Útgerðin segir veiðigjaldið bitna verst á heimilum landsins Erla Hlynsdóttir skrifar 30. maí 2012 19:05 Framkvæmdastjóri LÍÚ segir frumvarp um veiðigjald á endanum bitna verst á heimilunum í landinu. Þrátt fyrir að breytingatillögur atvinnuveganefndar nái fram að ganga eigi veiðigjaldið eftir að fimmfaldast innan örfárra ára. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær breytingatillögur sínar við ríkisstjórnarfrumvarp um veiðigjald. Afar skiptar skoðanir eru um áhrif mögulegra breytinga. „Okkur finnst ótrúlegt að eftir allar umsagnir sem hafa verið gefnar um veiðigjaldið og áhrif þess á fyrirtækin og samfélagið allt raunar, að enn sé ætlunin að taka 70 prósent af hagnaði veiða og vinnslu. Þannig að við erum í rauninn bara hálf sjokkeruð," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Í fréttum okkar í gær var haft eftir Einari K. Guðfinssyni, fulltrúa minnihlutans í nefndinni, að tillögur meirihlutans gangi það skammt að eftir sem áður sé veiðigjaldið þrefaldað, í stað þess að það verði fimmfaldað, eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu „Það er verið að tala um að þrefalda þetta sérstaka gjald núna á næsta fiskveiðiári. Síðan er svonefnd almennt gjald. Þannig að þá er þetta um fjórföldun. En síðan verður þetta hækkað og þá upp í sjötíu prósent af metnum hagnaði þannig að þá er þetta miklu meira en fimmföldun. Væntanlega nær sex sjö földum," segir Friðrik. Þannig verði staðan innan örfárra ára í raun enn verri á endanum fyrir útgerðirnar eftir að gjaldið er komið að fullu til framkvæmda.Útgerðin hefur nú í gegn um tíðina átt nóg af peningum. Er ekki bara kominn tími til að útgerðin leggi meira af mörkum? „Jú, auðvitað snýst þetta um það. Þetta snýst um að auka verðmætið, og það gerum við með vel reknum fyrirtækjum, með því að hagræða eins og við höfum gert, auka tekjurnar, og það skilar sér allt til heimilanna í landinu," svarar Friðrik. Hann segir ekkert í frumvarpinu auka tekjurnar. „Þannig að endanum kemur þetta niður á heimilunum í landinu með því að tekjurnar sem við fáum út úr þessari auðlind eru minni." Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Framkvæmdastjóri LÍÚ segir frumvarp um veiðigjald á endanum bitna verst á heimilunum í landinu. Þrátt fyrir að breytingatillögur atvinnuveganefndar nái fram að ganga eigi veiðigjaldið eftir að fimmfaldast innan örfárra ára. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis kynnti í gær breytingatillögur sínar við ríkisstjórnarfrumvarp um veiðigjald. Afar skiptar skoðanir eru um áhrif mögulegra breytinga. „Okkur finnst ótrúlegt að eftir allar umsagnir sem hafa verið gefnar um veiðigjaldið og áhrif þess á fyrirtækin og samfélagið allt raunar, að enn sé ætlunin að taka 70 prósent af hagnaði veiða og vinnslu. Þannig að við erum í rauninn bara hálf sjokkeruð," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Í fréttum okkar í gær var haft eftir Einari K. Guðfinssyni, fulltrúa minnihlutans í nefndinni, að tillögur meirihlutans gangi það skammt að eftir sem áður sé veiðigjaldið þrefaldað, í stað þess að það verði fimmfaldað, eins og gert var ráð fyrir í frumvarpinu „Það er verið að tala um að þrefalda þetta sérstaka gjald núna á næsta fiskveiðiári. Síðan er svonefnd almennt gjald. Þannig að þá er þetta um fjórföldun. En síðan verður þetta hækkað og þá upp í sjötíu prósent af metnum hagnaði þannig að þá er þetta miklu meira en fimmföldun. Væntanlega nær sex sjö földum," segir Friðrik. Þannig verði staðan innan örfárra ára í raun enn verri á endanum fyrir útgerðirnar eftir að gjaldið er komið að fullu til framkvæmda.Útgerðin hefur nú í gegn um tíðina átt nóg af peningum. Er ekki bara kominn tími til að útgerðin leggi meira af mörkum? „Jú, auðvitað snýst þetta um það. Þetta snýst um að auka verðmætið, og það gerum við með vel reknum fyrirtækjum, með því að hagræða eins og við höfum gert, auka tekjurnar, og það skilar sér allt til heimilanna í landinu," svarar Friðrik. Hann segir ekkert í frumvarpinu auka tekjurnar. „Þannig að endanum kemur þetta niður á heimilunum í landinu með því að tekjurnar sem við fáum út úr þessari auðlind eru minni."
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira