Viðsnúningur í framleiðslu og mesti hagvöxtur frá hruni Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. desember 2013 19:11 Hagvöxtur á Íslandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs mældist 4,9 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og er niðurstaðan langt umfram spár. Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni. Um þetta segir í greiningu Arion banka: „Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni en einnig má benda á að annar og þriðji ársfjórðungur þessa árs mynda bestu samliggjandi fjórðunga frá því fyrir kreppu.“ Þetta er merkilega mikið í alþjóðlegum samanburði. Fréttastofa Stöðvar 2 kynnti sér tölfræði. Þetta eru staðfestar tölur frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins: Evrusvæðið (þau 17 ríki sem nota evruna) -0,4% samdráttur ESB (ríkin 28) 0,1% Bandaríkin 1,6% Noregur 1,9% Sviss 1,9% Japan 2,6% Ísland 4,9%. Regína Bjarnadóttir, aðalhagfræðingur Arion banka segir þetta koma ánægjulega á óvart.Hvað þýðir þetta eiginlega, er góðærið komið aftur? „Nei, það tel ég ekki en þetta eru einstaklega góðar tölur. Það sem ég tel jákvæðast við þetta er að hagvöxturinn er á mjög breiðum grundvelli. Við erum að sjá fjárfestingu aukast, útflutninginn og einkaneysluna. Við vorum hrædd um að hagvöxtur seinni hluta ársins yrði aðallega drifinn áfram af einkaneyslu en þetta er á miklu breiðari grunni sem er mjög jákvætt fyrir áframhaldandi vöxt,“ segir Regína.Kemur þetta ekki dálítið á óvart því væntingavísitalan hækkaði í vor en lækkaði síðan mjög hratt í sumar og það voru kannski ekki teikn á lofti um svona tölur? „Jú, vissulega kemur þetta á óvart og þetta kemur held ég öllum greiningaraðilum á óvart. Flestar greiningardeildir voru að gera ráð fyrir hagvexti vel undir 3 prósentum fyrir árið. Við erum þegar komin með 3,1 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins þannig að það er augljóst að þetta er miklu hærra en greiningaraðilar sáu fyrir.“Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?Á fólk að sýna áfram ráðdeild? Hvað á fólk að lesa í þessar tölur? „Já, fólk á að sýna ráðdeild en þetta er kannski jákvætt fyrir hagvöxt næsta árs og tekjustreymi ríkissjóðs. Þannig að þetta styður frekar við fjárlagafrumvarp ríkisins.“ Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Hagvöxtur á Íslandi á þriðja ársfjórðungi þessa árs mældist 4,9 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og er niðurstaðan langt umfram spár. Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni. Um þetta segir í greiningu Arion banka: „Ekki hefur mælst meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi frá hruni en einnig má benda á að annar og þriðji ársfjórðungur þessa árs mynda bestu samliggjandi fjórðunga frá því fyrir kreppu.“ Þetta er merkilega mikið í alþjóðlegum samanburði. Fréttastofa Stöðvar 2 kynnti sér tölfræði. Þetta eru staðfestar tölur frá Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins: Evrusvæðið (þau 17 ríki sem nota evruna) -0,4% samdráttur ESB (ríkin 28) 0,1% Bandaríkin 1,6% Noregur 1,9% Sviss 1,9% Japan 2,6% Ísland 4,9%. Regína Bjarnadóttir, aðalhagfræðingur Arion banka segir þetta koma ánægjulega á óvart.Hvað þýðir þetta eiginlega, er góðærið komið aftur? „Nei, það tel ég ekki en þetta eru einstaklega góðar tölur. Það sem ég tel jákvæðast við þetta er að hagvöxturinn er á mjög breiðum grundvelli. Við erum að sjá fjárfestingu aukast, útflutninginn og einkaneysluna. Við vorum hrædd um að hagvöxtur seinni hluta ársins yrði aðallega drifinn áfram af einkaneyslu en þetta er á miklu breiðari grunni sem er mjög jákvætt fyrir áframhaldandi vöxt,“ segir Regína.Kemur þetta ekki dálítið á óvart því væntingavísitalan hækkaði í vor en lækkaði síðan mjög hratt í sumar og það voru kannski ekki teikn á lofti um svona tölur? „Jú, vissulega kemur þetta á óvart og þetta kemur held ég öllum greiningaraðilum á óvart. Flestar greiningardeildir voru að gera ráð fyrir hagvexti vel undir 3 prósentum fyrir árið. Við erum þegar komin með 3,1 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins þannig að það er augljóst að þetta er miklu hærra en greiningaraðilar sáu fyrir.“Hvað þýðir þetta fyrir heimilin í landinu?Á fólk að sýna áfram ráðdeild? Hvað á fólk að lesa í þessar tölur? „Já, fólk á að sýna ráðdeild en þetta er kannski jákvætt fyrir hagvöxt næsta árs og tekjustreymi ríkissjóðs. Þannig að þetta styður frekar við fjárlagafrumvarp ríkisins.“
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira