Bjóða bankalaus kortaviðskipti Haraldur Guðmundsson skrifar 5. desember 2013 07:15 Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri iKort, segir að inneignarkortum fari ört fjölgandi í heiminum. Fréttablaðið/Daníel. „Það eru greinilega hópar fólks sem sjá þörf á því að geta stundað viðskipti án þess að vera með reikning í banka og velja kort sem fer ekki í manngreinarálit,“ segir Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri iKort. Fyrirtækið hóf nýverið dreifingu á greiðslukortinu iKort, sem er frábrugðið öðrum kortum að því leyti að það er ekki tengt við bankareikning. Það er inneignarkort sem er gefið út á vegum breska fyrirtækisins Prepaid Financial Services, sem lýtur að sögn Ingólfs eftirliti breska fjármálaeftirlitsins. „Korthafi þarf því ekki leyfi viðskiptabankanna til að stofna eða nota kortið eða fara í greiðslumat. Það eru yfir þrjátíu þúsund aðilar sem fá ekki greiðslukort í dag og margir þeirra eru búnir að fara í gegnum erfiða tíma og eru ekki alltaf ánægðir með sinn viðskiptabanka. Síðan er fullt af fólki sem vill ekki nota sín greiðslukort þegar það verslar á netinu,“ segir Ingólfur og tekur fram að það séu fyrst og fremst þessir tveir hópar fólks sem hafi sótt um kortið. „Við erum ekki í útlánastarfsemi enda erum við bara tvö sem störfum á skrifstofunni. Fyrirtækið er ekki vörsluaðili þeirra fjármuna sem notendur leggja inn á kortin en fyrirtækið hefur hins vegar stofnað sérstakan reikning í viðskiptabanka þar sem inneignirnar eru geymdar.“ Spurður um hvaðan hugmyndin að dreifingu kortsins hér á landi sé komin segir Ingólfur að hún sé upphaflega komin frá Viktori Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Kreditkorta hf. Hann segir einnig að kortið sé fyrsta greiðslukort sinnar tegundar hér á landi. „Þetta er sú tegund korta sem er að vaxa hvað mest í heiminum í dag. Kortið er alþjóðlegt og það er hægt að nota það á yfir 32 milljón stöðum í heiminum og þar með talið í hraðbönkum þar sem Mastercard er með samninga. Korthafar þurfa því ekki að sækja um ferðagjaldeyri í reiðufé áður en farið er til útlanda og einnig er hægt að nota það til að koma peningum til vina og vandamanna í útlöndum,“ segir Ingólfur. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
„Það eru greinilega hópar fólks sem sjá þörf á því að geta stundað viðskipti án þess að vera með reikning í banka og velja kort sem fer ekki í manngreinarálit,“ segir Ingólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri iKort. Fyrirtækið hóf nýverið dreifingu á greiðslukortinu iKort, sem er frábrugðið öðrum kortum að því leyti að það er ekki tengt við bankareikning. Það er inneignarkort sem er gefið út á vegum breska fyrirtækisins Prepaid Financial Services, sem lýtur að sögn Ingólfs eftirliti breska fjármálaeftirlitsins. „Korthafi þarf því ekki leyfi viðskiptabankanna til að stofna eða nota kortið eða fara í greiðslumat. Það eru yfir þrjátíu þúsund aðilar sem fá ekki greiðslukort í dag og margir þeirra eru búnir að fara í gegnum erfiða tíma og eru ekki alltaf ánægðir með sinn viðskiptabanka. Síðan er fullt af fólki sem vill ekki nota sín greiðslukort þegar það verslar á netinu,“ segir Ingólfur og tekur fram að það séu fyrst og fremst þessir tveir hópar fólks sem hafi sótt um kortið. „Við erum ekki í útlánastarfsemi enda erum við bara tvö sem störfum á skrifstofunni. Fyrirtækið er ekki vörsluaðili þeirra fjármuna sem notendur leggja inn á kortin en fyrirtækið hefur hins vegar stofnað sérstakan reikning í viðskiptabanka þar sem inneignirnar eru geymdar.“ Spurður um hvaðan hugmyndin að dreifingu kortsins hér á landi sé komin segir Ingólfur að hún sé upphaflega komin frá Viktori Ólafssyni, fyrrverandi forstjóra Kreditkorta hf. Hann segir einnig að kortið sé fyrsta greiðslukort sinnar tegundar hér á landi. „Þetta er sú tegund korta sem er að vaxa hvað mest í heiminum í dag. Kortið er alþjóðlegt og það er hægt að nota það á yfir 32 milljón stöðum í heiminum og þar með talið í hraðbönkum þar sem Mastercard er með samninga. Korthafar þurfa því ekki að sækja um ferðagjaldeyri í reiðufé áður en farið er til útlanda og einnig er hægt að nota það til að koma peningum til vina og vandamanna í útlöndum,“ segir Ingólfur.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira