Fleiri fréttir

Birkir Kristins neitar sök

Er ásamt þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis ákærður fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga.

Arðurinn mælist í milljarðatugum

Þrettán fyrirtæki sem fengu styrki frá Tækniþróunarsjóði fyrir fáum árum hafa skilað ríkissjóði arði sem nemur tugum milljarða króna. Samtök iðnaðarins gagnrýna stjórnvöld hart og segja bestu leiðina til verðmætasköpunar og tekjuöflunar fyrir ríkissjóð skorna niður.

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að hún hafi ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í sex prósentum.

Vilja hækka lægstu launin

Verkalýðsfélögin þrjú sem mynda Flóabandalagið hafa ákveðið að vísa kjarasamningsviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins til sáttasemjara.

Tekjur ríkissjóðs jukust um tæpa 36 milljarða króna milli ára

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2013 liggur nú fyrir. Staða handbærs fjár frá rekstri batnaði miðað við sama tímabil 2012 og var neikvætt um 12,3 milljarða króna en var neikvætt um tæpa 37 milljarða á sama tíma fyrir ári 2012.

Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði

Í nýbirtum tölum Ferðamálastofu kemur fram að ríflega 46 þúsund erlendir ferðamenn hafi farið frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nóvember, eða um 9.500 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Aukningin milli ára nemur 25,7 prósentum.

Lausafjárstaða ríkissjóðs ekki verið lægri frá hruni

Handbært fé ríkissjóðs er 84, 3 milljarðar og hefur það ekki verið minna frá hruni. Samkvæmt stefnu í lánamálum ríkisins, 2013-2016, kemur fram að handbært fé, í krónum, á innlánsreikningum ríkissjóðs nemi á hverjum tíma a.m.k. 80 milljörðum íslenskra króna.

Verkís opnar í Osló

Verkís hefur það sem af er ári fengið yfir þrjátíu ný verkefni frá Noregi.

Hinn hagsýni leigir nema hann taki sportið alla leið

Skíðamenn búast við góðri verðtíð í vetur að sögn formanns Skíðasambands Íslands. Það er ekki tekið út með sældinni að leggjast í kaup á nýjum búnaði en hann endist í tíu ár að meðaltali og kostnaðurinn jafnast út.

Betur borgið til langframa að breyta í óverðtryggt

Langtíma-hagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán, að mati sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Í bankakerfinu er enn nokkuð um að verðtryggð lán séu tekin þótt óverðtryggð séu mun vinsælli.

Fáir hafa flutt sig frá Vodafone

Innan við eitt prósent GSM-viðskiptavina Vodafone hafa fært sig annað og enginn af tíu stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins hefur sagt upp viðskiptum sínum í kjölfar tölvuárásar á heimasíðu félagsins.

Fá mest núna því þeir fengu minnst síðast

Þeir viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs sem fóru í gegnum 110 prósenta leiðina, fá meira leiðrétt með skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar en viðskiptavinir bankanna, þar sem strangari frádráttarviðmið giltu við útfærslu 110 prósenta leiðarinnar hjá sjóðnum.

Ekkert samráð við sveitarfélög sem tapa milljörðum

Ekkert samráð var haft við sveitarfélög þegar ríkisstjórnin ákvað að fella niður milljarða í skatttekjum þeirra með því að gefa algjört frelsi á útteikt séreignasparnaðar upp að 70 milljörðum króna.

Viðsnúningur í framleiðslu og mesti hagvöxtur frá hruni

Hagvöxtur á Íslandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs mældist 4,9 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og er niðurstaðan langt umfram spár. Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni.

Fitch: Skuldatillögur hafa ekki áhrif á ríkisfjármálin

Samkvæmt lánshæfismatsfyrirtækinu Fitch Ratings munu skuldatillögurnar, sem miða að því að lækka skuldir heimilanna í gegnum lækkun höfuðstóls húsnæðislána og með skattaívilnun vegna séreignarlífeyrissparnaðar, vera í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda um aðhaldssemi í ríkisfjármálum, en þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabanka Íslands.

3,1 prósent hagvöxtur

Hagvöxtur fyrstu níu mánuði þessa árs mældist 3,1 prósent samkvæmt Hagstofu Ísland.

Bjóða bankalaus kortaviðskipti

Fyrirtækið iKort hóf nýverið dreifingu á greiðslukorti sem er ekki tengt við bankareikning og er gefið út af breska fyrirtækinu Prepaid Financial Services.

Bréf Össurar hækkuðu mest

Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eftir að uppgjör vegna þriðja ársfjórðungs var birt. Þetta kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka í gær.

Ný uppfærsla tekin í notkun

Tekin hefur verið í notkun ný útgáfa lyfjaumsýslukerfisins Therapy frá Dojo Software. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsemi í Danmörku og Hollandi.

Ástþór vill eignast Kreditkort hf.

Ástþór Magnússon og Alma Björk Ástþórsdóttir, fyrrum starfsmaður Íslandsbanka og dóttir Ástþórs, vilja kaupa fyrirtækið Kreditkort hf. af Íslandsbanka.

Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir

Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið.

Sjá næstu 50 fréttir