Fleiri fréttir

Nóbelsverðlaunahafi segir Grikkland verða að kveðja evruna

Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman segir að Grikkland verði að yfirgefa evrusamstarfið. Hann segir engan annan valkost í stöðunni en bendir sömuleiðis á að sá sem tekur þá ákvörðun fyrir Grikkland geti um leið kvatt stjórnmálaferil sinn.

Þorsteinn segir dóminn mikil vonbrigði

Þorsteinn Már Baldvinsson, stærsti eigandi Samherja, segir að dómur Hæstaréttar sem féll í dag feli beinlínis í sér að menn hafi ekki rétt á því að leita réttar síns fyrir dómstólum á meðan stjórnvald hefur mál enn til rannsóknar. Þorsteinn segir dóminn mikil vonbrigði enda hafi Samherji hreinlega sýnt fram á að útreikningar Seðlabankans sem byggt er á í málinu séu rangir.

Lækkun húsnæðislána kæmi niður á ríkissjóði

Skýrslu fjármálaráðherra um áhrif lækkunar höfuðstóls húsnæðislána var dreift á Alþingi í dag. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að verg niðurfærsla húsnæðislána um 10% myndi kosta 124 milljarða króna. 25% niðurfærsla myndi kosta 310 milljarða.

Færeyingar hagnast á olíuleit á Drekasvæðinu

Færeyingar leggja til tvö fylgdarskip í rannsóknarleiðangur sem nú er að hefjast vegna olíuleitar á Jan Mayen-hryggnum og sjá fram á að eyjarnar geti orðið áhugaverðar sem þjónustumiðstöð fyrir olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. Í frétt á færeyska olíuvefnum oljan.fo kemur fram að leiðangur rannsóknarskipsins Nordic Explorer nýtir Færeyjar sem þjónustuhöfn vegna hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum næstu þrjá mánuði.

Búnir greiða 43 prósent af forgangskröfum vegna Icesave

Eignir gamla Landsbankans eru nú metnar á tæplega 1.450 milljarða króna, 122 milljörðum króna meira en forgangskröfur vegna Icesave. Þá hefur bankinn greitt sem nemur fjörutíu og þremur prósentum af forgangskröfum vegna Icesave að því er fram kemur á heimasíðu þrotabús Landsbankans.

Jómfrúarflug WOW Air til Parísar - seinkaði um 45 mínútur

Fyrsta flug íslenska lággjaldaflugfélagsins WOW Air fór í loftið nú rétt fyrir hádegi. Stjórnarformaður segir við hæfi að hefja leik með því að fljúga til borgar draumanna. Fyrsta flugið virðist þó hafa seinkað lítillega, en samkvæmt upplýsingum á vef Keflavíkurflugvallar fór flugvélin á loft 45 mínútum eftir áætlaða brottför.

Þráðlaust net í vélum Icelandair

Icelandair undirritar í dag samning við bandaríska tæknifyrirtækið Row 44 um uppsetningu á þráðlausu interneti í flugflota Icelandair. Farþegar Icelandair mun því geta notað eigin tölvubúnað til að tengjast internetinu. Í tilkynningu frá Icelandair segir að gert sé ráð fyrir að vinna við þetta hefjist strax í haust og verði lokið haustið 2013.

Þjónustujöfnuður óhagstæður um 5 milljarða

Þjónustujöfnuður við útlönd var óhagstæður um 5,1 milljarð á fyrsta ársfjórðungi þessa árs að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar. Þar segir að útflutningur á á þjónustu hafi verið 64,5 milljarðar en innflutningur 69,6 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi var því neikvæður um 5,1 milljarð króna.

Verðbólgan 2,6 prósent í Evrópu

Verðbólga á evrusvæðinu mældist 2,4 prósent í maí sl. samanborið við 2,6 prósent í apríl. Frá þessu greindi Hagstofu Evrópu, Eurostat, í morgun. Verðbólgan var minni en flestir greinendur höfðu spáð, að því er greint er frá á vefsíðu Wall Street Journal.

Morgunblaðið: Bakkavararbræður virðast nýta sér fjárfestingaleið SÍ

Félag í eigu Bakkavararbræðra, Korkur Invest ehf., virðist nýta sér fjárfestingaleið Seðlabanka Íslands til þess að kaupa fjórðungshlut í móðurfélagi Bakkavarar, en íslenskir lífeyrissjóðir töpuðu tugum milljarða á fjárfestingu í félaginu. Þetta kemur fram í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Hagnaður Íslandsbanka nam 5,6 milljörðum

Fyrsta árshlutauppgjör Íslandsbanka á árinu var birt í dag. Eigið fé bankans nam 129,4 milljörðum í lok tímabilsins og hækkaði um 5% á ársfjórðungnum. Eiginfjárhlutfall var 23,3% í lok tímabilsins, sem er töluvert umfram það 16% lágmark sem FME setur bankanum.

Vínilplötusala fimmfaldaðist á fyrstu mánuðum ársins

Sala á vínilplötunum fimmfaldaðist á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Árið í fyrra var þó metár en þá þrefaldaðist sala á vínilplötum. Þetta segir Ágúst Guðbjartsson, sem er framkvæmdastjóri Skífunnar. Hann segir að ný kynslóð sé að uppgvöta vínilinn og eldri kynslóðir farnar að dusta rykið af gömlum plötuspilurum.

Útgerðin segir veiðigjaldið bitna verst á heimilum landsins

Framkvæmdastjóri LÍÚ segir frumvarp um veiðigjald á endanum bitna verst á heimilunum í landinu. Þrátt fyrir að breytingatillögur atvinnuveganefndar nái fram að ganga eigi veiðigjaldið eftir að fimmfaldast innan örfárra ára. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær breytingatillögur sínar við ríkisstjórnarfrumvarp um veiðigjald. Afar skiptar skoðanir eru um áhrif mögulegra breytinga.

Héraðsdómur varð ekki við kröfu Ragnars Hall

Héraðsdómur Reykjavíkur varð ekki við kröfu Ragnars H. Hall hrl. um að slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans hf. ætti að segja af sér. Úrskurður þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 22. maí sl. en það var Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari sem komst að þessari niðurstöðu.

Nýtt fasteignafélag stofnað - FAST-1

VÍB, sem er eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, Contra fasteignaráðgjöf, Gildi - lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður Verzlunarmanna, Festa lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Tryggingamiðstöðin og Íslandsbanki standa að nýju fasteignafélagi, sem ber heitið FAST-1.

Skipti segja upp 17 manns

Skipti, móðurfélag Símans, ætlar að segja upp 17 starfsmönnum nú um mánaðamótin. Að auki munu 15 starfsmenn Mílu, sem er dótturfélag Skipta, flytjast yfir til Símans. Í tilkynningu frá Skiptum segir að á síðustu misserum hafi verið unnið að hagræðingu í rekstri Skiptasamstæðunnar sem miðar að því að bregðast við minnkandi rauntekjum á fjarskiptamarkaði samhliða verulegri kostnaðarverðbólgu innanlands. Hagræðingaraðgerðir hafi snert öll fyrirtæki samstæðunnar en stærstu dótturfyrirtækin eru Síminn, Míla og Skjárinn. Aðgerðirnar eiga að spara fyrirtækinu 500 milljónir króna.

Glitnir stefnir tugum og vill tuttugu milljarða króna

Slitastjórn Glitnis hefur höfðað tæplega 20 riftunarmál vegna gerninga sem áttu sér stað síðustu sex mánuðina áður en bankinn féll í október 2008. Sumir þeirra voru framkvæmdir rétt áður en að Glitnir fór í þrot. Málin, sem snúast um 20 milljarða króna, voru öll þingfest 24. maí síðastliðinn. Flest málin eru höfðuð gegn innlendum og erlendum fjármálastofnunum.

Bretar og Íslendingar í samstarf um sæstreng og jarðhita

Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands, og Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra undirrita síðdegis á morgun sameiginlega viljayfirlýsingu landanna um samstarf á sviði orkumála. Undirskriftin fer fram í Hellisheiðarvirkjun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem breska sendiráðið og iðnaðarráðuneytið sendu frá sér í dag.

Hlutabréf hér hafa hækkað meira en á hinum Norðurlöndunum

Hlutabréfaviðskipti eru að glæðast aftur hér á landi eftir að hafa nær algjörlega hrunið til grunna mánuðina fyrir hrunið í október 2008 og síðan í kjölfar þess. Þannig hefur vísitala hlutabréfaviðskipta hér á landi, OMXI6ISK, hækkað úr 909 í 1.070 frá áramótum eða um sem nemur tæplega 18 prósentum. Gengi bréfa í Icelandair, Marel og Högum hafa hækkað nokkuð frá áramótum.

Íslenska ríkið sýknað af kröfu þrotabús gamla Capacent

Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu þrotabús GH1, áður Capacent, um að það greiddi til baka 15,9 milljónir króna sem greiddar voru til ríkisins vegna skulda GH1 á opinberrum gjöldum skömmu fyrir þrot þess.

Grænar hækkunartölur í kauphöllinni

Gengi bréfa í félögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað Nasdaq í Kauphöll Íslands hefur hækkað hjá þeim flestum í dag. Þannig hefur gengi bréfa í Össuri hækkað um 1,92 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 212. Þá hefur gengi bréfa í Icelandair hækkað um 1,07 prósent og er gengi bréfa félagsins 6,6 þegar þetta er skrifað.

Stjórn CCP vill fá heimild til lántöku upp á 2,5 milljarða

Fyrir aðalfundi tölvuleikjaframleiðandans CCP liggur fyrir tillaga stjórnar félagsins um að það hafi heimild til "að taka skuldabréfalán allt að fjárhæð USD 20.000.000 til allt að fimm ára með breytirétti í hlutabréf á tilteknum kjörum og uppgreiðslurétti,“ eins og orðrétt segir í blaðaauglýsingu stjórnar CCP vegna aðalfundarins.

Hafa tekið yfirrekstur verðabréfa- fjárfestingasjóði Byrs

Í framhaldi af sameiningu Íslandsbanka og Byrs hafa Íslandssjóðir hf., dótturfyrirtæki Íslandsbanka, yfirtekið rekstur verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags Byrs að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Krugman: Evran var mistök

Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur New York Times, segir að evrusamstarfið hafi verið mistök. Evran sem slík og gallar á myntsamstarfinu hafi skapað þann vanda sem ríkin á svæðinu séu nú að glíma við.

Sparisjóðsskýrsla kemur með haustinu

Rannsóknarnefnd um starfsemi sparisjóðanna fyrir hrun hefur nú tekið skýrslur af sparissjóðsstjórum flestra sparisjóðanna. Skýrsla nefndarinnar, sem verður svipað upp byggð og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, kemur ekki út fyrir 1. júní eins og að var stefnt heldur með haustinu.

Óvíst að fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar sé raunhæf

Greining Arion banka segir óvíst að fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2013-2015 sé raunhæf. Í Markaðspunktum sínum í dag bendir Greining á að áætlunin eigi ekki að ganga á ríkisfjármálin heldur styðja við þau en gert sé ráð fyrir að fjárfestingar í áætluninni séu fjármagnaðar annars vegar með yfirvofandi hækkun veiðigjalds og hins vegar með arði og sölu eigna ríkisins.

Landsbankinn selur hlut sinn í Hampiðjunni

Landsbankinn hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu allan eignarhlut sinn í Hampiðjunni hf. eða sem nemur 10,93% af útgefnu hlutafé í félaginu. Markaðsviðskipti Landsbankans munu annast sölu hlutanna í opnu útboði byggt á undanþáguheimild frá útgáfu lýsingar í samræmi lög um verðbréfaviðskipti.

Rannsökuðu gjaldþol Milestone

Rannsóknir lögreglumannanna tveggja sem kærðir hafa verið ríkissaksóknara, fyrir brot á þagnarskyldu, tóku til margvíslegra þátta í starfsemi Milestone. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi.

Landsbankinn ræðst í niðurskurð - lokar útibúum

Landsbankinn mun ráðast í mikinn niðurskurð, sem felur meðal annars í sér lokun útibúa, á næstunni. Samkvæmt heimildum Vísis verður útibúum víða um land lokað. Ekki hafa fengist nákvæmari upplýsingar um þetta. Þegar óskað var eftir upplýsingum frá Kristjáni Kristjánssyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, um málið sagði hann að tilkynningar frá bankanum væri að vænta.

Telur að hann hafi átt að fá aðgang að gögnunum

Skiptastjóri þrotabús Milestone segir að öll þau gögn sem afhent voru á grundvelli rannsóknarinnar hafi annaðhvort verið í eigu þrotabúsins eða þrotabúinu heimilt að fá aðgang að þeim á grundvelli gjaldþrotalaga. Þetta segir í yfirlýsingu sem Grímur Sigurðsson skiptastjóri þrotabúsins sendi frá sér í dag.

OR semur um breytingar á afborgunum lána

Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Dexia Crédit Local bankann um breytingar á afborgunum lána, meðal annars seinkun gjalddaga árið 2013. Afborganirnar, sem samningurinn nær til, nema um 5,4 milljörðum króna. Samningurinn styrkir framkvæmd aðgerðaáætlunar OR og eigenda hennar sem samþykkt var vorið 2011 og unnið hefur verið eftir síðan. Jafnframt dregur úr þörf OR fyrir erlendan gjaldeyri næstu misserin.

Samherji kærir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar

Samherji hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, frá því í síðustu viku, til Hæstaréttar Íslands. Málið snýst um húsleit og haldlagningu gagna sem Seðlabanki Íslands framkvæmdi hjá Samherja í lok mars sl. Krafa Samherja í málinu lýtur að því að fá þær aðgerðir dæmdar ólögmætar og að Seðlabankanum verði gert að skila aftur haldlögðum gögnum. Héraðsdómur úrskurðaði í málinu 15. maí og hafnaði kröfu Samherja.

Rauðar tölur lækkunar í kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hjá félögum sem skráð eru á markað í Kauphöll Íslands hafa lækkað nokkuð í dag. Þannig hefur gengi bréfa í Össuri lækkað um tæplega 2 prósent og er nú 209. Gengi bréfa í Marel hefur lækkað um 0,32 prósent og er nú 156. Þá hefur gengi bréfa í Högum lækkað um 0,26 prósent og er nú 18,85.

Unnu skýrslu um gjaldþol Milestone - sinna rekstri á sviði rannsókna

Lögreglumennirnir tveir sem hafa verið kærðir til ríkissaksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræðum, reka fyrirtækið Pars Per Pars, sem sérhæfir sig í ýmis konar rannsóknum og vinnu fyrir þrotabú fjármálafyrirtækja og fjárfestingafélaga, auk annarra rannsóknarverkefna. Jón Óttar hefur m.a. sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands á sínu fagsviði.

Framtíð Lýsingar í húfi

Hæstiréttur kveður í dag upp dóm í máli fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar gegn Smákrönum. Málið snýst um það hvort gengistrygging svokallaðra fjármögnunarleigusamninga hafi verið lögleg eða ekki. Smákranar héldu því fram að gengistrygging lánssamningsins væri ólögleg og stefndi því Lýsingu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómur þar féll Smákrönum í hag en Lýsing undi ekki dómsniðurstöðunni og áfrýjaði því málinu til Hæstaréttar.

Jónas Fr: RNA hafði rangt fyrir sér

"Hæstiréttur staðfesti nýlega dóm fjölskipaðs héraðsdóms þar sem felld var úr gildi stjórnvaldssekt Fjármálaeftirlitsins á hendur EA fjárfestingafélagi (áður MP banka hf.) fyrir brot á reglum um stórar áhættuskuldbindingar (mál 593/2011). Dómurinn er athyglisverður því hann sýnir að Rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) var á villigötum í umfjöllun sinni um stórar áhættuskuldbindingar.“

Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar

Tveir fyrrum lögreglumenn sem störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Þeim er gefið að sök að hafa selt upplýsingar úr rannsókn embættisins til þriðja aðila.

Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing sýknað af kröfum Smákrana

Hæstiréttur sýknaði í dag fjármögnunarfyrirtækið Lýsingu af kröfum Smákrana vegna fjármögnunarleigusamnings sem gerður var fyrir bankahrun. Smákranar héldu því fram að gengistrygging lánssamningsins væri ólögleg og stefndi því Lýsingu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Dómur þar féll Smákrönum í hag en Lýsing undi ekki dómsniðurstöðunni og áfrýjaði því málinu til Hæstaréttar.

Reykjanesbær búinn að veita samþykki

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti fjárhagslega endurskipulagingu Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFF) á fundi sínum í síðustu viku. Sveitarfélagið verður langstærsti einstaki hluthafi félagsins eftir hana með 56,04 prósenta hlut.

179 umsóknir til að komast í tíu teymi

Alls bárust 179 umsóknir frá yfir 400 einstaklingum um þátttöku í Startup Reykjavík, örfjárfestingaverkefni Arion banka. Í næstu viku verður tilkynnt um hvaða tíu viðskiptateymi frumkvöðla munu verða valin til þátttöku í verkefninu.

Sjá næstu 50 fréttir