Sparisjóðsskýrsla kemur með haustinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. maí 2012 19:10 Rannsóknarnefnd um starfsemi sparisjóðanna fyrir hrun hefur nú tekið skýrslur af sparissjóðsstjórum flestra sparisjóðanna. Skýrsla nefndarinnar, sem verður svipað upp byggð og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, kemur ekki út fyrir 1. júní eins og að var stefnt heldur með haustinu. Samkvæmt þingsályktun um rannsókn á sparisjóðunum frá 11. júní í fyrra átti rannsóknarnefnd um málefni sparisjóðina fyrir hrun að skila niðurstöðum sínum fyrir hinn 1. júní næstkomandi. Nú er ljóst að þetta mun ekki nást, en þess skal getið að ekki var skipað í nefndina fyrr en þremur mánuðum eftir samþykkt þingsályktunartillögunnar um rannsóknina. Bjarni Frímann Karlsson, einn nefndarmanna, sagði í samtali við fréttastofu að það væri útilokað að nefndin myndi ljúka störfum fyrir 1. júní. Hann að ekki væri búið að fastsetja neina dagsetningu varðandi útgáfu skýrslunnar en líklegast kæmi hún út með haustinu. Rannsóknarnefndin fékk sömu rannsóknarheimildir og rannsóknarnefnd Alþingis. Hún getur kallað eftir þeim gögnum sem hún þarf og boðað menn í viðtöl. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er nú búið að taka skýrslu af flestum sparisjóðsstjórum íslenskra sparisjóða fyrir hrun. Skýrsla nefndarinnar verður með ítarlegum upplýsingum um útlán einstakra sparisjóða og þar með stærstu lántakendur en það eru upplýsingar sem að margra mati vantaði sárlega í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þegar hún kom út, en sú nefnd fékk ekki umboð til að fjalla um málefni sparisjóðanna. Alþingi ályktaði líka hinn 17. desember 2010 að hefja rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs frá aðdraganda breytinganna á fjármögnun og lánareglum hans sem hrint var í framkvæmd á árinu 2004 og til ársloka 2010, en í kjölfar rannsóknarinnar á að fara fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi sjóðsins og fjármögnun húsnæðislánakerfisins á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vinna nefndarinnar þokkalega á veg komin, en ekki liggur fyrir hvenær skýrslan kemur út. „Það má segja að umfangið hafi verið miklu meira en þingið gerði sér grein fyrir," segir Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, en hann er einn nefndarmanna í rannsóknarnefnd um málefni Íbúðalánasjóðs. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Rannsóknarnefnd um starfsemi sparisjóðanna fyrir hrun hefur nú tekið skýrslur af sparissjóðsstjórum flestra sparisjóðanna. Skýrsla nefndarinnar, sem verður svipað upp byggð og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, kemur ekki út fyrir 1. júní eins og að var stefnt heldur með haustinu. Samkvæmt þingsályktun um rannsókn á sparisjóðunum frá 11. júní í fyrra átti rannsóknarnefnd um málefni sparisjóðina fyrir hrun að skila niðurstöðum sínum fyrir hinn 1. júní næstkomandi. Nú er ljóst að þetta mun ekki nást, en þess skal getið að ekki var skipað í nefndina fyrr en þremur mánuðum eftir samþykkt þingsályktunartillögunnar um rannsóknina. Bjarni Frímann Karlsson, einn nefndarmanna, sagði í samtali við fréttastofu að það væri útilokað að nefndin myndi ljúka störfum fyrir 1. júní. Hann að ekki væri búið að fastsetja neina dagsetningu varðandi útgáfu skýrslunnar en líklegast kæmi hún út með haustinu. Rannsóknarnefndin fékk sömu rannsóknarheimildir og rannsóknarnefnd Alþingis. Hún getur kallað eftir þeim gögnum sem hún þarf og boðað menn í viðtöl. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar er nú búið að taka skýrslu af flestum sparisjóðsstjórum íslenskra sparisjóða fyrir hrun. Skýrsla nefndarinnar verður með ítarlegum upplýsingum um útlán einstakra sparisjóða og þar með stærstu lántakendur en það eru upplýsingar sem að margra mati vantaði sárlega í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þegar hún kom út, en sú nefnd fékk ekki umboð til að fjalla um málefni sparisjóðanna. Alþingi ályktaði líka hinn 17. desember 2010 að hefja rannsókn á starfsemi Íbúðalánasjóðs frá aðdraganda breytinganna á fjármögnun og lánareglum hans sem hrint var í framkvæmd á árinu 2004 og til ársloka 2010, en í kjölfar rannsóknarinnar á að fara fram heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi sjóðsins og fjármögnun húsnæðislánakerfisins á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er vinna nefndarinnar þokkalega á veg komin, en ekki liggur fyrir hvenær skýrslan kemur út. „Það má segja að umfangið hafi verið miklu meira en þingið gerði sér grein fyrir," segir Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri, en hann er einn nefndarmanna í rannsóknarnefnd um málefni Íbúðalánasjóðs.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira