Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2013 19:45 Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. Sorrý, segir Ragnheiður Elín við Bretana,- en Íslendingar verða í forgangi. Sæstrengur er ein stærsta pólitíska og viðskiptalega ákvörðun sem Íslendingar standa frammi fyrir. Á fundi sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir á Hilton Nordica-hóteli í Reykjavík í morgun sagði talsmaður Landsnets þeirra Breta að nú væri rétti tíminn fyrir ríkisstjórnir landanna að koma að málinu, svo frekari undirbúningsvinna geti haldð áfram. „Við þurfum að hefja viðræður á milli ríkisstjórnanna tveggja,“ segir Paul Johnson, þróunarstjóri National Grid, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en fyrirtækið hefur 28 ára reynslu í rekstri sæstrengja milli Bretlands og annarra landa. „Ég ráðlegg íslensku ríkisstjórninni að reyna að styðja þetta, ná samkomulagi um verkefnið og kanna hvort ríkin geti orðið ásátt um verkáætlun sem geri sæstreng að veruleika fyrir árið 2020.” Báðir aðilar geti hagnast. Bretland sé að komast í þá stöðu að þurfa að finna orku fyrir 2020. Svona verkefni sé framkvæmanlegt innan þess tíma.Sæstrengur gæti komið fyrir 2020, að mati fulltrúa National Grid.Hann segir að sæstrengur upp á 400-500 milljarða króna kalli á alþjóðlega fjárfesta og þá muni ekki skorta. National Grid hafi rætt við stóra fjárfestingarsjóði um sæstreng til Íslands. „Við höfum kynnt íslenska verkefnið sem hugsanlegan fjárfestingakost og ég get sagt í dag að það er mikill áhugi á að fjárfesta í þessu verkefni,” sagði Paul Johnson.Ragnheiður Elín glettist við fulltrúa National Grid í dag þegar hún tók undir spurningu úr sal um hvort fyrsta skrefið ætti að vera afsökunarbeiðni vegna hryðjuverkalaga.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst hafa fullan skilning á óþreyju Breta. „Ég efast ekki um áhuga og ákafa Breta í að leysa orkuvanda sinn, en í sannleika sagt er það skylda okkar að tryggja að íslenska orkustefnan þjóni íslensku þjóðinni fyrst og fremst. Þú verður að afsaka það,” sagði hún. Og þegar spurning kom úr sal hvort fyrst þyrfti afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga gegn Íslendingum glettist ráðherrann: „Það gæti orðið fyrsta skrefið til að þoka þessu verkefni áfram.“ Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. Sorrý, segir Ragnheiður Elín við Bretana,- en Íslendingar verða í forgangi. Sæstrengur er ein stærsta pólitíska og viðskiptalega ákvörðun sem Íslendingar standa frammi fyrir. Á fundi sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir á Hilton Nordica-hóteli í Reykjavík í morgun sagði talsmaður Landsnets þeirra Breta að nú væri rétti tíminn fyrir ríkisstjórnir landanna að koma að málinu, svo frekari undirbúningsvinna geti haldð áfram. „Við þurfum að hefja viðræður á milli ríkisstjórnanna tveggja,“ segir Paul Johnson, þróunarstjóri National Grid, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en fyrirtækið hefur 28 ára reynslu í rekstri sæstrengja milli Bretlands og annarra landa. „Ég ráðlegg íslensku ríkisstjórninni að reyna að styðja þetta, ná samkomulagi um verkefnið og kanna hvort ríkin geti orðið ásátt um verkáætlun sem geri sæstreng að veruleika fyrir árið 2020.” Báðir aðilar geti hagnast. Bretland sé að komast í þá stöðu að þurfa að finna orku fyrir 2020. Svona verkefni sé framkvæmanlegt innan þess tíma.Sæstrengur gæti komið fyrir 2020, að mati fulltrúa National Grid.Hann segir að sæstrengur upp á 400-500 milljarða króna kalli á alþjóðlega fjárfesta og þá muni ekki skorta. National Grid hafi rætt við stóra fjárfestingarsjóði um sæstreng til Íslands. „Við höfum kynnt íslenska verkefnið sem hugsanlegan fjárfestingakost og ég get sagt í dag að það er mikill áhugi á að fjárfesta í þessu verkefni,” sagði Paul Johnson.Ragnheiður Elín glettist við fulltrúa National Grid í dag þegar hún tók undir spurningu úr sal um hvort fyrsta skrefið ætti að vera afsökunarbeiðni vegna hryðjuverkalaga.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst hafa fullan skilning á óþreyju Breta. „Ég efast ekki um áhuga og ákafa Breta í að leysa orkuvanda sinn, en í sannleika sagt er það skylda okkar að tryggja að íslenska orkustefnan þjóni íslensku þjóðinni fyrst og fremst. Þú verður að afsaka það,” sagði hún. Og þegar spurning kom úr sal hvort fyrst þyrfti afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga gegn Íslendingum glettist ráðherrann: „Það gæti orðið fyrsta skrefið til að þoka þessu verkefni áfram.“
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira