Álverið framleiðir nú fimmfalt meira Haraldur Guðmundsson skrifar 9. desember 2013 07:30 Framleiðsluaukningin byggist fyrst og fremst á tækninýjungum og því verður kerskáli álversins ekki stækkaður. Frettabladid/Vilhelm. Framkvæmdir við breytingar á álveri Norðuráls á Grundartanga hafa aukið framleiðslugetu þess um átta þúsund tonn á ári. Álverið getur nú framleitt 295 þúsund tonn af áli á ári, eða fimmfalt meira en árið 1998 þegar það hóf framleiðslu. „Framleiðsluaukningin á þessu ári kemur eingöngu í gegnum það að við náðum að hækka straum á kerum álversins með því að stækka aðveitustöðvar og bæta við nýjum rafbúnaði,“ segir Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Norðuráls. Í desember í fyrra fór fyrirtækið í kostnaðarsamt fjárfestingarverkefni og er nú stærsta verkþættinum sem Ágúst lýsir lokið. Verkefnið hefur til þessa kostað um þrjá milljarða króna. Ágúst segir að heildarkostnaður þess verði tíu til tólf milljarðar. Bæta á rekstraröryggi álversins og auka framleiðslu um allt að fimmtíu þúsund tonn á ári með straumhækkun. Móðurfélag Norðuráls, Century Aluminum, keypti að auki rafskautaverksmiðju í Hollandi fyrir átta milljarða króna sem mun framleiða ný og stærri rafskaut fyrir álverið. „Nú þegar við erum búin að reisa þessar sextán hundruð fermetra byggingar og tengja allan rafbúnað eru næstu skref fólgin í breytingum á skautsmiðju álversins. Það er stórt verkefni og svo eru ýmis smærri verkefni sem við erum að vinna í.“ Ágúst segir erfitt að spá um verklok. Þau ráðist af því hversu vel gengur að auka rafstrauminn inn í álverið. „Planið er að við verðum í því að auka strauminn næstu tvö til þrjú árin,“ segir Ágúst. Rekstur Norðuráls skilaði um sex milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Álverð hefur lækkað talsvert frá árinu 2011. Ágúst segir að rekstur álversins á Grundartanga hafi gengið ágætlega það sem af er ári. „Við höfum hagrætt og þessi framleiðsluaukning bætir reksturinn. Við erum að fara inn í þessa fjárfestingu af því að það er mikil eftirspurn eftir áli á okkar mörkuðum þó að verðið sé tiltölulega lágt í augnablikinu. Álverð sveiflast alltaf en við horfum á vöxtinn sem er framundan,“ segir hann. Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Framkvæmdir við breytingar á álveri Norðuráls á Grundartanga hafa aukið framleiðslugetu þess um átta þúsund tonn á ári. Álverið getur nú framleitt 295 þúsund tonn af áli á ári, eða fimmfalt meira en árið 1998 þegar það hóf framleiðslu. „Framleiðsluaukningin á þessu ári kemur eingöngu í gegnum það að við náðum að hækka straum á kerum álversins með því að stækka aðveitustöðvar og bæta við nýjum rafbúnaði,“ segir Ágúst F. Hafberg, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Norðuráls. Í desember í fyrra fór fyrirtækið í kostnaðarsamt fjárfestingarverkefni og er nú stærsta verkþættinum sem Ágúst lýsir lokið. Verkefnið hefur til þessa kostað um þrjá milljarða króna. Ágúst segir að heildarkostnaður þess verði tíu til tólf milljarðar. Bæta á rekstraröryggi álversins og auka framleiðslu um allt að fimmtíu þúsund tonn á ári með straumhækkun. Móðurfélag Norðuráls, Century Aluminum, keypti að auki rafskautaverksmiðju í Hollandi fyrir átta milljarða króna sem mun framleiða ný og stærri rafskaut fyrir álverið. „Nú þegar við erum búin að reisa þessar sextán hundruð fermetra byggingar og tengja allan rafbúnað eru næstu skref fólgin í breytingum á skautsmiðju álversins. Það er stórt verkefni og svo eru ýmis smærri verkefni sem við erum að vinna í.“ Ágúst segir erfitt að spá um verklok. Þau ráðist af því hversu vel gengur að auka rafstrauminn inn í álverið. „Planið er að við verðum í því að auka strauminn næstu tvö til þrjú árin,“ segir Ágúst. Rekstur Norðuráls skilaði um sex milljarða króna hagnaði á síðasta ári. Álverð hefur lækkað talsvert frá árinu 2011. Ágúst segir að rekstur álversins á Grundartanga hafi gengið ágætlega það sem af er ári. „Við höfum hagrætt og þessi framleiðsluaukning bætir reksturinn. Við erum að fara inn í þessa fjárfestingu af því að það er mikil eftirspurn eftir áli á okkar mörkuðum þó að verðið sé tiltölulega lágt í augnablikinu. Álverð sveiflast alltaf en við horfum á vöxtinn sem er framundan,“ segir hann.
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira