Viðskipti innlent

Gengi bréfa í tryggingafélögunum fellur vegna eldsvoðans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
MYND/ANDRI ÓMARSSON/HELICAM.IS
MYND/ANDRI ÓMARSSON/HELICAM.IS
Gengi bréfa i öllum tryggingafélögunum sem skráð eru í Kauphöll Íslands hafa lækkað verulega í verði það sem af er degi. Ástæðuna má rekja til brunans sem var í Skeifunni í gær. Tryggingamiðstöðin hefur lækkað mest, eins og staðan er núna rétt fyrir hádegi, og nemur lækkunin 3,24%. Sjóvá hefur lækkað um 2,8% og VÍS um 0,71%.

Eins og fram hefur komið er brunabótamat þeirra fasteigna sem brunnu um 1,8 milljarður kóna. Á vef Viðskiptablaðsins kemur fram að Sjóvá tryggir þar af eignir fyrir tæplega 792 milljónir og er það 42% af heildarbrunabótamatinu. Helstu eigendur fasteiganna sem Sjóvá tryggir í Skeifunni eru fasteignafélögin Reitir og Eik.

Endurtryggingarsamningar takmarka tjón tryggingafyrirtækja þegar stórtjón sem þetta verður og því er óvíst að tjón tryggingafélaganna verði það sem nemur brunabótamatinu. Eins er ekki hægt að fullyrða að svo stöddu að eignirnar séu allar gereyðilagðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×