Viðskipti innlent

Tekjur ríkissjóðs jukust um tæpa 36 milljarða króna milli ára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu tíu mánuði ársins 2013 liggur nú fyrir. Staða handbærs fjár frá rekstri batnaði miðað við sama tímabil 2012 og var neikvætt um 12,3 milljarða króna  en var neikvætt um tæpa 37 milljarða á sama tíma fyrir ári 2012.

Tekjur jukust um tæpa 36 milljarða króna milli ára og gjöld um 16,9 milljarða króna. Viðskiptahreyfingar höfðu jákvæð áhrif á handbært fé um tæpa 3,6 milljarða króna  á móti neikvæðum áhrifum 2012 um rúma 2 milljarða króna.

Þetta kemur fram í frétta á vefsíðu Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×