Viðskipti innlent

256 þinglýsingar á landsbyggðinni

Haraldur Guðmundsson skrifar
Fasteignasala á Akureyri velti 1,6 milljörðum íslenskra króna í nóvember.
Fasteignasala á Akureyri velti 1,6 milljörðum íslenskra króna í nóvember. Mynd/Vilhelm.
Alls 256 samningum vegna fasteignakaupa utan höfuðborgarsvæðisins var þinglýst í nóvember.

Heildarvelta samninganna nam 4,8 milljörðum króna, að því er segir á vef Þjóðskrár Íslands.

Veltan var mest á Norðurlandi, eða um tveir milljarðar króna. Þar var 92 samningum þinglýst og af þeim voru 67 vegna fasteigna á Akureyri. 59 samningar skiluðu sér til sýslumanna á Suðurlandi og þar af voru samningar vegna eigna á Árborgarsvæðinu, sem nær yfir sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus, 36 talsins. Fasteignasala á Vestfjörðum rak síðan lestina með tíu kaupsamninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×