Fleiri fréttir Vöxtur sjávarútvegsins á nýjum stöðum Töluverð tækifæri liggja í því að nýta betur fisk sem veiddur er íslenskri lögsögu, að því er athugun Íslenska sjávarklasans hefur leitt í ljós. Það eru ekki síst tækifæri í heilbrigðisgeiranum þar sem vaxtamöguleikarnir eru. 23.5.2012 14:30 Glitnir vill fá fjórtán milljarða frá Stoðum Slitastjórn Glitnis hefur stefnt Stoðum, sem áður hétu FL Group, til að greiða sér fjórtán milljarða króna auk dráttarvaxta. Auk þess vill slitastjórnin að ráðstöfun Stoða á fyrsta veðrétti í hollenska félaginu Ferskur Holding 1 BV, sem á meðal annars hlut í Refresco, frá því í maí 2008 verði rift. Þá var veðréttur Glitnis í félaginu gefinn eftir til að Stoðir gætu veðsett Landsbanka Íslands fyrir frekari lántökum. Slitastjórnin vill meina að umrædd aðgerð hafi verið svokallaður örlætisgerningur. 23.5.2012 14:00 Ljósmyndara vísað á dyr á aðalfundi Bakkavarar Ágúst Guðmundsson, sem kenndur er við Bakkavör, ákvað upp á sitt einsdæmi að vísa ljósmyndara Fréttablaðsins á dyr þegar hann mætti á aðalfund félagsins sem hófst á Hótel Sögu í morgun. Hann gaf engar skýringar aðrar en þær að fundurinn væri lokaður. Ágúst meinaði ljósmyndaranum líka að taka myndir fyrir utan fundarsalinn. Bakkavör var stofnað af bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssyni. Fyrirtækið er nú nánast að öllu leyti undir stjórn lífeyrissjóða og banka. Helstu kröfuhafarnir eru Arion banki, skilanefnd Glitnis, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóður. 23.5.2012 10:59 Hætta mögulega Tchenguiz-rannsókn Hugsanlegt er að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, á máli Vincent Tchenguiz verði látin niður falla. Málið snýst sem kunnugt er, um viðskipti Vincents og Roberts bróður hans við Kaupþing banka. Þeir voru á meðal stærstu skuldara bankans þegar hann féll. Í bréfi sem David Green, yfirmaður Serious Fraud Office, sendi frá sér í gær heitir hann því að rannsóknin verði tekin til skoðunar. Serious Fraud Office hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir húsleitir og handtökur við rannsókn á máli Tchenguizbræðranna. 23.5.2012 09:36 Fer frá Össuri til Háskóla Íslands Hilmar Bragi Janusson, framkvæmdastjóri vöruþróunar og rannsóknastarfs hjá Össuri hf., tekur við starfi forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands frá 1. júlí næstkomandi. Hilmar Bragi hefur í 20 ár verið í forystu rannsókna- og þróunarstarfs Össurar, sem er eitt framsæknasta fyrirtæki í íslensku atvinnulífi og annað af tveimur stærstu fyrirtækjum í heimi á sínu sviði. 23.5.2012 16:30 Hagnaður Arion nam 4,5 milljörðum Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 4,5 milljörðum króna eftir skatta en var þrír milljarða á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 16,5% samanborið við 11,3% í fyrra. Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 20,2% en í lok fyrsta ársfjórðungs í fyrra var það 19,2%, krafa Fjármálaeftirlitsins kveður á um 16% eiginfjárhlutfall. 23.5.2012 09:57 Ákærður fyrir innherjasvik hjá Glitni Sérstakur saksóknari hefur ákært Friðfinn Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra fjárstýringar Glitnis, fyrir innherjasvik. Honum er gefið að sök að hafa selt hlutabréf sín í bankanum þrátt fyrir að búa yfir vitneskju um slæma stöðu hans í aðdraganda bankahrunsins. 23.5.2012 08:00 Reginn hf. hagnaðist um 138 milljónir á fyrsta ársfjórðungi Rekstrartekjur Regins hf. dótturfélags Landsbankans, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu 849 milljónum króna. Þetta samsvarar 20.8% hækkun samanborið við sama tímabil árið 2011. 22.5.2012 21:57 Vonast til að færeyska olíuævintýrið sé að byrja Dýrasta og viðamesta olíuborun til þessa á landgrunni Færeyja er fyrirhuguð í sumar. Hún gæti jafnframt reynst lykillinn að olíuleit við Ísland. Þetta kemur fram í umfjöllun norskra og færeyskra fjölmiðla um Brugdan 2, en svo nefnist brunnurinn sem olíurisarnir Statoil og Exxon, ásamt færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum, ætla að bora saman við austanverðar eyjarnar. Þetta verður áttunda holan sem olíufélög bora við Færeyjar á tíu árum, en sjö fyrri holurnar hafa til þessar einungist skilað óverulegu magni af gasi. Færeyingar gera sér þó meiri vonir nú en áður enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. 22.5.2012 17:45 Gengi Össurar hækkaði skarplega Gengi hlutabréfa í Össuri hækkað um tæplega 3 prósent í dag, eftir að tilkynnt var um boð stærsta hluthafa Össurar, danska fjárfestingafélagsins William Demant, í félagið í heild. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að tilboðið sé gert af tæknilegum ástæðum vegna yfirtökuskyldu. WDI hafi engin áform um að taka yfir fyrirtækið. 22.5.2012 17:23 Bjóðast til að kaupa allt hlutafé í Össuri William Demant lýsti í dag yfir vilja sínum til þess að kaupa öll hlutabréf í stoðtækjafyrirtækinu Össuri. Um er að ræða stærsta hluthafann í félaginu. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að tilboðið sé gert af tæknilegum ástæðum vegna yfirtökuskyldu. WDI hafi engin áform um að taka yfir fyrirtækið. WDI hafi engin áform um að taka fyrirtækið yfir og aðrir hluthafar verði hvorki hvattir né neyddir til þess að selja hlutafé sitt. 22.5.2012 16:09 "Kómískt“ að sjá nefnd snillinga verðleggja fjármuni Gunnlaugur Jónsson fjárfestir segir nýja nálgun að fjármálakerfum vera lífsnauðsynlega svo að markaðir geti orðið skilvirkir, og virkni þeirra eðlileg. Þar sé langsamlega mikilvægast að afnema með öllu ríkisábyrgð á fjármálastarfsemi, þar ekki síst hlutverk seðlabanka við lána til þrautavara. 22.5.2012 15:15 Kjaradeilu sjómanna vísað til sáttasemjara Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök atvinnulífsins vísuðu í dag kjaraviðræðum útvegsmanna og sjómanna til ríkissáttasemjara. 22.5.2012 13:32 ASÍ telur ríkið brjóta gegn jafnræðisreglu ASÍ telur ríkið brjóta gegn jafnræðisreglu með innheimtu fjársýsluskatts frá lífeyrissjóðunum og undirbýr nú málaferli. Vegið er að lífeyrissjóðskerfinu með skattheimtu og ágengni stjórnmálamanna segir fyrrverandi forseti sambandsins. 22.5.2012 13:20 Sigurjón Sighvatsson vill milljarð frá Glitni Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur stefnt þrotabúi Glitnis vegna viðskipta við bankann í tengslum við kaup á dönsku fasteignafélagi. 22.5.2012 10:37 Launavísitalan lækkar um 0,1 prósent Launavísitala í apríl 2012 er 431,4 stig og lækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 11,9%, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í dag. 22.5.2012 10:24 Aflaverðmæti eykst um 28,1 prósent milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 30,1 milljarði króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2012 samanborið við 23,5 milljarða á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 6,6 milljarða eða 28,1% á milli ára, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands í dag. 22.5.2012 10:07 Arionbanki hækkar vexti Arion banki hefur hækkað vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum. Vaxtahækkunin kemur í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 16. maí síðastliðinn. Óverðtryggðir vextir inn- og útlána hækka um allt að 0,5%. 22.5.2012 09:11 Gengi Facebook hrynur Gengi Facebook hefur hrunið í dag, og nemur lækkunin það sem af er degi tæplega 9 prósentum, samkvæmt markaðsvakt Wall Street Journal. 