Lausafjárstaða ríkissjóðs ekki verið lægri frá hruni Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2013 13:15 Steingrímur J. Sigfússon segir ekki sé komið að hættumörkum. Handbært fé ríkissjóðs er 84, 3 milljarðar og hefur það ekki verið minna frá hruni. Samkvæmt stefnu í lánamálum ríkisins, 2013-2016, kemur fram að handbært fé, í krónum, á innlánsreikningum ríkissjóðs nemi á hverjum tíma a.m.k. 80 milljörðum íslenskra króna. „Útaf fyrir sig voru menn á því að þetta væri í raun heldur rífleg staða á sínum tíma þegar lausafjárstaða ríkissjóðs var á annan hundrað milljarða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon , fyrrverandi fjármálaráðherra, í samtali við Vísir. Steingrímur, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, situr nú á Alþingi, í stjórnarandstöðu. „Þá var í raun komið að efri mörkum á því sem þyrfti að vera. Það eru vissulega ákveðin öryggismörk í þessari stefnu sem við settum fram á sínum tíma. Stefnan kemur inn á það að ríkið sé aldrei í neinni pressu varðandi útgáfu og endurnýjun ríkisvíxla. Það verður samt sem áður að hafa það í huga að meðan ég var fjármálaráðherra og held ég að það sé áfram viðmiðið að menn hafa verið að lengja í lánasafninu. Lausafjárstaðan þarf samt að skoða í samhengi við að fjármögnun ríkisins er orðin betur tryggð og hafa menn verið að lengja í lánasafninu. Það er í raun beint efnislegt mótvægi við að hafa mjög rúma lausafjárstöðu. Lausafjárstaðan þarf að vera vel rúm miðað við stöðu ríkisvíxla og skammtímapappíra.“ Ef litið er á stöðu ríkissjóðs um áramót undanfarin fjögur ár þá er greinilegt að lausafjárstaðan fer minnkandi frá ári til árs. Frá hruni hefur lausafjárstaðan verið lægst 130,050 milljarðar, um áramótin 2010-2011, og mest 168,723 milljarðar, um áramótin 2008-09. Um síðustu mánaðarmót var lausafjárstaðan rúmlega 84 milljarðar þegar aðeins eitt útboð er eftir af árinu en það fer fram á föstudaginn. Því má gera ráð fyrir að hún hækki ekki ýkja mikið fyrir áramót. Steingrímur var fjármálaráðherra á árunum 2009 til 2011 en Oddný G. Harðardóttir var síðan í embættinu til loks ársins 2012 þegar Katrín Júlíusdóttir tók við og var út síðasta kjörtímabil. „Við riðum á vaðið að tilkynna með formlegum hætti útgáfuáætlun og rökstyðja hana. Hún byggir á ákveðnu markmiðum. Við unnum mikið að því að styrkja þessa hlið í ráðuneytinu sjálfu á þessum tíma. Áður hafði hún að mestu leyti verið í höndum Seðlabankans en ég réði til að mynda Ingvar H. Ragnarsson á sínum tíma sem fór bara í þessi mál.“Hér má síðan sjá skýringarmynd frá Seðlabanka Íslands um þróunina í þessum málum. Í markmiðum ríkisins „Stefna í lánamálum ríkisins, 2013-2016“ kemur fram:3.3 Mælanleg markmiðSkýr og mælanleg markmið við stýringu lánamála meta sjálfbærni skulda ríkissjóðs. Markmiðin eru byggð á efnahagsáætlun stjórnvalda og ástandi þjóðarbúskaparins. Í samræmi við áætlun fyrir árin 2013-2016 er stefnt að því að:1. Heildarskuldir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði undir 70% árið 2016. Til lengri tíma er stefnt að því að skuldir verði lægri en 60% af VLF.2. Endurgreiðslur innlendra ríkisbréfa sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði lægra en 6%.3. Handbært fé, í krónum, á innlánsreikningum ríkissjóðs nemi á hverjum tíma a.m.k. 80 ma. kr.Þessi markmið eru háð endurskoðun forsendna um efnahagsmál og ríkisfjármál. Forsendur verða uppfærðar eftir því sem þurfa þykir. „Ég myndi ekki segja að staðan væri orðin hættuleg en ég held að menn þurfi núna að fara huga að því að lenda ekki niður fyrir þessi öryggismörk svo það sé enginn pressa á ríkinu. Það er mun þægilegri staða fyrir ríkið að vera aldrei með neina pressu á sér og forðast um fram allt að lenda í þeirri stöðu eins og Spánverjar, Ítalir og Grikkir. Þar veit allur markaðurinn að ríkið verður hreinlega að selja í útgáfu. Þá er komið að gjalddögum á pappírum og bréfum og lausafjárstaðan er svo tæp að þessi ríki verða að fara út á markaðinn og selja á þeim kjörum sem þar bjóðast. Það er því mikilvægt að vera með það rúma lausafjárstöðu svo það myndist aldrei neinn þrýstingur tengdum gjalddögum á ríkisvíxlum og skemmri tíma skuldabréfum.“ Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Handbært fé ríkissjóðs er 84, 3 milljarðar og hefur það ekki verið minna frá hruni. Samkvæmt stefnu í lánamálum ríkisins, 2013-2016, kemur fram að handbært fé, í krónum, á innlánsreikningum ríkissjóðs nemi á hverjum tíma a.m.k. 80 milljörðum íslenskra króna. „Útaf fyrir sig voru menn á því að þetta væri í raun heldur rífleg staða á sínum tíma þegar lausafjárstaða ríkissjóðs var á annan hundrað milljarða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon , fyrrverandi fjármálaráðherra, í samtali við Vísir. Steingrímur, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, situr nú á Alþingi, í stjórnarandstöðu. „Þá var í raun komið að efri mörkum á því sem þyrfti að vera. Það eru vissulega ákveðin öryggismörk í þessari stefnu sem við settum fram á sínum tíma. Stefnan kemur inn á það að ríkið sé aldrei í neinni pressu varðandi útgáfu og endurnýjun ríkisvíxla. Það verður samt sem áður að hafa það í huga að meðan ég var fjármálaráðherra og held ég að það sé áfram viðmiðið að menn hafa verið að lengja í lánasafninu. Lausafjárstaðan þarf samt að skoða í samhengi við að fjármögnun ríkisins er orðin betur tryggð og hafa menn verið að lengja í lánasafninu. Það er í raun beint efnislegt mótvægi við að hafa mjög rúma lausafjárstöðu. Lausafjárstaðan þarf að vera vel rúm miðað við stöðu ríkisvíxla og skammtímapappíra.“ Ef litið er á stöðu ríkissjóðs um áramót undanfarin fjögur ár þá er greinilegt að lausafjárstaðan fer minnkandi frá ári til árs. Frá hruni hefur lausafjárstaðan verið lægst 130,050 milljarðar, um áramótin 2010-2011, og mest 168,723 milljarðar, um áramótin 2008-09. Um síðustu mánaðarmót var lausafjárstaðan rúmlega 84 milljarðar þegar aðeins eitt útboð er eftir af árinu en það fer fram á föstudaginn. Því má gera ráð fyrir að hún hækki ekki ýkja mikið fyrir áramót. Steingrímur var fjármálaráðherra á árunum 2009 til 2011 en Oddný G. Harðardóttir var síðan í embættinu til loks ársins 2012 þegar Katrín Júlíusdóttir tók við og var út síðasta kjörtímabil. „Við riðum á vaðið að tilkynna með formlegum hætti útgáfuáætlun og rökstyðja hana. Hún byggir á ákveðnu markmiðum. Við unnum mikið að því að styrkja þessa hlið í ráðuneytinu sjálfu á þessum tíma. Áður hafði hún að mestu leyti verið í höndum Seðlabankans en ég réði til að mynda Ingvar H. Ragnarsson á sínum tíma sem fór bara í þessi mál.“Hér má síðan sjá skýringarmynd frá Seðlabanka Íslands um þróunina í þessum málum. Í markmiðum ríkisins „Stefna í lánamálum ríkisins, 2013-2016“ kemur fram:3.3 Mælanleg markmiðSkýr og mælanleg markmið við stýringu lánamála meta sjálfbærni skulda ríkissjóðs. Markmiðin eru byggð á efnahagsáætlun stjórnvalda og ástandi þjóðarbúskaparins. Í samræmi við áætlun fyrir árin 2013-2016 er stefnt að því að:1. Heildarskuldir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði undir 70% árið 2016. Til lengri tíma er stefnt að því að skuldir verði lægri en 60% af VLF.2. Endurgreiðslur innlendra ríkisbréfa sem hlutfall af vergri landsframleiðslu verði lægra en 6%.3. Handbært fé, í krónum, á innlánsreikningum ríkissjóðs nemi á hverjum tíma a.m.k. 80 ma. kr.Þessi markmið eru háð endurskoðun forsendna um efnahagsmál og ríkisfjármál. Forsendur verða uppfærðar eftir því sem þurfa þykir. „Ég myndi ekki segja að staðan væri orðin hættuleg en ég held að menn þurfi núna að fara huga að því að lenda ekki niður fyrir þessi öryggismörk svo það sé enginn pressa á ríkinu. Það er mun þægilegri staða fyrir ríkið að vera aldrei með neina pressu á sér og forðast um fram allt að lenda í þeirri stöðu eins og Spánverjar, Ítalir og Grikkir. Þar veit allur markaðurinn að ríkið verður hreinlega að selja í útgáfu. Þá er komið að gjalddögum á pappírum og bréfum og lausafjárstaðan er svo tæp að þessi ríki verða að fara út á markaðinn og selja á þeim kjörum sem þar bjóðast. Það er því mikilvægt að vera með það rúma lausafjárstöðu svo það myndist aldrei neinn þrýstingur tengdum gjalddögum á ríkisvíxlum og skemmri tíma skuldabréfum.“
Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira