Betur borgið til langframa að breyta í óverðtryggt Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 22:23 Langtíma-hagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán, að mati sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Í bankakerfinu er enn nokkuð um að verðtryggð lán séu tekin þótt óverðtryggð séu mun vinsælli. Í skýrslu sérfræðingahóps um skuldaleiðréttingu eru vangaveltur um framtíð lánamarkaðar einstaklinga á Íslandi. Hvað leið sé heppilegust fyrir íslenskt efnahagslíf í þessum efnum. Þar segir: „Ljóst er að langtímahagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán. Auk þess eru hagfræðileg rök sem lúta að peningamálastjórnun þess efnis að skilvirkara sé að hafa áhrif á einkaneyslu í kerfi þar sem óverðtryggð lán eru stór hluti útgjalda heimila.“ Stöð 2 hefur áður fjallað um það að óverðtryggð lán hafi verið miklu vinsælli en verðtryggð á síðustu árum eftir hrunið. Sveinn Gíslason er útibússtjóri í aðalútibúi Arion banka í Reykjavík. Hann og undirmenn hans eru í nánu sambandi við viðskiptavinina og hafa því góða innsýn í eftirspurnina, en Arion banki var fyrsti bankinn á Íslandi til að bjóða upp á óverðtryggð lán.Enn talsvert um verðtryggð lán „Það er svipað hlutfall þeirra sem taka verðtryggð og óverðtryggð lán og sumir eru að taka bæði,“ segir Sveinn.Eru einhverjir að taka verðtryggð lán eingöngu? „Já, það er töluvert um það. Það er töluverður munur á greiðslubyrði verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Greiðslubyrði verðtryggðu lánanna er lægri og það er töluvert um það að fólk taki verðtryggð lán í dag.“ Sveinn segir að þetta ráðist allt af markmiðum sem fólk setur sér. Ef fólk villji eignamyndun í fasteign séu óverðtryggðu lánin betri en það muni talsverðu á greiðslubyrði. „Þetta snýst aðeins um það hvað fólk treystir sér í. Greiðslubyrði er lægri á verðtryggðu.“Skiptir engu hvað er tekið ef peningastefnan er í molum Það er talað um það í skýrslu sérfræðingahópsins að það sé æskilegt fyrir langtímaáhrif á hagkerfið að fara alfarið í óverðtryggt. Sérðu það fyrir þér í ljósi þess hvað er mikið um ný lán í verðtryggðu? „Vandamálið er óstöðugleiki og verðbólga. Það er meginvandi þeirra sem taka lán hvort sem það er óverðtryggt eða verðtryggt. Það á ekki að skipta máli fyrir lántaka ef verðbólga er núll hvort tekið er verðtryggt eða óverðtryggt. Ég vona að stjórnvöld og allir sem vettlingi geta valdið vinni að því að koma á meiri stöðugleika svo að okkar fjármálaumhverfi verði líkara því sem gerist á nokkar nágrannalöndum þar sem verðbólga er lítil og vextir mun lægri en hér,“ segir Sveinn. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira
Langtíma-hagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán, að mati sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Í bankakerfinu er enn nokkuð um að verðtryggð lán séu tekin þótt óverðtryggð séu mun vinsælli. Í skýrslu sérfræðingahóps um skuldaleiðréttingu eru vangaveltur um framtíð lánamarkaðar einstaklinga á Íslandi. Hvað leið sé heppilegust fyrir íslenskt efnahagslíf í þessum efnum. Þar segir: „Ljóst er að langtímahagsmunum lántakenda er betur borgið til lengri tíma með því að umbreyta lánum í óverðtryggð lán. Auk þess eru hagfræðileg rök sem lúta að peningamálastjórnun þess efnis að skilvirkara sé að hafa áhrif á einkaneyslu í kerfi þar sem óverðtryggð lán eru stór hluti útgjalda heimila.“ Stöð 2 hefur áður fjallað um það að óverðtryggð lán hafi verið miklu vinsælli en verðtryggð á síðustu árum eftir hrunið. Sveinn Gíslason er útibússtjóri í aðalútibúi Arion banka í Reykjavík. Hann og undirmenn hans eru í nánu sambandi við viðskiptavinina og hafa því góða innsýn í eftirspurnina, en Arion banki var fyrsti bankinn á Íslandi til að bjóða upp á óverðtryggð lán.Enn talsvert um verðtryggð lán „Það er svipað hlutfall þeirra sem taka verðtryggð og óverðtryggð lán og sumir eru að taka bæði,“ segir Sveinn.Eru einhverjir að taka verðtryggð lán eingöngu? „Já, það er töluvert um það. Það er töluverður munur á greiðslubyrði verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Greiðslubyrði verðtryggðu lánanna er lægri og það er töluvert um það að fólk taki verðtryggð lán í dag.“ Sveinn segir að þetta ráðist allt af markmiðum sem fólk setur sér. Ef fólk villji eignamyndun í fasteign séu óverðtryggðu lánin betri en það muni talsverðu á greiðslubyrði. „Þetta snýst aðeins um það hvað fólk treystir sér í. Greiðslubyrði er lægri á verðtryggðu.“Skiptir engu hvað er tekið ef peningastefnan er í molum Það er talað um það í skýrslu sérfræðingahópsins að það sé æskilegt fyrir langtímaáhrif á hagkerfið að fara alfarið í óverðtryggt. Sérðu það fyrir þér í ljósi þess hvað er mikið um ný lán í verðtryggðu? „Vandamálið er óstöðugleiki og verðbólga. Það er meginvandi þeirra sem taka lán hvort sem það er óverðtryggt eða verðtryggt. Það á ekki að skipta máli fyrir lántaka ef verðbólga er núll hvort tekið er verðtryggt eða óverðtryggt. Ég vona að stjórnvöld og allir sem vettlingi geta valdið vinni að því að koma á meiri stöðugleika svo að okkar fjármálaumhverfi verði líkara því sem gerist á nokkar nágrannalöndum þar sem verðbólga er lítil og vextir mun lægri en hér,“ segir Sveinn.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Sjá meira