá hrað- og léttabáta fyrir lúxussnekkjur á Rafnar skrokki sem er byltingarkennd hönnun sem unnið hefur verið að um árabil og boðar tímamót á þessu sviði. Þá gefur þessi samningur okkur óbeinan aðgang að 3 - 400 af auðugustu fjölskyldum heims, sem skiptir að sjálfsögðu miklu máli “ segir Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnar ehf í tilkynningu. 

Vikal International hefur náð góðri fótfestu á þeim markaði sem sérhæfir sig í hrað- og léttabátum fyrir lúxussnekkjur á alþjóðamarkaði og það er okkur mikil ánægja að geta verið fyrstir til að bjóða viðskiptavinum okkar upp á slíka báta með þessum byltingarkenndum skrokki ,“ segir Gunnar Vikingur, framkvæmdastjóri Vikal International.

Hinir nýju bátar verða markaðssettir sem Vikal/Rafnar en Gunnar segir að markaðurinn sé 3-400 ríkustu fjölskyldur heims, sem þurfi á hrað- og léttabátum að halda á snekkjum þeirra, sem margar eru á stærð við stærstu togara íslenska fiskiskipaflotans.  Reiknað er með að gengið verði frá samningum um fyrstu Vikal/Rafnar bátanna snemma árs 2016.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×