Höftin stærsta ógnin við stöðugleika hér á landi Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2014 10:01 Þorsteienn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/GVA „Fjármagnshöftin eru stærsta ógnin við efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Afnám þeirra er því nauðsynleg forsenda heilbrigðs og stöðugs efnahagslífs og batnandi lífskjara hér á landi.“ Þetta skrifar Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun undir heitinu: Fjármagnshöftin - vernd eða vá?. Hann segir að mikið hafi verið rætt um áhættu sem felist í afnámi hafta, en minna um óhjákvæmileg skaðleg áhrif haftanna á fjármagnskerfið til lengri tíma. „Allar líkur eru á að höftin auki mjög innlenda þenslu og valdi umtalsverðum verðbólguþrýstingi á næstu árum. Þá er ótalinn kostnaður hagkerfisins vegna glataðra fjárfestingartækifæra, minni nýliðunar fyrirtækja og brotthvarfs einhverra þeirra úr landi vegna óviðunandi rekstrarskilyrða innan hafta.“Ekki einfalt verkefni, en mikilvægt Segir hann afnám fjármagnshafta vera mikilvægasta verkefnið sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir. Það sé ekki einfalt og afnámi haft muni fylgja óvissa og þá sérstaklega hvað varði þróun gengis krónunnar og verðlags. „Það auðveldar hins vegar verkið að aðstæður til afnáms þeirra eru eins hagstæðar og kostur er á. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga lág, hagvöxtur tekinn að aukast á nýjan leik og traust á íslenska hagkerfinu fer vaxandi,“ segir Þorsteinn. „Verkefnið er ekki einfalt og afnámi hafta mun óhjákvæmilega fylgja óviss, sér í lagi hvað varðar þróun gengis og verðlags.“ Þorsteinn segir peningamagn í umferð og eignir lífeyrissjóða nær aldrei hafa verið meiri sem hlutfal af landsframleiðslu. „Þetta fjármagn er læst inni í fjármagnshöftum og getur einvörðungu leitað í innlenda fjárfestingarkosti. Nægum fjárfestingarkostum innanlands er ekki til að dreifa fyrir allt þetta fjármagn og það mun þrýsta eignaverði upp á komandi misserum.“ Líklegt er að því muni fylgja bólumyndun á eignamörkuðum á komandi árum og ofþennsla. Í kjölfarið fylgir aukin verðbólga, gengisfall og efnahagskreppa.Hraðari þróun en áður Þá segir Þorsteinn að framtíðarlífeyrir þjóðarinnar hvíli á þeirri forsendu að lífeyrissjóðir geti ávaxtað fé með að lágmarki 3,5 prósenta raunávöxtun til lengri tíma. „Innan fjármagnshafta er slík ávöxtunarforsenda ekki raunhæf og aðeins tímaspursmál hvenær lífeyrissjóðir þurfa að bregðast við með skerðingu lífeyrisréttinda, sjái ekki fyrir endann á fjármagnshöftum.“ Þorsteinn segir ofþennslu allt of vel þekkt fyrirbæri í íslensku efnahagslífi og því miður hafi efnahagsstjórn jafnan verið slök í góðæri. Nú muni þróunin líklega vera hraðari en áður vegna þess mikla fjármagns sem er læst hér inni. „Lykilforsenda þess að hægt verði að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins er hratt afnám fjármagnshafta. Efnahagsleg áhætta afnáms hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Fjármagnshöftin eru stærsta ógnin við efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Afnám þeirra er því nauðsynleg forsenda heilbrigðs og stöðugs efnahagslífs og batnandi lífskjara hér á landi.“ Þetta skrifar Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun undir heitinu: Fjármagnshöftin - vernd eða vá?. Hann segir að mikið hafi verið rætt um áhættu sem felist í afnámi hafta, en minna um óhjákvæmileg skaðleg áhrif haftanna á fjármagnskerfið til lengri tíma. „Allar líkur eru á að höftin auki mjög innlenda þenslu og valdi umtalsverðum verðbólguþrýstingi á næstu árum. Þá er ótalinn kostnaður hagkerfisins vegna glataðra fjárfestingartækifæra, minni nýliðunar fyrirtækja og brotthvarfs einhverra þeirra úr landi vegna óviðunandi rekstrarskilyrða innan hafta.“Ekki einfalt verkefni, en mikilvægt Segir hann afnám fjármagnshafta vera mikilvægasta verkefnið sem íslensk stjórnvöld standa frammi fyrir. Það sé ekki einfalt og afnámi haft muni fylgja óvissa og þá sérstaklega hvað varði þróun gengis krónunnar og verðlags. „Það auðveldar hins vegar verkið að aðstæður til afnáms þeirra eru eins hagstæðar og kostur er á. Efnahagslífið er í ágætu jafnvægi, verðbólga lág, hagvöxtur tekinn að aukast á nýjan leik og traust á íslenska hagkerfinu fer vaxandi,“ segir Þorsteinn. „Verkefnið er ekki einfalt og afnámi hafta mun óhjákvæmilega fylgja óviss, sér í lagi hvað varðar þróun gengis og verðlags.“ Þorsteinn segir peningamagn í umferð og eignir lífeyrissjóða nær aldrei hafa verið meiri sem hlutfal af landsframleiðslu. „Þetta fjármagn er læst inni í fjármagnshöftum og getur einvörðungu leitað í innlenda fjárfestingarkosti. Nægum fjárfestingarkostum innanlands er ekki til að dreifa fyrir allt þetta fjármagn og það mun þrýsta eignaverði upp á komandi misserum.“ Líklegt er að því muni fylgja bólumyndun á eignamörkuðum á komandi árum og ofþennsla. Í kjölfarið fylgir aukin verðbólga, gengisfall og efnahagskreppa.Hraðari þróun en áður Þá segir Þorsteinn að framtíðarlífeyrir þjóðarinnar hvíli á þeirri forsendu að lífeyrissjóðir geti ávaxtað fé með að lágmarki 3,5 prósenta raunávöxtun til lengri tíma. „Innan fjármagnshafta er slík ávöxtunarforsenda ekki raunhæf og aðeins tímaspursmál hvenær lífeyrissjóðir þurfa að bregðast við með skerðingu lífeyrisréttinda, sjái ekki fyrir endann á fjármagnshöftum.“ Þorsteinn segir ofþennslu allt of vel þekkt fyrirbæri í íslensku efnahagslífi og því miður hafi efnahagsstjórn jafnan verið slök í góðæri. Nú muni þróunin líklega vera hraðari en áður vegna þess mikla fjármagns sem er læst hér inni. „Lykilforsenda þess að hægt verði að koma í veg fyrir ofhitnun hagkerfisins er hratt afnám fjármagnshafta. Efnahagsleg áhætta afnáms hafta er mun minni en hættan sem fylgir enn einni rússíbanareið íslensks efnahagslífs með kunnuglegri kollsteypu í lok ferðar.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira