Verstu viðskipti ársins: Sala Arion á hlut í Símanum fyrir útboð jón hákon halldórsson skrifar 30. desember 2015 09:30 Orri Hauksson, forstjóri Símans, hringir inn viðskipti í Kauphöllinni á fyrsta degi viðskipta með bréf Símans. vísir/gva Þess hafði verið beðið með eftirvæntingu að Síminn, stærsta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi, yrði skráður á aðallista Kauphallar Íslands. Spennan jókst þegar Orri Hauksson, forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti á Kauphallardögum Arion banka í apríl að fyrirtækið yrði skráð með haustinu. Hinn 21. ágúst var síðan tilkynnt að Arion banki hefði selt hópi fjárfesta um 5% hlut í Símanum. Hópurinn samanstóð af fjárfestum frá fimm löndum ásamt nokkrum af stjórnendum Símasamstæðunnar. Í tilkynningunni var ekki tekið fram á hvaða gengi hópurinn keypti hlutinn. Seinna var greint frá því að það var á genginu 2,5 krónur á hlut. Síðar var upplýst að hópur viðskiptavina Arion banka hefði einnig keypt fimm prósenta hlut í bankanum á 2,8 krónur á hlut. Samtals var því tíu prósenta hlutur seldur í fyrirtækinu áður en almenningi gafst færi á að kaupa. Ákveðið var að selja 21 prósents hlut í Símanum í útboði sem fram fór í byrjun október.Síminn hækkað mikið frá sölunni Niðurstaða útboðsins varð sú að 5% hlutafjár voru seld á genginu 3,1 króna á hlut og 16% seld á 3,4 krónur á hlut. Vegið meðalgengi útboðsins varð 3,33. Sé miðað við vegið meðalgengi keypti fjárfestahópur Kans og Orra því bréfin á 33 prósent lægra virði en niðurstöður útboðsins urðu og vildarviðskiptavinir á tæplega 19 prósent lægra verði. Gengi hlutabréfa í Símanum er nú 3,6. Viðskiptavinir Arion banka mega selja hlutabréf sín þann 15. janúar næstkomandi en fjárfestahópurinn í janúar árið 2017. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir um ástæður sölunnar fyrir útboð hjá Arion var svarið það að Arion banki hafði áhyggjur af því að of mikið framboð hlutafjár í Símanum við skráningu félagsins á markað gæti haft í för með sér að minna fengist fyrir hlutaféð. Þá gæti sala alls hlutafjárins komið í veg fyrir góðan markað eftir skráningu. Þrátt fyrir þær skýringar sætti þessi aðferðafræði mikilli gagnrýni. Til dæmis sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við fréttastofu RÚV að þessi sala fyrir útboðið væri klúður. Það væri ólíðandi að fáir útvaldir byggju að sérkjörum á sölu bankans á hlutum á Símanum. Það væri engin þolinmæði fyrir slíku í þjóðfélaginu. Bjarni sagði það vera lærdóm hrunáranna að gæta þurfi jafnræðis í svona málum. Bankinn sagði síðar í yfirlýsingu vegna gagnrýni á aðdraganda útboðsins að ekki hafi verið heppilegt að selja til viðskiptavina bankans skömmu fyrir útboðið á gengi sem svo reyndist nokkuð lægra en niðurstaða útboðsins. „Bankinn vanmat hina miklu eftirspurn sem raun varð á. Þessi tilhögun er til skoðunar í bankanum og verður tekið mark á gagnrýninni.“Dómnefndin harðorð Aðdragandi útboðs Arion banka á Símanum var dómnefnd nokkuð hugleikinn þegar spurt var út í verstu viðskipti ársins. „Var hægt að klúðra málum meira? En helstu leikendur virðast ætla að sleppa vel frá þessum ótrúlega gjörningi en líklega verður einhver skúringakonan rekin enda verður alltaf einhver að axla ábyrgð,“ sagði einn dómnefndarmaður. Annar sagði að söluferlið á fyrrnefndum tíu prósenta hlut hefði verið ógegnsætt og verðlagning óeðlilega lág miðað við þá eftirspurn sem myndaðist í útboði til almennra fjárfesta og það sem gengur og gerist í verðlagningu annarra fyrirtækja á markaði. „Bankinn viðurkenndi að hafa vanmetið hina miklu eftirspurn sem myndaðist við skráningu félagsins í Kauphöll, sem er einkennilegt í ljósi þess að talsverð umframeftirspurn hefur að jafnaði verið við skráningu nýrra félaga í kauphöll,“ sagði sá hinn sami. Hann benti á að ábyrgð Arion banka á því að byggja upp fjármálamarkaðinn eftir hrun væri mikil. Þessi sala á bréfum í Símanum hafi ekki verið til þess fallin að auka tiltrú almennings á hlutabréfamarkaði. „Þrátt fyrir að góðar og