Kranavísitalan rís upp úr öskunni Snærós Sindradóttir skrifar 10. júlí 2014 07:00 Appelsínugulu turnunum hefur fjölgað gríðarlega á síðustu mánuðum. Allt bendir til þess að þetta sé þó bara byrjunin. Fréttablaðið/Pjetur „Sumir segja að við séum að fara aftur til ársins 2007. Ég held að það sé nú ekki alveg svo gott eða slæmt,“ segir Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri Merkúrs sem hefur umboð fyrir Liebherr-byggingakrana á Íslandi. Mikil fjölgun hefur orðið á byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu síðan í dýpstu lægðinni eftir hrun. Segja má að kranar spretti nú upp eins og gorkúlur. Samkvæmt talningu Fréttablaðsins árið 2010 voru sjötíu kranar uppi á höfuðborgarsvæðinu. Þó voru einungis 24 þeirra í notkun en aðrir stóðu óhreyfðir og erfitt reyndist að fá eigendur þeirra til að taka þá niður. Nú eru ónotaðir reistir kranar teljandi á fingrum annarrar handar. Fréttablaðið taldi 144 krana á rúnti sínum um höfuðborgarsvæðið.Þröstur Lýðsson framkvæmdastjóri Merkúrs. mYND/kLARA sIGURÐARDÓTTIRReykjavíkurborg hyggst stuðla að byggingu 2.500-3.000 leiguíbúða á kjörtímabilinu. „Sígandi lukka er alltaf best. Ef þú sprengir upp markaðinn segir það sig sjálft að þá verður offramboð og þá kemur aftur hrun. Ef menn gæta sín ekki þá lendum við bara í sama bullinu og var árið 2007. Menn verða að hugsa til framtíðar, sérstaklega ráðamenn,“ segir Þröstur. „Það sem er að gerast er að allir kranar sem voru til eru komnir upp og það er byrjaður þó nokkur innflutningur. Við erum að taka inn nýjan krana og erum nærri viss um að þegar við reisum hann í næstu viku þá muni hann seljast,“ segir Þröstur.Hann segir sömuleiðis að á síðasta ári hafi sala á varahlutum í byggingakrana verið tvöföld miðað við það sem hún var á árunum 2009-2012 samanlagt. Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, segir að fylgni megi sjá í fjölgun byggingakrana og sölu á íbúðamarkaði. „Við tókum þetta saman meira í gamni en í alvöru snemma í vor. Við tengdum saman fjölda uppsettra byggingakrana og þróun fjárfestinga í íbúðarhúsnæði og þá kom í ljós gríðarlega gott samband. Það kom okkur þægilega á óvart,“ segir Ólafur. Samkvæmt spá Seðlabankans mun fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukast um 23,9 prósent á árinu 2014 og 17,7 prósent á næsta ári. Georg Árnason sér um eftirlit með byggingakrönum fyrir Vinnueftirlitið. Hann segist hafa töluvert meira að gera í vinnu nú en fyrir nokkrum árum. Mikilvægt sé þó að ná jafnvægi í byggingariðnaðinum svo hann endurspegli heilbrigðan efnahag. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
„Sumir segja að við séum að fara aftur til ársins 2007. Ég held að það sé nú ekki alveg svo gott eða slæmt,“ segir Þröstur Lýðsson, framkvæmdastjóri Merkúrs sem hefur umboð fyrir Liebherr-byggingakrana á Íslandi. Mikil fjölgun hefur orðið á byggingakrönum á höfuðborgarsvæðinu síðan í dýpstu lægðinni eftir hrun. Segja má að kranar spretti nú upp eins og gorkúlur. Samkvæmt talningu Fréttablaðsins árið 2010 voru sjötíu kranar uppi á höfuðborgarsvæðinu. Þó voru einungis 24 þeirra í notkun en aðrir stóðu óhreyfðir og erfitt reyndist að fá eigendur þeirra til að taka þá niður. Nú eru ónotaðir reistir kranar teljandi á fingrum annarrar handar. Fréttablaðið taldi 144 krana á rúnti sínum um höfuðborgarsvæðið.Þröstur Lýðsson framkvæmdastjóri Merkúrs. mYND/kLARA sIGURÐARDÓTTIRReykjavíkurborg hyggst stuðla að byggingu 2.500-3.000 leiguíbúða á kjörtímabilinu. „Sígandi lukka er alltaf best. Ef þú sprengir upp markaðinn segir það sig sjálft að þá verður offramboð og þá kemur aftur hrun. Ef menn gæta sín ekki þá lendum við bara í sama bullinu og var árið 2007. Menn verða að hugsa til framtíðar, sérstaklega ráðamenn,“ segir Þröstur. „Það sem er að gerast er að allir kranar sem voru til eru komnir upp og það er byrjaður þó nokkur innflutningur. Við erum að taka inn nýjan krana og erum nærri viss um að þegar við reisum hann í næstu viku þá muni hann seljast,“ segir Þröstur.Hann segir sömuleiðis að á síðasta ári hafi sala á varahlutum í byggingakrana verið tvöföld miðað við það sem hún var á árunum 2009-2012 samanlagt. Ólafur Klemensson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, segir að fylgni megi sjá í fjölgun byggingakrana og sölu á íbúðamarkaði. „Við tókum þetta saman meira í gamni en í alvöru snemma í vor. Við tengdum saman fjölda uppsettra byggingakrana og þróun fjárfestinga í íbúðarhúsnæði og þá kom í ljós gríðarlega gott samband. Það kom okkur þægilega á óvart,“ segir Ólafur. Samkvæmt spá Seðlabankans mun fjárfesting í íbúðarhúsnæði aukast um 23,9 prósent á árinu 2014 og 17,7 prósent á næsta ári. Georg Árnason sér um eftirlit með byggingakrönum fyrir Vinnueftirlitið. Hann segist hafa töluvert meira að gera í vinnu nú en fyrir nokkrum árum. Mikilvægt sé þó að ná jafnvægi í byggingariðnaðinum svo hann endurspegli heilbrigðan efnahag.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent