Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2013 19:45 Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. Sorrý, segir Ragnheiður Elín við Bretana,- en Íslendingar verða í forgangi. Sæstrengur er ein stærsta pólitíska og viðskiptalega ákvörðun sem Íslendingar standa frammi fyrir. Á fundi sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir á Hilton Nordica-hóteli í Reykjavík í morgun sagði talsmaður Landsnets þeirra Breta að nú væri rétti tíminn fyrir ríkisstjórnir landanna að koma að málinu, svo frekari undirbúningsvinna geti haldð áfram. „Við þurfum að hefja viðræður á milli ríkisstjórnanna tveggja,“ segir Paul Johnson, þróunarstjóri National Grid, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en fyrirtækið hefur 28 ára reynslu í rekstri sæstrengja milli Bretlands og annarra landa. „Ég ráðlegg íslensku ríkisstjórninni að reyna að styðja þetta, ná samkomulagi um verkefnið og kanna hvort ríkin geti orðið ásátt um verkáætlun sem geri sæstreng að veruleika fyrir árið 2020.” Báðir aðilar geti hagnast. Bretland sé að komast í þá stöðu að þurfa að finna orku fyrir 2020. Svona verkefni sé framkvæmanlegt innan þess tíma.Sæstrengur gæti komið fyrir 2020, að mati fulltrúa National Grid.Hann segir að sæstrengur upp á 400-500 milljarða króna kalli á alþjóðlega fjárfesta og þá muni ekki skorta. National Grid hafi rætt við stóra fjárfestingarsjóði um sæstreng til Íslands. „Við höfum kynnt íslenska verkefnið sem hugsanlegan fjárfestingakost og ég get sagt í dag að það er mikill áhugi á að fjárfesta í þessu verkefni,” sagði Paul Johnson.Ragnheiður Elín glettist við fulltrúa National Grid í dag þegar hún tók undir spurningu úr sal um hvort fyrsta skrefið ætti að vera afsökunarbeiðni vegna hryðjuverkalaga.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst hafa fullan skilning á óþreyju Breta. „Ég efast ekki um áhuga og ákafa Breta í að leysa orkuvanda sinn, en í sannleika sagt er það skylda okkar að tryggja að íslenska orkustefnan þjóni íslensku þjóðinni fyrst og fremst. Þú verður að afsaka það,” sagði hún. Og þegar spurning kom úr sal hvort fyrst þyrfti afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga gegn Íslendingum glettist ráðherrann: „Það gæti orðið fyrsta skrefið til að þoka þessu verkefni áfram.“ Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. Sorrý, segir Ragnheiður Elín við Bretana,- en Íslendingar verða í forgangi. Sæstrengur er ein stærsta pólitíska og viðskiptalega ákvörðun sem Íslendingar standa frammi fyrir. Á fundi sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir á Hilton Nordica-hóteli í Reykjavík í morgun sagði talsmaður Landsnets þeirra Breta að nú væri rétti tíminn fyrir ríkisstjórnir landanna að koma að málinu, svo frekari undirbúningsvinna geti haldð áfram. „Við þurfum að hefja viðræður á milli ríkisstjórnanna tveggja,“ segir Paul Johnson, þróunarstjóri National Grid, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en fyrirtækið hefur 28 ára reynslu í rekstri sæstrengja milli Bretlands og annarra landa. „Ég ráðlegg íslensku ríkisstjórninni að reyna að styðja þetta, ná samkomulagi um verkefnið og kanna hvort ríkin geti orðið ásátt um verkáætlun sem geri sæstreng að veruleika fyrir árið 2020.” Báðir aðilar geti hagnast. Bretland sé að komast í þá stöðu að þurfa að finna orku fyrir 2020. Svona verkefni sé framkvæmanlegt innan þess tíma.Sæstrengur gæti komið fyrir 2020, að mati fulltrúa National Grid.Hann segir að sæstrengur upp á 400-500 milljarða króna kalli á alþjóðlega fjárfesta og þá muni ekki skorta. National Grid hafi rætt við stóra fjárfestingarsjóði um sæstreng til Íslands. „Við höfum kynnt íslenska verkefnið sem hugsanlegan fjárfestingakost og ég get sagt í dag að það er mikill áhugi á að fjárfesta í þessu verkefni,” sagði Paul Johnson.Ragnheiður Elín glettist við fulltrúa National Grid í dag þegar hún tók undir spurningu úr sal um hvort fyrsta skrefið ætti að vera afsökunarbeiðni vegna hryðjuverkalaga.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst hafa fullan skilning á óþreyju Breta. „Ég efast ekki um áhuga og ákafa Breta í að leysa orkuvanda sinn, en í sannleika sagt er það skylda okkar að tryggja að íslenska orkustefnan þjóni íslensku þjóðinni fyrst og fremst. Þú verður að afsaka það,” sagði hún. Og þegar spurning kom úr sal hvort fyrst þyrfti afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga gegn Íslendingum glettist ráðherrann: „Það gæti orðið fyrsta skrefið til að þoka þessu verkefni áfram.“
Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira