Fleiri fréttir

Hefur áhyggjur af ítökum Gamma

Formaður Félags fasteignasala hefur áhyggjur af ítökum sjóðsstýringarfyrirtækisins Gamma á íbúða- og leigumarkaði.

Lee Bucheit teflt gegn gjaldeyrishöftum

Fjármála- og efnahagsráðuneyti hefur samið við lögmannsstofuna Cleary Gottlieb Steen & Hamilton LLP og ráðgjafafyrirtækið White Oak Advisory LLP um að vinna að losun fjármagnshafta.

Kranavísitalan rís upp úr öskunni

Byggingakranar spretta upp eins og gorkúlur á höfuðborgarsvæðinu. Útreikningar Seðlabankans sýna fylgni á milli fjölda krana og fjárfestinga á íbúðamarkaði.

Styttist í sex ára afmæli haftanna

Samtök atvinnulífsins segja óttann við gengislækkun og verðbólgu líklegustu skýringuna á "aðgerðaleysi stjórnvalda“ við afnám gjaldeyrishafta. Höftunum var komið á í nóvember 2008. Fjármálaráðherra hefur sagst vona að "stórir áfangar verði stignir á þessu ári“.

Elín ráðin framkvæmdastjóri VÍB

Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. Hún tekur þar með sæti í framkvæmdastjórn Íslandsbanka.

EasyJet tvöfaldar ferðafjölda til íslands

Framkvæmdastjóri easyJet reiknar með að félagið skapi Íslendingum um 40 milljarða í gjaldeyristekjur á næsta ári. Fjölgar ferðum úr 52 í 110 á mánuði á næsta ári.

Bóluáhrif óumflýjanleg innan hafta

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kjöraðstæður til afnáms gjaldeyrishafta nú. Gengisfall krónunnar, verðbólga og skerðing lífeyrisréttinda óumflýjanleg innan haftanna.

Flugvélarnar sem Færeyingar skoða

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways stefnir að því að taka minni flugvélartegund í notkun fyrir næsta sumar sem tæki 50-70 farþega.

Einir í óbyggðum Grænlands

Starfsmenn Ístaks á Grænlandi búa við mikla einangrun og erfiðar samgöngur, þar sem þeir leggja lokahönd á smíði vatnsaflsvirkjunar.

Svipmynd Markaðarins: Vefur Hollywood-stjörnur í bómull

Marín Magnúsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Practical, stofnaði fyrirtækið eftir að hafa búið í fjögur ár í Brisbane í Ástralíu. Hún er fædd og uppalin á Hólmavík og sá miklar breytingar á rekstri fyrirtækisins eftir hrun.

Kickup aftur á markað

Munntóbakslíkið Kickup, sem innkallað var úr verslunum í fyrr að ósk Matvælastofnunar, er komið aftur í búðir.

Sætir furðu hversu litlu fjármagni er varið í verkefnið

"Þetta er bara brotabrot af því sem aðrar rannsóknarnefndir hafa kostað, til dæmis rannsóknarnefndir sparisjóðanna og húsnæðislánasjóðs. Það kostaði hundruð milljóna. Ég botna bara ekkert í þessu,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

Kaupa 20 strætisvagna

Strætó bs. og BL skrifuðu undir samning í dag um kaup á 20 strætisvögnum frá Iveco Bus, en verðið er 690 milljónir.

Búrfell bara með íslenskt beikon

Aukin kolvetnisneysla Íslendinga hefur aukið eftirspurn eftir beikoni. Mikið flutt inn af svínakjöti en Búrfell framleiðir eingöngu íslenskt beikon.

Nýherji og FKA í samstarf

Nýherji og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hafa ákveðið að vinna saman að þekkingar- og fræðslumálum.

Stór hluti beikons á Íslandi úr innfluttum svínasíðum

Nærri helmingur beikons á Íslandi er úr innfluttum svínasíðum. Um 300 tonn af svínasíðum voru flutt inn til landsins í fyrra til að anna eftirspurn eftir beikoni. Sláturfélag suðurlands upprunamerkir ekki beikonið, líkt og aðrar

Von á ákvörðun um 400 ný störf

Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust.

Bóluáhrif á hlutabréfamarkaði gætu smitast yfir á fasteignamarkað

Fagstjóri rannsókna hjá Hagstofunni segir að vegna gjaldeyrishaftanna gætu bóluáhrif sem nú sjást á innlendum hlutabréfamarkaði mögulega smitast yfir á íbúðamarkaðinn. Í hverfum nærri miðbæ Reykjavíkur var fermetraverð í fjölbýli á síðasta ári um 15 til 20 prósentum hærra en á árinu 2007.

Sæstrengur gæti skilað áttfalt hærra orkuverði

Nýir samningar sem norsk orkufyrirtæki hafa gert við bresk stjórnvöld um sölu vindorku í Bretlandi benda til að gífurlegur hagnaður geti orðið af raforkusölu um sæstreng frá Íslandi.

Bjarni vill bæta umhverfi verslunar með auknu frelsi í vöruframboði

Fjármála- og efnahagsráðherra er hlynntur því að bæta umhverfi smásöluverslana í landinu og auka frelsi í vöruframboði þeirra. Hann segir að slíkar breytingar verði alltaf gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að greiða götu bandaríska fyrirtækisins Costco hér á landi.

Ákærðu í Marple-máli gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi

Sú háttsemi sem fyrrverandi stjórnendum Kaupþings og Kaupþings í Lúxemborg er gefið að sök í nýrri ákæru vegna fjárdráttar, miðaði að því að færa um 8 milljarða króna úr sjóðum Kaupþings til félagsins Marple í eigu Skúla Þorvaldssonar án þess að lögmætar viðskiptalegar ástæður lægju þar að baki.

Spá 3,1% hagvexti

Þrátt fyrir aflabrest í loðnu er gert ráð fyrir að Hagvöxtur á árinu verði 3,1%. Skuldaniðurfellingin mun auka einkaneyslu.

Sjá næstu 50 fréttir