Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. desember 2013 14:18 Frá áramótum hafa 739.328 erlendir ferðamenn farið frá landinu, um 120 þúsundum fleiri en á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára nemur 19,5 prósentum. Fréttablaðið/Þorgils Í nýbirtum tölum Ferðamálastofu kemur fram að ríflega 46 þúsund erlendir ferðamenn hafi farið frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nóvember, eða um 9.500 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Aukningin milli ára nemur 25,7 prósentum. Í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka segir að hvað erlenda ferðamenn varði hafi síðastliðinn nóvembermánuður verið „langfjölmennasti“ nóvembermánuður frá upphafi mælinga. „Þetta eru hreint ótrúlegar tölur, og sér í lagi í ljósi þess hversu gríðarlega mikil aukning átti sér stað í nóvember í fyrra á milli ára, eða sem nemur um 61 prósenti,“ segir í umfjöllun Greiningar. „Þetta þýðir að erlendir ferðamenn voru meira en tvöfalt fleiri í nóvember í ár en í nóvember árið 2011.“ Bent er á að aukninguna í fyrra hafi að hluta til mátt skýra af því að Iceland Airwaves fór fram í nóvember það ár en í október árið 2011. „Sem kunnugt er fór Iceland Ariwaves fram í nóvember í ár líkt og í fyrra.“ Í gögnum Ferðamálastofu er bent á að þótt fjöldatölur geti sveiflast nokkuð milli ára þá sé aukningin frá árinu 2002 að jafnaði 14,3 prósent á milli ára. Greining Íslandsbanka áréttar að ferðamannatölurnar skipti orðið miklu máli, enda séu umsvif ferðaþjónustunnar í hagkerfinu mun meiri en þau voru áður. „Er hér nærtækast að benda á tölur Hagstofu Íslands frá því á föstudag sem sýndu að hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins var að miklu leyti drifinn áfram af auknum tekjum í ferðaþjónustu. Einnig má nefna að það sem af er ári nemur þjónustuútflutningur 39 prósentum af heildarútflutningi vöru og þjónustu, en árið 2011 var þetta hlutfall 35 prósent.“ Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í nýbirtum tölum Ferðamálastofu kemur fram að ríflega 46 þúsund erlendir ferðamenn hafi farið frá landinu um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nóvember, eða um 9.500 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Aukningin milli ára nemur 25,7 prósentum. Í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka segir að hvað erlenda ferðamenn varði hafi síðastliðinn nóvembermánuður verið „langfjölmennasti“ nóvembermánuður frá upphafi mælinga. „Þetta eru hreint ótrúlegar tölur, og sér í lagi í ljósi þess hversu gríðarlega mikil aukning átti sér stað í nóvember í fyrra á milli ára, eða sem nemur um 61 prósenti,“ segir í umfjöllun Greiningar. „Þetta þýðir að erlendir ferðamenn voru meira en tvöfalt fleiri í nóvember í ár en í nóvember árið 2011.“ Bent er á að aukninguna í fyrra hafi að hluta til mátt skýra af því að Iceland Airwaves fór fram í nóvember það ár en í október árið 2011. „Sem kunnugt er fór Iceland Ariwaves fram í nóvember í ár líkt og í fyrra.“ Í gögnum Ferðamálastofu er bent á að þótt fjöldatölur geti sveiflast nokkuð milli ára þá sé aukningin frá árinu 2002 að jafnaði 14,3 prósent á milli ára. Greining Íslandsbanka áréttar að ferðamannatölurnar skipti orðið miklu máli, enda séu umsvif ferðaþjónustunnar í hagkerfinu mun meiri en þau voru áður. „Er hér nærtækast að benda á tölur Hagstofu Íslands frá því á föstudag sem sýndu að hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins var að miklu leyti drifinn áfram af auknum tekjum í ferðaþjónustu. Einnig má nefna að það sem af er ári nemur þjónustuútflutningur 39 prósentum af heildarútflutningi vöru og þjónustu, en árið 2011 var þetta hlutfall 35 prósent.“
Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira