Viðskipti innlent

Icepharma kaupir allt hlutafé í Yggdrasil

Atli Ísleifsson skrifar
Yggdrasill ehf. var stofnað árið 1986 og flytur inn og selur lífrænar vörur og heilsuvörur.
Yggdrasill ehf. var stofnað árið 1986 og flytur inn og selur lífrænar vörur og heilsuvörur. Vísir/Heiða Helgadóttir
Icepharma hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Yggdrasil ehf. Seljendur eru Auður I fagfjárfestasjóður og Eignarhaldsfélagið Lifandi.

Í tilkynningu frá Icepharma segir að kaupin séu háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, segir að starfsemi Yggdrasils falli vel að starfsemi Icepharma enda hafi félagið trú á að aukin áhersla verði á heilbrigðan lífsstíl á næstu árum. Ekki síst með áherslu á þær fæðutegundir sem við neytum. „Hjá Yggdrasil hefur verið unnið mikið brautryðjendastarf sem við eigum eftir að njóta góðs af.“

Yggdrasill ehf. var stofnað árið 1986 og flytur inn og selur lífrænar vörur og heilsuvörur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×