Dalvíkingar bjóða upp á hvalaskoðun allt árið Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2014 22:15 Í fyrsta sinn á Norðurlandi er nú boðið upp á regubundna hvalaskoðun allt árið. Fyrirtækið sem reið á vaðið með vetrarferðir er á Dalvík. Þegar minnst er á hvalaskoðun dettur sennilega flestum Húsavík fyrst í hug. Við Eyjafjörð eru hins vegar þrjú fyrirtæki starfandi sem gera út á það að sýna ferðamönnum hvali; á Akureyri, Hauganesi og á Dalvík.Ferðamenn í Dalvíkurhöfn á leið í hvalaskoðun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hópur erlendra ferðamanna er mættur í Dalvíkurhöfn og er á leið um borð í Mána, annan tveggja báta sem fyrirtækið Arctic Sea Tours gerir út á hvalaskoðun. Núna er boðið upp á ferðir allt árið, búið er að útvíkka reksturinn með daglegum ferðum yfir vetrarmánuði. „Þetta er fyrsti veturinn. Það var svona spurningamerki hvað vð sæjum yfir vetrarmánuðina. En við höfum séð hnúfubak í öllum mánuðum ársins,” sagði Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctic Seatours, í samtali við Stöð 2. „Það var svona erfiðara frá janúar og fram í apríl. En frá maí og fram í desember er þetta bara mjög gott. Það er 99 prósent möguleiki á að þú sjáir,” sagði Freyr. En voru þá nógu margir túristar á ferðinni í vetur sem vildu borga fyrir hvalaskoðun? „Það voru ekkert margir í vetur. En þetta byggist bara upp. Þegar við byrjuðum 2009 þá voru heldur ekkert margir. En núna er þetta orðið mjög þétt.”Máni siglir úr Dalvíkurhöfn. Aðalskoðunarsvæðið er norðan Hríseyjar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bátar Dalvíkinga þurfa venjulega ekki að fara langt til að hvalir sjáist. Oftast dugar fimmtán mínútna sigling en aðalskoðunarsvæðið er rétt norðan við Hrísey. En hafa Dalvíkingar roð við Húsvíkingum í samkeppninni? „Nei, nei. Við erum langt á eftir ennþá, þrátt fyrir að vera með jafngott svæði,” svarar Freyr hlæjandi. Hann segir að um 200 þúsund ferðamenn fari í hvalaskoðun á Íslandi á ári, jafnvel fleiri í ár. „Þar er Reykjavík náttúrlega langstærst, 100-120 þúsund, Húsavík í kringum 70 þúsund, og við vorum að fara með í kringum 14 þúsund manns í Eyjafirði. Þannig að við þurfum að sækja töluvert á,” segir Freyr Antonsson hjá Arctic Seatours á Dalvík. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Í fyrsta sinn á Norðurlandi er nú boðið upp á regubundna hvalaskoðun allt árið. Fyrirtækið sem reið á vaðið með vetrarferðir er á Dalvík. Þegar minnst er á hvalaskoðun dettur sennilega flestum Húsavík fyrst í hug. Við Eyjafjörð eru hins vegar þrjú fyrirtæki starfandi sem gera út á það að sýna ferðamönnum hvali; á Akureyri, Hauganesi og á Dalvík.Ferðamenn í Dalvíkurhöfn á leið í hvalaskoðun.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Hópur erlendra ferðamanna er mættur í Dalvíkurhöfn og er á leið um borð í Mána, annan tveggja báta sem fyrirtækið Arctic Sea Tours gerir út á hvalaskoðun. Núna er boðið upp á ferðir allt árið, búið er að útvíkka reksturinn með daglegum ferðum yfir vetrarmánuði. „Þetta er fyrsti veturinn. Það var svona spurningamerki hvað vð sæjum yfir vetrarmánuðina. En við höfum séð hnúfubak í öllum mánuðum ársins,” sagði Freyr Antonsson, framkvæmdastjóri Arctic Seatours, í samtali við Stöð 2. „Það var svona erfiðara frá janúar og fram í apríl. En frá maí og fram í desember er þetta bara mjög gott. Það er 99 prósent möguleiki á að þú sjáir,” sagði Freyr. En voru þá nógu margir túristar á ferðinni í vetur sem vildu borga fyrir hvalaskoðun? „Það voru ekkert margir í vetur. En þetta byggist bara upp. Þegar við byrjuðum 2009 þá voru heldur ekkert margir. En núna er þetta orðið mjög þétt.”Máni siglir úr Dalvíkurhöfn. Aðalskoðunarsvæðið er norðan Hríseyjar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Bátar Dalvíkinga þurfa venjulega ekki að fara langt til að hvalir sjáist. Oftast dugar fimmtán mínútna sigling en aðalskoðunarsvæðið er rétt norðan við Hrísey. En hafa Dalvíkingar roð við Húsvíkingum í samkeppninni? „Nei, nei. Við erum langt á eftir ennþá, þrátt fyrir að vera með jafngott svæði,” svarar Freyr hlæjandi. Hann segir að um 200 þúsund ferðamenn fari í hvalaskoðun á Íslandi á ári, jafnvel fleiri í ár. „Þar er Reykjavík náttúrlega langstærst, 100-120 þúsund, Húsavík í kringum 70 þúsund, og við vorum að fara með í kringum 14 þúsund manns í Eyjafirði. Þannig að við þurfum að sækja töluvert á,” segir Freyr Antonsson hjá Arctic Seatours á Dalvík.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira