Viðskipti innlent

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins ein ástæða lokunar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Versluninni Hátækni hefur verið lokað og starfsmönnun fyrirtækisins sagt upp. Nokkrar deildir hafa verið seldar út úr rekstrinum og líklegt er að einhverjir starfsmenn fylgi þeim sölu.

Þetta kemur fram í fréttum mbl.is í dag. Þar kemur fram að Kristján Gíslason, stjórnarformaður Hátækni, telji að rannsókn Samkeppniseftirlitið sem stóð í þrjú ár, hafi komið í veg fyrir að fyrirtækið gæti brugðist við breyttum aðstæðum.

Félagið var meðal annars umboðsmaður fyrir Nokia-síma og störfuðu um 20 manns hjá fyrirtækinu. Við þær breytingar sem hafi orðið á farsímamarkaðnum hafi Nokia misst fyrsta sætið, hið sama megi sjá hjá öllum umboðsaðilum Nokia um allan heim en iPhone og Android tæki hafa aukið markaðshlutdeild sína á kostnað Nokia.

Á sama tíma og samdrátturinn arð hafi Hátækni verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu. Rannsóknin hafi tekið þrjú ár og varð hún meðal annars til þess að birgjar vildu ekki gera umboðssamninga við félagið á meðan. Á meðan hafi því reynst ógjörningur að reyna að bregðast við niðursveiflunni .

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins var vegna gruns um ólögmætt samráð milli Hátækni og Tæknivara á heildsölumarkaði fyrir sölu á farsímum. Henni lauk í mars á þessu ári og fram kemur í máli Kristjáns að félagið hafi greitt 50 milljónir króna sekt til þess að ná sátt um lyktir málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×