gildar ástæður hafi legið til grundvallar þeirri ákvörðun að mati stjórnenda bankans þá hefði framkvæmdin þurft að eiga sér stað með öðrum og opnari hætti. Þetta skapaði óþarfa tortryggni í tengslum við útboðið og var til þess fallið að rýra viðskiptavild bankans,“ sagði einn úr dómnefndinni um söluna. Nokkrir úr dómnefnd tóku fram að klúðrið einskorðaðist við sölu á fimm prósenta hlut til vildarviðskiptavina. Aðrir töldu að klúðrið hefði falist bæði í sölu til vildarviðskiptavina og fjárfestahópsins.2. sæti Sala Arion banka á eigin bréfum í Högum Sala Arion banka á eigin bréfum í Högum, samhliða sölu á bréfum fyrir stóran hluthafa. Viðskiptin áttu sér stað í febrúar 2014. Hinn 18. nóvember síðastliðinn tók Fjármálaeftirlitið aftur á móti þá ákvörðun að leggja 30 milljóna króna stjórnvaldssekt á Arion banka fyrir að hafa selt hlutabréf sem bankinn átti í Högum á sama tíma og bankinn bjó yfir innherjaupplýsingum um fyrirtækið. Þessi sala var hin eina, utan Símaviðskiptanna, sem fékk fleiri en eitt atkvæði frá dómnefnd.Annað sem var nefnt Endurvakning Pizza 67 „Illa hefur gengið hjá Pizza 67 sem opnaði fyrsta pitsustaðinn eftir nokkurra ára hlé í Grafarvogi fyrir ári.“ Hvalkjötsviðskipti Kristjáns Loftssonar „Er ekki bara komið gott af þessu áhugamáli Kristjáns og skaðsemi þess fyrir ímynd Íslands, hagsmuni og sjálfsvirðingu?“ Rekstur WOW „Skúli Mogensen heldur áfram að kasta tíma og peningum á WOW-bálið.“ Sala Grundtvig á hlut sínum í Marel „Sala Grundtvig á stórum hlut í Marel á árinu virðist svona eftir á ekki hafa vera vel tímasett nú þegar Marel er í „all time high“ og höftin alveg að fara.“ Kaup ríkisins á flugmiðum án útboðs Íslenska ríkið heldur áfram að kaupa flugfarmiða án útboðs og ríkisstarfsmenn að safna vildarpunktum til einkanota, í boði skattgreiðenda. Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Viðskipti ársins: Samningar stjórnvalda um uppgjör slitabúa Samningar stjórnvalda við kröfuhafa eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Þess hafði verið beðið með eftirvæntingu að Síminn, stærsta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi, yrði skráður á aðallista Kauphallar Íslands. Spennan jókst þegar Orri Hauksson, forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti á Kauphallardögum Arion banka í apríl að fyrirtækið yrði skráð með haustinu. Hinn 21. ágúst var síðan tilkynnt að Arion banki hefði selt hópi fjárfesta um 5% hlut í Símanum. Hópurinn samanstóð af fjárfestum frá fimm löndum ásamt nokkrum af stjórnendum Símasamstæðunnar. Í tilkynningunni var ekki tekið fram á hvaða gengi hópurinn keypti hlutinn. Seinna var greint frá því að það var á genginu 2,5 krónur á hlut. Síðar var upplýst að hópur viðskiptavina Arion banka hefði einnig keypt fimm prósenta hlut í bankanum á 2,8 krónur á hlut. Samtals var því tíu prósenta hlutur seldur í fyrirtækinu áður en almenningi gafst færi á að kaupa. Ákveðið var að selja 21 prósents hlut í Símanum í útboði sem fram fór í byrjun október.Síminn hækkað mikið frá sölunni Niðurstaða útboðsins varð sú að 5% hlutafjár voru seld á genginu 3,1 króna á hlut og 16% seld á 3,4 krónur á hlut. Vegið meðalgengi útboðsins varð 3,33. Sé miðað við vegið meðalgengi keypti fjárfestahópur Kans og Orra því bréfin á 33 prósent lægra virði en niðurstöður útboðsins urðu og vildarviðskiptavinir á tæplega 19 prósent lægra verði. Gengi hlutabréfa í Símanum er nú 3,6. Viðskiptavinir Arion banka mega selja hlutabréf sín þann 15. janúar næstkomandi en fjárfestahópurinn í janúar árið 2017. Þegar Fréttablaðið spurðist fyrir um ástæður sölunnar fyrir útboð hjá Arion var svarið það að Arion banki hafði áhyggjur af því að of mikið framboð hlutafjár í Símanum við skráningu félagsins á markað gæti haft í för með sér að minna fengist fyrir hlutaféð. Þá gæti sala alls hlutafjárins komið í veg fyrir góðan markað eftir skráningu. Þrátt fyrir þær skýringar sætti þessi aðferðafræði mikilli gagnrýni. Til dæmis sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við fréttastofu RÚV að þessi sala fyrir útboðið væri klúður. Það væri ólíðandi að fáir útvaldir byggju að sérkjörum á sölu bankans á hlutum á Símanum. Það væri engin þolinmæði fyrir slíku í þjóðfélaginu. Bjarni sagði það vera lærdóm hrunáranna að gæta þurfi jafnræðis í svona málum. Bankinn sagði síðar í yfirlýsingu vegna gagnrýni á aðdraganda útboðsins að ekki hafi verið heppilegt að selja til viðskiptavina bankans skömmu fyrir útboðið á gengi sem svo reyndist nokkuð lægra en niðurstaða útboðsins. „Bankinn vanmat hina miklu eftirspurn sem raun varð á. Þessi tilhögun er til skoðunar í bankanum og verður tekið mark á gagnrýninni.“Dómnefndin harðorð Aðdragandi útboðs Arion banka á Símanum var dómnefnd nokkuð hugleikinn þegar spurt var út í verstu viðskipti ársins. „Var hægt að klúðra málum meira? En helstu leikendur virðast ætla að sleppa vel frá þessum ótrúlega gjörningi en líklega verður einhver skúringakonan rekin enda verður alltaf einhver að axla ábyrgð,“ sagði einn dómnefndarmaður. Annar sagði að söluferlið á fyrrnefndum tíu prósenta hlut hefði verið ógegnsætt og verðlagning óeðlilega lág miðað við þá eftirspurn sem myndaðist í útboði til almennra fjárfesta og það sem gengur og gerist í verðlagningu annarra fyrirtækja á markaði. „Bankinn viðurkenndi að hafa vanmetið hina miklu eftirspurn sem myndaðist við skráningu félagsins í Kauphöll, sem er einkennilegt í ljósi þess að talsverð umframeftirspurn hefur að jafnaði verið við skráningu nýrra félaga í kauphöll,“ sagði sá hinn sami. Hann benti á að ábyrgð Arion banka á því að byggja upp fjármálamarkaðinn eftir hrun væri mikil. Þessi sala á bréfum í Símanum hafi ekki verið til þess fallin að auka tiltrú almennings á hlutabréfamarkaði. „Þrátt fyrir að góðar og gildar ástæður hafi legið til grundvallar þeirri ákvörðun að mati stjórnenda bankans þá hefði framkvæmdin þurft að eiga sér stað með öðrum og opnari hætti. Þetta skapaði óþarfa tortryggni í tengslum við útboðið og var til þess fallið að rýra viðskiptavild bankans,“ sagði einn úr dómnefndinni um söluna. Nokkrir úr dómnefnd tóku fram að klúðrið einskorðaðist við sölu á fimm prósenta hlut til vildarviðskiptavina. Aðrir töldu að klúðrið hefði falist bæði í sölu til vildarviðskiptavina og fjárfestahópsins.2. sæti Sala Arion banka á eigin bréfum í Högum Sala Arion banka á eigin bréfum í Högum, samhliða sölu á bréfum fyrir stóran hluthafa. Viðskiptin áttu sér stað í febrúar 2014. Hinn 18. nóvember síðastliðinn tók Fjármálaeftirlitið aftur á móti þá ákvörðun að leggja 30 milljóna króna stjórnvaldssekt á Arion banka fyrir að hafa selt hlutabréf sem bankinn átti í Högum á sama tíma og bankinn bjó yfir innherjaupplýsingum um fyrirtækið. Þessi sala var hin eina, utan Símaviðskiptanna, sem fékk fleiri en eitt atkvæði frá dómnefnd.Annað sem var nefnt Endurvakning Pizza 67 „Illa hefur gengið hjá Pizza 67 sem opnaði fyrsta pitsustaðinn eftir nokkurra ára hlé í Grafarvogi fyrir ári.“ Hvalkjötsviðskipti Kristjáns Loftssonar „Er ekki bara komið gott af þessu áhugamáli Kristjáns og skaðsemi þess fyrir ímynd Íslands, hagsmuni og sjálfsvirðingu?“ Rekstur WOW „Skúli Mogensen heldur áfram að kasta tíma og peningum á WOW-bálið.“ Sala Grundtvig á hlut sínum í Marel „Sala Grundtvig á stórum hlut í Marel á árinu virðist svona eftir á ekki hafa vera vel tímasett nú þegar Marel er í „all time high“ og höftin alveg að fara.“ Kaup ríkisins á flugmiðum án útboðs Íslenska ríkið heldur áfram að kaupa flugfarmiða án útboðs og ríkisstarfsmenn að safna vildarpunktum til einkanota, í boði skattgreiðenda.
Fréttir ársins 2015 Tengdar fréttir Viðskipti ársins: Samningar stjórnvalda um uppgjör slitabúa Samningar stjórnvalda við kröfuhafa eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 07:00 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Viðskipti ársins: Samningar stjórnvalda um uppgjör slitabúa Samningar stjórnvalda við kröfuhafa eru viðskipti ársins að mati dómnefndar Markaðarins, Stöðvar 2 og Vísis. 30. desember 2015 07:00