Mint Solutions stefna að fjölgun starfsmanna á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2014 13:59 Mynd/Mint Solutions Íslenska fyrirtækið Mint Solutions hefur lokið fjármögnun upp 680 milljónir króna og voru það hollenskir og franskir fjárfestingasjóðir sem bættust í hóp hluthafa. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er aðkoma þeirra liður í hlutafjáraukningu Mint Solutions. Henni lauk 27. júní síðastliðinn upp á 4,4 milljónir evra, eða 680 milljónir króna. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins tók einnig þátt í hlutafjáraukningunni, auk annara íslenskra fjárfesta sem hafa komið að félaginu frá 2011. „Fjárfestingin gerir fyrirtækinu kleift að vaxa og takast á við þau verkefni sem eru framundan. Við þurftum að stækka þróunarteymið og getum það nú þegar hlutafjáraukningin er að baki,“ segir María Rúnarsdóttir, einn stofnenda Mint Solutions í tilkynningunni. Hún segir mikinn feng í aðkomu erlendu hluthafanna Life Science Partner og Seventure. Starfsmenn fyrirtækisins eru um tíu en nýbúið er að ráða tvo starfsmenn og er stefnt á að ráða tvo til fimm til viðbótar á Íslandi. Einn starfsmaður er í Hollandi og annar í Bandaríkjunum. Nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions var stofnað árið 2010 og hefur unnið að þróun MedEye lyfjagreiningatækis fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir. MedEye gerir hjúkrunarfræðingum kleift að ganga úr skugga um að sjúklingar fái rétt lyf, í réttu magni og á réttum tíma. MedEye-tækið skannar lyf myndrænt og greinir lyfjategundir til að koma í veg fyrir mistök við lyfjaskömmtun. Greiningatækið er notað á ADRZ-sjúkrahúsinu í Vlissingen í Hollandi. Til stendur að taka tækin í notkun á tugum heilbrigðisstofnana í Hollandi og víðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar mun móðurfélag Mint Solutions flytjast til Amsterdam í Hollandi. Sölustarfi fyrirtækisins verður stýrt þaðan. Þróunarstarf mun eftir sem áður verða á Íslandi. „Aðkoma LSP og Seventure er í takt við það sem við hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins höfum verið að leita eftir,“ segir Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. „Við fjárfestum snemma í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem vænta má mikils virðisauka og arðsemi af og síðan taka aðrir fjárfestar við sem gera fyrirtækinu kleift að taka næsta skref til vaxtar.“ Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Mint Solutions hefur lokið fjármögnun upp 680 milljónir króna og voru það hollenskir og franskir fjárfestingasjóðir sem bættust í hóp hluthafa. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er aðkoma þeirra liður í hlutafjáraukningu Mint Solutions. Henni lauk 27. júní síðastliðinn upp á 4,4 milljónir evra, eða 680 milljónir króna. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins tók einnig þátt í hlutafjáraukningunni, auk annara íslenskra fjárfesta sem hafa komið að félaginu frá 2011. „Fjárfestingin gerir fyrirtækinu kleift að vaxa og takast á við þau verkefni sem eru framundan. Við þurftum að stækka þróunarteymið og getum það nú þegar hlutafjáraukningin er að baki,“ segir María Rúnarsdóttir, einn stofnenda Mint Solutions í tilkynningunni. Hún segir mikinn feng í aðkomu erlendu hluthafanna Life Science Partner og Seventure. Starfsmenn fyrirtækisins eru um tíu en nýbúið er að ráða tvo starfsmenn og er stefnt á að ráða tvo til fimm til viðbótar á Íslandi. Einn starfsmaður er í Hollandi og annar í Bandaríkjunum. Nýsköpunarfyrirtækið Mint Solutions var stofnað árið 2010 og hefur unnið að þróun MedEye lyfjagreiningatækis fyrir sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir. MedEye gerir hjúkrunarfræðingum kleift að ganga úr skugga um að sjúklingar fái rétt lyf, í réttu magni og á réttum tíma. MedEye-tækið skannar lyf myndrænt og greinir lyfjategundir til að koma í veg fyrir mistök við lyfjaskömmtun. Greiningatækið er notað á ADRZ-sjúkrahúsinu í Vlissingen í Hollandi. Til stendur að taka tækin í notkun á tugum heilbrigðisstofnana í Hollandi og víðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar mun móðurfélag Mint Solutions flytjast til Amsterdam í Hollandi. Sölustarfi fyrirtækisins verður stýrt þaðan. Þróunarstarf mun eftir sem áður verða á Íslandi. „Aðkoma LSP og Seventure er í takt við það sem við hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins höfum verið að leita eftir,“ segir Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. „Við fjárfestum snemma í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem vænta má mikils virðisauka og arðsemi af og síðan taka aðrir fjárfestar við sem gera fyrirtækinu kleift að taka næsta skref til vaxtar.“
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun