Viðskipti innlent

Sigurjón og Landsbankamenn fyrir Hæstarétt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurjón Árnason fyrrverandi forstjóri Landsbankans. Í bakgrunni stendur Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans.
Sigurjón Árnason fyrrverandi forstjóri Landsbankans. Í bakgrunni stendur Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hans. vísir/vilhelm
Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, og þrír fyrrverandi starfsmenn bankans munu mæta örlögum sínum í Hæstarétti Íslands þann 15. janúar. Um er að ræða eitt stærsta mál sérstaks saksóknara í kjölfar efnahagshrunsins og hefur yfirleitt verið nefnt eða vísað í stóra markaðsmisnotkunarmálið í Landsbankanum.

Sigurjón hlaut tólf mánaða dóm, þar af níu mánuðir á skilorði, í héraði og Ívar Guðjónsson og Júlíus Steinar Heiðarsson níu mánaða dóm, þar af sex á skilorði. Sindri Sveinsson, sem einnig starfaði hjá bankanum, var sýknaður af kröfunni. 

Fjórmenningunum var gefið að sök að hafa blekkt almenning með því að handstýra verði hlutabréfa í bankanum í aðdraganda hrunsins. Aðalmeðferð málsins í héraði tók á aðra viku en um síðara málið er að ræða í ítarlegri ákæru sem skipt var í tvö mál vegan umfangsins.

Í hinum hlutanum, Ímon-málinu svokallaða, hlutu Sigurjón og Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans, þriggja og hálfs árs og átján mánaða dóma í Hæstarétti eftir að hafa verið sýknuð í héraði. Steinþór Gunnarsson, hlaut níu mánaða dóm.

Sem fyrr segir verður málið á dagskrá Hæstaréttar föstudaginn 15. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×