Óbreyttir stýrivextir Haraldur Guðmundsson skrifar 11. desember 2013 08:42 Í tilkynningu nefndarinnar vegna ákvörðunarinnar segir að hagvöxtur hafi verið 3,1 prósent á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að hún hafi ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í sex prósentum. Í tilkynningu nefndarinnar um ákvörðunina segir að hagvöxtur hafi verið 3,1 prósent á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Það sé töluvert meiri vöxtur en Seðlabankinn spáði í nóvember síðastliðnum og samrýmist vísbendingum um sterkan bata á vinnumarkaði sem áður voru komnar fram. „Eftir að hafa aukist nokkuð á þriðja fjórðungi ársins hefur verðbólga minnkað á ný og mældist 3,7% í nóvember. Gengi krónunnar er nokkru sterkara en við síðustu vaxtaákvörðun. Það er þó svipað gengi og gert var ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans. Niðurstaða kjarasamninga mun hafa afgerandi áhrif á verðbólguhorfur og þar með á þróun vaxta á næstu misserum. Verði launahækkanir umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði bankans er líklegt að vextir hans muni að óbreyttu hækka í framhaldinu, sérstaklega ef slakinn í þjóðarbúskapnum minnkar áfram. Sem fyrr er mikilvægt að í meðferð Alþingis verði aðhald í ríkisfjármálum á næstu árum að minnsta kosti jafn mikið og boðað er í frumvarpi til fjárlaga. Áætlanir ríkisstjórnar um lækkun verðtryggðra skulda heimila liggja nú fyrir í meginatriðum. Þær munu að öðru óbreyttu auka innlenda eftirspurn. Vegna þess að slakinn í þjóðarbúskapnum er óðum að hverfa mun meiri eftirspurn auka verðbólgu að óbreyttu taumhaldi peningastefnunnar. Meiri eftirspurn mun einnig auka innflutning og draga úr viðskiptaafgangi sem stuðlar að lægra gengi en ella. Miðað við umfang aðgerðanna og dreifingu þeirra yfir tíma ætti þéttara taumhald peningastefnunnar að duga til þess að verðbólgumarkmiðið náist á næstu misserum, að öðru óbreyttu. Við útfærslu aðgerðanna ætti að huga að því með hvaða hætti megi draga úr neikvæðum hliðarverkunum þeirra á viðskiptajöfnuð og verðbólgu og minnka þannig þörfina á mótvægisaðgerðum peningastefnunnar. Kröftugri efnahagsbati og ofangreindar aðgerðir stjórnvalda munu að öðru óbreyttu krefjast þess að taumhald peningastefnunnar verði hert hraðar en áður hafði verið búist við. Að hve miklu leyti aðlögunin á sér stað með breytingum nafnvaxta Seðlabankans fer eftir framvindu verðbólgunnar, sem ræðst að miklu leyti af þróun launa og gengishreyfingum krónunnar," segir í tilkynningu nefndarinnar. Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að hún hafi ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í sex prósentum. Í tilkynningu nefndarinnar um ákvörðunina segir að hagvöxtur hafi verið 3,1 prósent á fyrstu þremur fjórðungum ársins. Það sé töluvert meiri vöxtur en Seðlabankinn spáði í nóvember síðastliðnum og samrýmist vísbendingum um sterkan bata á vinnumarkaði sem áður voru komnar fram. „Eftir að hafa aukist nokkuð á þriðja fjórðungi ársins hefur verðbólga minnkað á ný og mældist 3,7% í nóvember. Gengi krónunnar er nokkru sterkara en við síðustu vaxtaákvörðun. Það er þó svipað gengi og gert var ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans. Niðurstaða kjarasamninga mun hafa afgerandi áhrif á verðbólguhorfur og þar með á þróun vaxta á næstu misserum. Verði launahækkanir umfram það sem samrýmist verðbólgumarkmiði bankans er líklegt að vextir hans muni að óbreyttu hækka í framhaldinu, sérstaklega ef slakinn í þjóðarbúskapnum minnkar áfram. Sem fyrr er mikilvægt að í meðferð Alþingis verði aðhald í ríkisfjármálum á næstu árum að minnsta kosti jafn mikið og boðað er í frumvarpi til fjárlaga. Áætlanir ríkisstjórnar um lækkun verðtryggðra skulda heimila liggja nú fyrir í meginatriðum. Þær munu að öðru óbreyttu auka innlenda eftirspurn. Vegna þess að slakinn í þjóðarbúskapnum er óðum að hverfa mun meiri eftirspurn auka verðbólgu að óbreyttu taumhaldi peningastefnunnar. Meiri eftirspurn mun einnig auka innflutning og draga úr viðskiptaafgangi sem stuðlar að lægra gengi en ella. Miðað við umfang aðgerðanna og dreifingu þeirra yfir tíma ætti þéttara taumhald peningastefnunnar að duga til þess að verðbólgumarkmiðið náist á næstu misserum, að öðru óbreyttu. Við útfærslu aðgerðanna ætti að huga að því með hvaða hætti megi draga úr neikvæðum hliðarverkunum þeirra á viðskiptajöfnuð og verðbólgu og minnka þannig þörfina á mótvægisaðgerðum peningastefnunnar. Kröftugri efnahagsbati og ofangreindar aðgerðir stjórnvalda munu að öðru óbreyttu krefjast þess að taumhald peningastefnunnar verði hert hraðar en áður hafði verið búist við. Að hve miklu leyti aðlögunin á sér stað með breytingum nafnvaxta Seðlabankans fer eftir framvindu verðbólgunnar, sem ræðst að miklu leyti af þróun launa og gengishreyfingum krónunnar," segir í tilkynningu nefndarinnar.
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira