Viðskipti innlent

Ræða við Landsvirkjun vegna álvers á Bakka

Haraldur Guðmundsson skrifar
Klappir Development vill reisa 120 þúsund tonna álver á Bakka við Húsavík
Klappir Development vill reisa 120 þúsund tonna álver á Bakka við Húsavík Mynd/Pjetur.
„Ég myndi segja að verkefnið sé mjög langt komið. Við erum að ræða við Landsvirkjun um orkusölu og þau mál eru í góðum farvegi og ég reikna með því að þegar við verðum búnir að ljúka því verði gefin út sameiginleg yfirlýsing," segir Ingvar Unnsteinn Skúlason, framkvæmdastjóri íslenska félagsins Klappir Development.

Félagið tilkynnti í september síðastliðnum að það hefði áhuga á að byggja og reka 120 þúsund tonna álver á Bakka við Húsavík. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að fulltrúar þess hafi unnið að undirbúningi álversins um tveggja ára skeið. „Í áætlunum félagsins er gert ráð fyrir að starfsemi geti hafist árið 2016-17, en slíkt ræðst af samningum um afhendingu á raforku og endanlega fjármögnun," segir í tilkynningunni.

Ingvar hefur áður sagt að Kínverski þróunarbankinn sé reiðubúinn að fjármagna uppbyggingu álversins. Heildarfjárfesting í verkefninu er áætluð um 400 milljónir dala, eða um 47 milljarðar íslenskra króna. 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×