Kickup aftur á markað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júlí 2014 10:19 Guðmundur Már Ketilsson á góðri stundu. Munntóbakslíkið Kickup, sem innkallað var úr verslunum í fyrr að ósk Matvælastofnunar, er komið aftur í búðir. Varan var tekin úr umferð þar sem hún þótti ekki uppfylla lög um matvæli. Gamla varan innihélt koffín en í lögum segir að íblöndun koffíns í aðrar vörur en drykkjarvörur sé óheimil. Í tilkynningu frá Kickup kemur fram að vörunni hafi verið breytt til þess að mæta þeim skilyrðum sem fæðubótaefni þurfi að uppfylla. „Ný vara leit svo dagsins ljós í janúar 2014 og er hún nú aftur fáanleg í hillum verslana útum allt land en framleiðendurnir eru það ánægðir með niðurstöðuna að þeir ætla að skipta út allri sinni framleiðslu fyrir "íslensku" uppskriftina,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt Guðmundi Má Ketilssyni hjá Kickup var fyrst reynt að flytja Kickup til landsins árið 2011. Þá sem fæðubótarefni. „En varan var þá stoppuð í tollinum og flokkuð sem tóbakslíki og sem slík þurftum við að greiða af henni tóbaksgjöld og ÁTVR þurfti að sjá um alla sölu og dreifingu sem við samþykktum ekki og í raun ÁTVR ekki heldur þar sem varan inniheldur hvorki tóbak né nikótín.“ Lagabreyting var samþykkt á Alþingi í desember 2012 og innflutningur á tóbakslíkinu Kickup hófst í janúar 2013. „Eftir að hafa verið í hillum verslana í rúmlega mánuð gerði MAST sem sagt athugasemdir með fyrirframgreindum afleiðingum og við þurftum að innkalla allar vörur úr verslunum en meginástæða innköllunar var sú að varan innihélt viðbætt koffín. Við kærðum málið til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem úrskurðaði í málinu seinasta sumar og var þeirra úrskurður sá að Kickup væri fæðubótarefni en ekki tóbakslíki.“ Guðmundur tekur fram að engu að síður sé Kickup enn flokkað sem tóbakslíki hjá Tollstjóra og greiddu 25,5 prósenta virðisaukaskattur en ekki 7 prósent líkt og í tilfelli annarra matvæla. „Kickup er eina varan sem er í boði á Íslandi sem gagngert er framleidd til að aðstoða þá einstaklinga sem vilja hætta eða draga úr neyslu munntóbaks og er skaðlaus með öllu.“ Tengdar fréttir Kickup innkallað - inniheldur koffín sem er bannað Matvælastofnun hefur innkallað munnpúða sem innihalda koffín. Um er að ræða Kickup Real White og Kickup strong. 5. mars 2013 16:29 Segja ósamræmi tveggja ríkisstofnana um að kenna Innflytjandi Kickup á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna innköllunar Matvælastofnunar á vörunni sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. 5. mars 2013 21:12 Árborg bannar munntóbakslíki Notkun á sænska munntóbakslíkinu Kickup hefur verið bönnuð í grunnskólum, félagsmiðstöðvum og íþróttahúsum sveitarfélagsins Árborgar. 14. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Munntóbakslíkið Kickup, sem innkallað var úr verslunum í fyrr að ósk Matvælastofnunar, er komið aftur í búðir. Varan var tekin úr umferð þar sem hún þótti ekki uppfylla lög um matvæli. Gamla varan innihélt koffín en í lögum segir að íblöndun koffíns í aðrar vörur en drykkjarvörur sé óheimil. Í tilkynningu frá Kickup kemur fram að vörunni hafi verið breytt til þess að mæta þeim skilyrðum sem fæðubótaefni þurfi að uppfylla. „Ný vara leit svo dagsins ljós í janúar 2014 og er hún nú aftur fáanleg í hillum verslana útum allt land en framleiðendurnir eru það ánægðir með niðurstöðuna að þeir ætla að skipta út allri sinni framleiðslu fyrir "íslensku" uppskriftina,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt Guðmundi Má Ketilssyni hjá Kickup var fyrst reynt að flytja Kickup til landsins árið 2011. Þá sem fæðubótarefni. „En varan var þá stoppuð í tollinum og flokkuð sem tóbakslíki og sem slík þurftum við að greiða af henni tóbaksgjöld og ÁTVR þurfti að sjá um alla sölu og dreifingu sem við samþykktum ekki og í raun ÁTVR ekki heldur þar sem varan inniheldur hvorki tóbak né nikótín.“ Lagabreyting var samþykkt á Alþingi í desember 2012 og innflutningur á tóbakslíkinu Kickup hófst í janúar 2013. „Eftir að hafa verið í hillum verslana í rúmlega mánuð gerði MAST sem sagt athugasemdir með fyrirframgreindum afleiðingum og við þurftum að innkalla allar vörur úr verslunum en meginástæða innköllunar var sú að varan innihélt viðbætt koffín. Við kærðum málið til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem úrskurðaði í málinu seinasta sumar og var þeirra úrskurður sá að Kickup væri fæðubótarefni en ekki tóbakslíki.“ Guðmundur tekur fram að engu að síður sé Kickup enn flokkað sem tóbakslíki hjá Tollstjóra og greiddu 25,5 prósenta virðisaukaskattur en ekki 7 prósent líkt og í tilfelli annarra matvæla. „Kickup er eina varan sem er í boði á Íslandi sem gagngert er framleidd til að aðstoða þá einstaklinga sem vilja hætta eða draga úr neyslu munntóbaks og er skaðlaus með öllu.“
Tengdar fréttir Kickup innkallað - inniheldur koffín sem er bannað Matvælastofnun hefur innkallað munnpúða sem innihalda koffín. Um er að ræða Kickup Real White og Kickup strong. 5. mars 2013 16:29 Segja ósamræmi tveggja ríkisstofnana um að kenna Innflytjandi Kickup á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna innköllunar Matvælastofnunar á vörunni sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. 5. mars 2013 21:12 Árborg bannar munntóbakslíki Notkun á sænska munntóbakslíkinu Kickup hefur verið bönnuð í grunnskólum, félagsmiðstöðvum og íþróttahúsum sveitarfélagsins Árborgar. 14. febrúar 2013 06:00 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Kickup innkallað - inniheldur koffín sem er bannað Matvælastofnun hefur innkallað munnpúða sem innihalda koffín. Um er að ræða Kickup Real White og Kickup strong. 5. mars 2013 16:29
Segja ósamræmi tveggja ríkisstofnana um að kenna Innflytjandi Kickup á Íslandi hefur sent frá sér tilkynningu vegna innköllunar Matvælastofnunar á vörunni sem fjallað var um á Vísi fyrr í dag. 5. mars 2013 21:12
Árborg bannar munntóbakslíki Notkun á sænska munntóbakslíkinu Kickup hefur verið bönnuð í grunnskólum, félagsmiðstöðvum og íþróttahúsum sveitarfélagsins Árborgar. 14. febrúar 2013 06:00
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun