Krugman: Evran var mistök Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2012 12:00 Paul Krugman er einn af virtustu hagfræðingum í heimi, en hann hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2008. Hann var meðal gesta á ráðstefnu íslenskra stjórnvalda og AGS í Hörpu í nóvember sl. Krugman hefur skrifað fasta pistla í New York Times frá árinu 1999. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur New York Times, segir að evrusamstarfið hafi verið mistök. Evran sem slík og gallar á myntsamstarfinu hafi skapað þann vanda sem ríkin á svæðinu séu nú að glíma við. Krugman lýsir þessum viðhorfum í samtali við Martin Wolf í Financial Times. Krugman, sem er Bandaríkjamaður, segir aðspurður að Evrópska myntbandalagið og upphaf evrusamstarfsins, sem vísir var lagður að með undirritun Maastricht sáttmálans árið 1992, hafi verið mistök. Krugman segir að reglulega spyrji menn sig hvað hafi orsakað fjármálakreppuna á evrusvæðinu. Hann segir að vandinn hafi í raun verið skrifaður í skýin frá þeim degi sem Maastricht-sáttmálinn var undirritaður. Hann segir að evrusamstarfið virki ekki í grundvallaratriðum, en segir að leysa megi vanda margra með hærri verðbólgumarkmiðum. Krugman segir í viðtalinu að evran sem slík hafi skapað hin óreglulegu áföll sem séu í raun að ganga að evrusamstarfinu dauðu, þ.e upptaka evrunnar hafi skapað mikið innflæði fjármagns í ríkjunum sem noti gjaldmiðilinn og þær aðstæður séu meðal annars rót vandans. Ljóst er að brotthvarf Grikkja úr evrusamstarfinu er ekki lengur fjarlægur möguleiki, því Evrópski fjárfestingarbankinn hefur þegar látið breyta ákvæðum í lánasamningum við grísk fyrirtæki um hvernig beri að fara með samningana ef Grikkir hætta í Evrópska myntbandalaginu og taka upp drökmuna að nýju. Martin Wolf, einn af leiðarahöfundum Financial Times og sá sem tók viðtalið við Krugman, hefur margsinnis lýst efasemdum sínum opinberlega um ágæti evrunnar. Hann og fleiri hagfræðingar hafa spáð brotthvarfi ríkja af evrusvæðinu, en spár þeirra hafa aldrei ræst. Sjá viðtalið við Krugman hér. Á sama tíma og Krugman lét ummælin um evruna falla lýsti Vince Cable, efnahagsráðherra Bretlands, því yfir að Bretar ættu að draga lærdóm af miklum árangri Þjóðverja og reyna að læra eitthvað af þeim vegna sterks efnahags þeirra fremur en að messa yfir öðrum ríkjum á evrusvæðinu um vanda skuldsettra ríkja. Cable, sem nýkominn er frá Þýskalandi þar sem hann var í opinberri heimsókn ásamt Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði að það væri ekki viðeigandi að Bretar væru að segja ríkjunum á evrusvæðinu til. Hann sagðist hafa nálgast ferðina til Þýskalands af auðmýkt. Ummæli Cable eru athyglisverð fyrir þær sakir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur talað digurbarkalega um að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að koma með afgerandi áætlun til að leysa vanda Grikkja. Nánar hér.thorbjorn@stod2.is Nóbelsverðlaun Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira
Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur New York Times, segir að evrusamstarfið hafi verið mistök. Evran sem slík og gallar á myntsamstarfinu hafi skapað þann vanda sem ríkin á svæðinu séu nú að glíma við. Krugman lýsir þessum viðhorfum í samtali við Martin Wolf í Financial Times. Krugman, sem er Bandaríkjamaður, segir aðspurður að Evrópska myntbandalagið og upphaf evrusamstarfsins, sem vísir var lagður að með undirritun Maastricht sáttmálans árið 1992, hafi verið mistök. Krugman segir að reglulega spyrji menn sig hvað hafi orsakað fjármálakreppuna á evrusvæðinu. Hann segir að vandinn hafi í raun verið skrifaður í skýin frá þeim degi sem Maastricht-sáttmálinn var undirritaður. Hann segir að evrusamstarfið virki ekki í grundvallaratriðum, en segir að leysa megi vanda margra með hærri verðbólgumarkmiðum. Krugman segir í viðtalinu að evran sem slík hafi skapað hin óreglulegu áföll sem séu í raun að ganga að evrusamstarfinu dauðu, þ.e upptaka evrunnar hafi skapað mikið innflæði fjármagns í ríkjunum sem noti gjaldmiðilinn og þær aðstæður séu meðal annars rót vandans. Ljóst er að brotthvarf Grikkja úr evrusamstarfinu er ekki lengur fjarlægur möguleiki, því Evrópski fjárfestingarbankinn hefur þegar látið breyta ákvæðum í lánasamningum við grísk fyrirtæki um hvernig beri að fara með samningana ef Grikkir hætta í Evrópska myntbandalaginu og taka upp drökmuna að nýju. Martin Wolf, einn af leiðarahöfundum Financial Times og sá sem tók viðtalið við Krugman, hefur margsinnis lýst efasemdum sínum opinberlega um ágæti evrunnar. Hann og fleiri hagfræðingar hafa spáð brotthvarfi ríkja af evrusvæðinu, en spár þeirra hafa aldrei ræst. Sjá viðtalið við Krugman hér. Á sama tíma og Krugman lét ummælin um evruna falla lýsti Vince Cable, efnahagsráðherra Bretlands, því yfir að Bretar ættu að draga lærdóm af miklum árangri Þjóðverja og reyna að læra eitthvað af þeim vegna sterks efnahags þeirra fremur en að messa yfir öðrum ríkjum á evrusvæðinu um vanda skuldsettra ríkja. Cable, sem nýkominn er frá Þýskalandi þar sem hann var í opinberri heimsókn ásamt Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði að það væri ekki viðeigandi að Bretar væru að segja ríkjunum á evrusvæðinu til. Hann sagðist hafa nálgast ferðina til Þýskalands af auðmýkt. Ummæli Cable eru athyglisverð fyrir þær sakir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur talað digurbarkalega um að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að koma með afgerandi áætlun til að leysa vanda Grikkja. Nánar hér.thorbjorn@stod2.is
Nóbelsverðlaun Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira