Mint Solutions stefna að fjölgun starfsmanna á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2014 13:59 Mynd/Mint Solutions Íslenska fyrirtækið Mint Solutions hefur lokið fjármögnun upp 680 milljónir króna og voru það hollenskir og franskir fjárfestingasjóðir sem bættust í hóp hluthafa. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er aðkoma þeirra liður í hlutafjáraukningu Mint Solutions. Henni lauk 27. júní síðastliðinn upp á 4,4 milljónir evra, eða 680 milljónir króna. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins tók einnig þátt í hlutafjáraukningunni, auk annara íslenskra fjárfesta sem hafa komið að félaginu frá 2011. „Fjárfestingin gerir fyrirtækinu kleift að vaxa og takast á við þau verkefni sem eru framundan. Við þurftum að stækka þróunarteymið og getum það nú þegar hlutafjáraukningin er að baki,“ segir María Rúnarsdóttir, einn stofnenda Mint Solutions í tilkynningunni. Hún segir mikinn feng í aðkomu erlendu hluthafanna Life Science Partner og Seventure. Starfsmenn fyrirtækisins eru um tíu en nýbúið er að ráða tvo starfsmenn og er stefnt á að ráða tvo til fimm til viðbótar á Íslandi. Einn starfsmaður er í Hollandi og annar í Bandaríkjunum. Nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions var stofnað árið 2010 og hefur unnið að þróun MedEye lyfjagreiningatækis fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir. MedEye gerir hjúkrunarfræðingum kleift að ganga úr skugga um að sjúklingar fái rétt lyf, í réttu magni og á réttum tíma. MedEye-tækið skannar lyf myndrænt og greinir lyfjategundir til að koma í veg fyrir mistök við lyfjaskömmtun. Greiningatækið er notað á ADRZ-sjúkrahúsinu í Vlissingen í Hollandi. Til stendur að taka tækin í notkun á tugum heilbrigðisstofnana í Hollandi og víðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar mun móðurfélag Mint Solutions flytjast til Amsterdam í Hollandi. Sölustarfi fyrirtækisins verður stýrt þaðan. Þróunarstarf mun eftir sem áður verða á Íslandi. „Aðkoma LSP og Seventure er í takt við það sem við hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins höfum verið að leita eftir,“ segir Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. „Við fjárfestum snemma í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem vænta má mikils virðisauka og arðsemi af og síðan taka aðrir fjárfestar við sem gera fyrirtækinu kleift að taka næsta skref til vaxtar.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Mint Solutions hefur lokið fjármögnun upp 680 milljónir króna og voru það hollenskir og franskir fjárfestingasjóðir sem bættust í hóp hluthafa. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er aðkoma þeirra liður í hlutafjáraukningu Mint Solutions. Henni lauk 27. júní síðastliðinn upp á 4,4 milljónir evra, eða 680 milljónir króna. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins tók einnig þátt í hlutafjáraukningunni, auk annara íslenskra fjárfesta sem hafa komið að félaginu frá 2011. „Fjárfestingin gerir fyrirtækinu kleift að vaxa og takast á við þau verkefni sem eru framundan. Við þurftum að stækka þróunarteymið og getum það nú þegar hlutafjáraukningin er að baki,“ segir María Rúnarsdóttir, einn stofnenda Mint Solutions í tilkynningunni. Hún segir mikinn feng í aðkomu erlendu hluthafanna Life Science Partner og Seventure. Starfsmenn fyrirtækisins eru um tíu en nýbúið er að ráða tvo starfsmenn og er stefnt á að ráða tvo til fimm til viðbótar á Íslandi. Einn starfsmaður er í Hollandi og annar í Bandaríkjunum. Nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions var stofnað árið 2010 og hefur unnið að þróun MedEye lyfjagreiningatækis fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir. MedEye gerir hjúkrunarfræðingum kleift að ganga úr skugga um að sjúklingar fái rétt lyf, í réttu magni og á réttum tíma. MedEye-tækið skannar lyf myndrænt og greinir lyfjategundir til að koma í veg fyrir mistök við lyfjaskömmtun. Greiningatækið er notað á ADRZ-sjúkrahúsinu í Vlissingen í Hollandi. Til stendur að taka tækin í notkun á tugum heilbrigðisstofnana í Hollandi og víðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar mun móðurfélag Mint Solutions flytjast til Amsterdam í Hollandi. Sölustarfi fyrirtækisins verður stýrt þaðan. Þróunarstarf mun eftir sem áður verða á Íslandi. „Aðkoma LSP og Seventure er í takt við það sem við hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins höfum verið að leita eftir,“ segir Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. „Við fjárfestum snemma í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem vænta má mikils virðisauka og arðsemi af og síðan taka aðrir fjárfestar við sem gera fyrirtækinu kleift að taka næsta skref til vaxtar.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira