Vilja sæstrenginn fyrir 2020, fjárfestar mjög áhugasamir Kristján Már Unnarsson skrifar 4. desember 2013 19:45 Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. Sorrý, segir Ragnheiður Elín við Bretana,- en Íslendingar verða í forgangi. Sæstrengur er ein stærsta pólitíska og viðskiptalega ákvörðun sem Íslendingar standa frammi fyrir. Á fundi sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir á Hilton Nordica-hóteli í Reykjavík í morgun sagði talsmaður Landsnets þeirra Breta að nú væri rétti tíminn fyrir ríkisstjórnir landanna að koma að málinu, svo frekari undirbúningsvinna geti haldð áfram. „Við þurfum að hefja viðræður á milli ríkisstjórnanna tveggja,“ segir Paul Johnson, þróunarstjóri National Grid, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en fyrirtækið hefur 28 ára reynslu í rekstri sæstrengja milli Bretlands og annarra landa. „Ég ráðlegg íslensku ríkisstjórninni að reyna að styðja þetta, ná samkomulagi um verkefnið og kanna hvort ríkin geti orðið ásátt um verkáætlun sem geri sæstreng að veruleika fyrir árið 2020.” Báðir aðilar geti hagnast. Bretland sé að komast í þá stöðu að þurfa að finna orku fyrir 2020. Svona verkefni sé framkvæmanlegt innan þess tíma.Sæstrengur gæti komið fyrir 2020, að mati fulltrúa National Grid.Hann segir að sæstrengur upp á 400-500 milljarða króna kalli á alþjóðlega fjárfesta og þá muni ekki skorta. National Grid hafi rætt við stóra fjárfestingarsjóði um sæstreng til Íslands. „Við höfum kynnt íslenska verkefnið sem hugsanlegan fjárfestingakost og ég get sagt í dag að það er mikill áhugi á að fjárfesta í þessu verkefni,” sagði Paul Johnson.Ragnheiður Elín glettist við fulltrúa National Grid í dag þegar hún tók undir spurningu úr sal um hvort fyrsta skrefið ætti að vera afsökunarbeiðni vegna hryðjuverkalaga.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst hafa fullan skilning á óþreyju Breta. „Ég efast ekki um áhuga og ákafa Breta í að leysa orkuvanda sinn, en í sannleika sagt er það skylda okkar að tryggja að íslenska orkustefnan þjóni íslensku þjóðinni fyrst og fremst. Þú verður að afsaka það,” sagði hún. Og þegar spurning kom úr sal hvort fyrst þyrfti afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga gegn Íslendingum glettist ráðherrann: „Það gæti orðið fyrsta skrefið til að þoka þessu verkefni áfram.“ Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Þróunarstjóri helsta raforkufyrirtækis Bretlands segir að sæstrengur milli Íslands og Bretlands geti verið tilbúinn innan sjö ára og hvetur stjórnvöld ríkjanna til að hefja nú þegar formlegar viðræður um verkefnið. Sorrý, segir Ragnheiður Elín við Bretana,- en Íslendingar verða í forgangi. Sæstrengur er ein stærsta pólitíska og viðskiptalega ákvörðun sem Íslendingar standa frammi fyrir. Á fundi sem Bresk-íslenska viðskiptaráðið stóð fyrir á Hilton Nordica-hóteli í Reykjavík í morgun sagði talsmaður Landsnets þeirra Breta að nú væri rétti tíminn fyrir ríkisstjórnir landanna að koma að málinu, svo frekari undirbúningsvinna geti haldð áfram. „Við þurfum að hefja viðræður á milli ríkisstjórnanna tveggja,“ segir Paul Johnson, þróunarstjóri National Grid, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en fyrirtækið hefur 28 ára reynslu í rekstri sæstrengja milli Bretlands og annarra landa. „Ég ráðlegg íslensku ríkisstjórninni að reyna að styðja þetta, ná samkomulagi um verkefnið og kanna hvort ríkin geti orðið ásátt um verkáætlun sem geri sæstreng að veruleika fyrir árið 2020.” Báðir aðilar geti hagnast. Bretland sé að komast í þá stöðu að þurfa að finna orku fyrir 2020. Svona verkefni sé framkvæmanlegt innan þess tíma.Sæstrengur gæti komið fyrir 2020, að mati fulltrúa National Grid.Hann segir að sæstrengur upp á 400-500 milljarða króna kalli á alþjóðlega fjárfesta og þá muni ekki skorta. National Grid hafi rætt við stóra fjárfestingarsjóði um sæstreng til Íslands. „Við höfum kynnt íslenska verkefnið sem hugsanlegan fjárfestingakost og ég get sagt í dag að það er mikill áhugi á að fjárfesta í þessu verkefni,” sagði Paul Johnson.Ragnheiður Elín glettist við fulltrúa National Grid í dag þegar hún tók undir spurningu úr sal um hvort fyrsta skrefið ætti að vera afsökunarbeiðni vegna hryðjuverkalaga.Mynd/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra kvaðst hafa fullan skilning á óþreyju Breta. „Ég efast ekki um áhuga og ákafa Breta í að leysa orkuvanda sinn, en í sannleika sagt er það skylda okkar að tryggja að íslenska orkustefnan þjóni íslensku þjóðinni fyrst og fremst. Þú verður að afsaka það,” sagði hún. Og þegar spurning kom úr sal hvort fyrst þyrfti afsökunarbeiðni frá breskum stjórnvöldum vegna hryðjuverkalaga gegn Íslendingum glettist ráðherrann: „Það gæti orðið fyrsta skrefið til að þoka þessu verkefni áfram.“
Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira