Viðskipti innlent

Gallup hefur að mæla notkun íslenskra vefmiðla í samstarfi við comScore

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hér eru niðurstöður mælinga í síðustu viku.
Hér eru niðurstöður mælinga í síðustu viku. Vísir/Gallup
Gallup og fyrirtækið comScore hafa hafið mælingar á notkun netmiðla á Íslandi. Vefmælingarnar taka til fjölda notenda, innlita og flettinga á hvern mældan vefmiðil.

Þeir miðlar sem þegar hafa samið við Gallup um mælingar eru Vísir, Mbl, DV.is, Fótbolti.net, bland.is, ja.is, Mói og Pressan.

Vikulega munu birtast topplistar yfir notkun á mældum netmiðlum hér á landi inn á vef Gallup. Þar geta allir séð fjölda notenda, innlita og flettinga fyrir meðaldag, meðal virkan dag, meðal helgardag og fyrir hverja viku. 

Í tilkynningu frá Gallup segir að mælingarnar verði þróaðar áfram og að fyrirtækið muni samhliða teljaramælingunni spyrja um heimsóknir á stærstu netmiðlana í Neyslu- og lífstílskönnun sinni. 

Þannig verður mögulegt að greina dekkun netmiðlanna eftir lýðfræði og öðrum breytum Neyslukönnunarinnar.

„Teljaramælingar comScore á Íslandi eru ánægjuleg viðbót við netmælingar comScore í Evrópu. Við hjá comScore hlökkum til samstarfsins við Gallup á Íslandi og helstu netmiðla landsins“, segir Harald Kittelsen, framkvæmdarstjóri comScore í Noregi, í fréttatilkynningu vegna mælinganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×