Höfðu fé af rúmlega hundrað Íslendingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2014 12:18 Mál sérstaks saksóknara gegn Bjarna Þóri Júlíussyni og samstarfsmanni hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þeir eru ákærðir fyrir stórfelldan fjárdrátt en Bjarni Þór er einnig ákærður fyrir stórfellt brot á bókhaldslögum. Mennirnir neituðu báðir sök. Er þeim gefið að sök að hafa haft fé af á annað hundrað Íslendinga með því að sannfæra þá um að fjárfesta í félaginu Arðvís hf. en starfsemi þess átti að snúast um að þróa forrit á netinu sem gerði fólki kleift að kaupa margvíslega vöru og þjónustu. Mikill arður átti að verða til í þessum viðskiptum sem átti að renna til hluthafa í Arðvís sem og fátækra í heiminum og höfðu aðstandendur Arðvís safnað 130 milljónum króna í hlutafé í lok árs 2010. Aðdragandi meintra brota má rekja til þess þegar ákærðu tóku yfir stjórn félagsins Costa ehf. í nóvember árið 2006 þar sem þeir tveir urðu stjórnarmenn þess. Var tilgangur yfirtökunnar á Costa að leggja grunninn að stofnun Arðvís. Ákæran á hendur mönnunum er upp á 33 síður og tiltekur meðal annars allar færslur af reikningum félaganna tveggja.Gerði engan greinarmun á fjármunum Ákærðu er gefið að sök að hafa dregið sér fé með því að hafa sem fyrirsvarsmenn og prókúruhafar félaganna tveggja ráðstafað fjármunum þeirra í eigin þágu og til greiðslu útgjalda sem voru ótengd rekstri félaganna. Nemur upphæðin rúmlega 41 milljón króna á 6 ára tímabili, á árunum 2007 til 2012. Framburður vitna benda einnig til þessa að Bjarni hafi engan greinarmun gert á fjármunum Costa og Arðvís og persónulegum fjármunum sínum. Fjármunum var ráðstafað af reikningum félaganna með millifærslum, úttektum í banka, úttektum í hraðbanka og framvísun debetkorts til greiðslu fyrir vöru og þjónustu. Þá lögðu ákærðu fram reikninga fyrir útgjöldum sem ýmist voru sagðir hafa verið borgaðir af þeim eða með fjármunum félagsins og færðir á viðskiptamannareikning til lækkunar á skuld þeirra tveggja án þess að umrædd útgjöld hafi verið í þágu félaganna. Í ákærunni er áætlað að Bjarni og samstarfsmaður hans hafi notfært sér vanþekkingu viðskiptavina sinna á áhættufjárfestingum - „og þann göfuga tilgang félaganna sem ákærðu lýstu gagnvart hluthöfum og fjárfestum.“ Vitni voru hins vegar ófús til að tjá sig við rannsókn málsins um að blekkingum hafi verið beitt. Hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 af því þegar rassía var gerð í húsakynnum Arðvís í október árið 2012. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Mál sérstaks saksóknara gegn Bjarna Þóri Júlíussyni og samstarfsmanni hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þeir eru ákærðir fyrir stórfelldan fjárdrátt en Bjarni Þór er einnig ákærður fyrir stórfellt brot á bókhaldslögum. Mennirnir neituðu báðir sök. Er þeim gefið að sök að hafa haft fé af á annað hundrað Íslendinga með því að sannfæra þá um að fjárfesta í félaginu Arðvís hf. en starfsemi þess átti að snúast um að þróa forrit á netinu sem gerði fólki kleift að kaupa margvíslega vöru og þjónustu. Mikill arður átti að verða til í þessum viðskiptum sem átti að renna til hluthafa í Arðvís sem og fátækra í heiminum og höfðu aðstandendur Arðvís safnað 130 milljónum króna í hlutafé í lok árs 2010. Aðdragandi meintra brota má rekja til þess þegar ákærðu tóku yfir stjórn félagsins Costa ehf. í nóvember árið 2006 þar sem þeir tveir urðu stjórnarmenn þess. Var tilgangur yfirtökunnar á Costa að leggja grunninn að stofnun Arðvís. Ákæran á hendur mönnunum er upp á 33 síður og tiltekur meðal annars allar færslur af reikningum félaganna tveggja.Gerði engan greinarmun á fjármunum Ákærðu er gefið að sök að hafa dregið sér fé með því að hafa sem fyrirsvarsmenn og prókúruhafar félaganna tveggja ráðstafað fjármunum þeirra í eigin þágu og til greiðslu útgjalda sem voru ótengd rekstri félaganna. Nemur upphæðin rúmlega 41 milljón króna á 6 ára tímabili, á árunum 2007 til 2012. Framburður vitna benda einnig til þessa að Bjarni hafi engan greinarmun gert á fjármunum Costa og Arðvís og persónulegum fjármunum sínum. Fjármunum var ráðstafað af reikningum félaganna með millifærslum, úttektum í banka, úttektum í hraðbanka og framvísun debetkorts til greiðslu fyrir vöru og þjónustu. Þá lögðu ákærðu fram reikninga fyrir útgjöldum sem ýmist voru sagðir hafa verið borgaðir af þeim eða með fjármunum félagsins og færðir á viðskiptamannareikning til lækkunar á skuld þeirra tveggja án þess að umrædd útgjöld hafi verið í þágu félaganna. Í ákærunni er áætlað að Bjarni og samstarfsmaður hans hafi notfært sér vanþekkingu viðskiptavina sinna á áhættufjárfestingum - „og þann göfuga tilgang félaganna sem ákærðu lýstu gagnvart hluthöfum og fjárfestum.“ Vitni voru hins vegar ófús til að tjá sig við rannsókn málsins um að blekkingum hafi verið beitt. Hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 af því þegar rassía var gerð í húsakynnum Arðvís í október árið 2012.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira