Von á ákvörðun um 400 ný störf Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2014 19:30 Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. Þetta yrði stærsta einstaka atvinnusköpun hérlendis eftir hrun, með allt að 400 ný varanleg störf. Af þeim fjárfestingarverkefnum sem nú eru farvatninu er ekkert stærra en áformin um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Þessi verksmiðja verður frábrugðin hinum kísilverunum, sem rætt er um, að því leyti að hún tekur við kísilmálmi og hreinvinnur hann til nota í sólarflögur og þarf mikinn fjölda starfsmanna. „360-400 vel launuð störf”, sagði stjórnarformaður Silicor Materials, John Correnti, á Grundartanga þann 28. maí síðastliðinn þegar hann undirritaði samningsskilmála vegna lóðar við Faxaflóahafnir. Slíkur fjöldi varanlegra starfa hefur ekki orðið til í einum vettvangi hérlendis frá því álver Alcoa tók til starfa á Reyðarfirði fyrir sjö árum. Þegar samningsskilmálar vegna lóðarinnar voru undirritaðir á Grundartanga fyrir rúmum mánuði kom það á óvart hversu langt undirbúningur væri kominn, en þar kvaðst John Correnti vonast til þess að vélskóflur byrjuðu að grafa síðar á árinu.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí sl.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og nú bendir flest til þess að þetta gangi eftir, og að vinnuvélarnar byrji að moka á lóðinni í október í haust. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er að vænta yfirlýsingar frá ráðamönnum Silicor fyrir miðjan þennan mánuð þess efnis að helstu lykilsamningar um verkefnið séu að mestu frágengnir, þar á meðal um kaup á 85 megavöttum raforku og um lántöku vegna 80 milljarða króna fjárfestingar, en áformað er að framleiðslan hefjist eftir tvö og hálft ár. Lokaorð stjórnarformannsins Johns Correnti við undirritunina í síðasta mánuði voru þessi: „Ég vil gefur ykkur eitt loforð enn. Þegar við komum hingað verðum við gott fyrirtæki og látum okkur annt um samfélagið og hugum að umhverfinu.” Tengdar fréttir Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Samningar vegna sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eru á lokastigi og er nú áformað að framkvæmdir hefjist í október í haust. Þetta yrði stærsta einstaka atvinnusköpun hérlendis eftir hrun, með allt að 400 ný varanleg störf. Af þeim fjárfestingarverkefnum sem nú eru farvatninu er ekkert stærra en áformin um sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Þessi verksmiðja verður frábrugðin hinum kísilverunum, sem rætt er um, að því leyti að hún tekur við kísilmálmi og hreinvinnur hann til nota í sólarflögur og þarf mikinn fjölda starfsmanna. „360-400 vel launuð störf”, sagði stjórnarformaður Silicor Materials, John Correnti, á Grundartanga þann 28. maí síðastliðinn þegar hann undirritaði samningsskilmála vegna lóðar við Faxaflóahafnir. Slíkur fjöldi varanlegra starfa hefur ekki orðið til í einum vettvangi hérlendis frá því álver Alcoa tók til starfa á Reyðarfirði fyrir sjö árum. Þegar samningsskilmálar vegna lóðarinnar voru undirritaðir á Grundartanga fyrir rúmum mánuði kom það á óvart hversu langt undirbúningur væri kominn, en þar kvaðst John Correnti vonast til þess að vélskóflur byrjuðu að grafa síðar á árinu.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí sl.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Og nú bendir flest til þess að þetta gangi eftir, og að vinnuvélarnar byrji að moka á lóðinni í október í haust. Samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 er að vænta yfirlýsingar frá ráðamönnum Silicor fyrir miðjan þennan mánuð þess efnis að helstu lykilsamningar um verkefnið séu að mestu frágengnir, þar á meðal um kaup á 85 megavöttum raforku og um lántöku vegna 80 milljarða króna fjárfestingar, en áformað er að framleiðslan hefjist eftir tvö og hálft ár. Lokaorð stjórnarformannsins Johns Correnti við undirritunina í síðasta mánuði voru þessi: „Ég vil gefur ykkur eitt loforð enn. Þegar við komum hingað verðum við gott fyrirtæki og látum okkur annt um samfélagið og hugum að umhverfinu.”
Tengdar fréttir Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00 "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Tvö kísilver að komast í höfn Vonir standa til að smíði kísilvera í Helguvík og á Húsavík verði staðfest innan tveggja vikna með því að öllum fyrirvörum vegna samninga verði aflétt. 30. júní 2014 20:00
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjast á morgun Framkvæmdir við kísilmálmverksmiðju United Silicon hefjast í Helguvík á morgun en allir lykilsamningar um verkefnið eru nú í höfn. 27. maí 2014 18:45