21.5.2012 17:14 Tölvur og linsur á Suðurskautinu Höfuðstöðvar Nýherja iðuðu af lífi þegar fréttastofa heimsótti þær á dögunum. Þetta er önnur heimsókn á vinnustað sem birtist á Vísi, en fyrsti vinnustaðurinn sem var heimsóttur var tölvuleikjaframleiðandinn CCP. Þá heimsókn má sjá hér. 21.5.2012 16:59 Eignarhaldsfélag Hörpu selur í Marel Eignarhaldsfélag Hörpu, þar sem Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er stór hluthafi, seldi 680 þúsund hluti í Marel í dag á genginu 153, eða fyrir sem nemur um 100 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu um viðskiptin til Kauphallar Íslands. Eftir viðskiptin eru um 4,7 milljónir hluta í Marel tengdir Helga í gegnum ýmis félög, en markaðsvirði þeirra er um 700 milljónir í dag. 21.5.2012 15:08 Vísitala byggingarkostnaðar lækkar lítið eitt Vísitala byggingarkostnaðar lækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða og er hún nú 114,9 stig. Verð á innfluttu efni lækkaði um 0,6% (áhrif á vísitölu -0,2%) en vélar, flutningur og orkunotkun hækkaði samtals um 0,9% (0,1%). 21.5.2012 09:15 Rannsóknin á Kaupþingsviðskiptum myndi taka mörg ár Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, varaði bræðurna Robert og Vincent Tchenguiz við því að rannsókn á þeirra málum gæti tekið fimm til tíu ár ef þeir myndu ekki fallast á málamiðlun sem þeim var boðin. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Daily Telegraph. 20.5.2012 20:15 Mátti greiða 10 milljarða fyrir að láta Kaupþingsmál niður falla Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, bauðst til þess að láta rannsókn gegn Robert Tchenguiz niður falla gegn því skilyrði að hann myndi gefa 50 milljónir sterlingspunda til góðgerðastarfa. 19.5.2012 13:27 Mikill áhugi á Facebook Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum. 19.5.2012 13:00 Leiguverð fer enn hækkandi Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent á milli apríl og maí. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,6 prósent og um 10,1 prósent síðasta árið. 19.5.2012 10:00 Ergo lögmenn verða Íslenska lögfræðistofan Lögmannsstofan Ergo lögmenn, Turninum Smáratorgi, hefur skipt um nafn og heitir nú Íslenska lögfræðistofan. Lögmannsstofan var stofnuð árið 2008 en upphaflegir eigendur hennar eru Einar Hugi Bjarnason hrl., Haukur Örn Birgisson hrl. og Jóhann Haukur Hafstein hdl. Eggert Páll Ólason héraðsdómslögmaður bættist svo í hóp eigenda fyrir skemmstu. Starfsmenn Íslensku lögfræðistofunnar eru 11 talsins, að meðtöldum eigendum. 18.5.2012 15:11 Verðmætið jókst um 7,8 prósent Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða nam rúmum 256 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 7,8% frá árinu 2010. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ritinu Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2011. Er þar um að ræða samtölu útflutnings og birgðabreytinga sjávarafurða. Á heimasíðu Hagstofunnar kemur einnig fram að framleiðslan mæld á föstu verði hafi aukist um 10,3%. 18.5.2012 10:55 Afar óskynsamlegt að ráðast í framkvæmdir meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur Seðlabankinn varar við því að ráðist sé í opinberar framkvæmdir á meðan íslenska ríkið skuldar nálægt 100 prósent af landsframleiðslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fer yfir þetta í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17.5.2012 17:44 Arnarlax fékk rekstrarleyfi fyrir 200 tonna eldi Arnarlax fékk í gær rekstrarleyfi frá Fiskistofu fyrir 200 tonna eldi á tveimur stöðum í Arnarfirði, eftir því sem fram kemur á vefnum Arnfirðingur.is. Félagið áformar uppbyggingu á þrjúþúsund tonna eldi með fullvinnslu afurðanna á Bíldudal. Í framhaldi af leyfisveitingunum mun fyrirtækið fara af stað með tilraunaeldi nú í vor og í framhaldi uppbygging eldisins sem áætlað er að verði á þremur stöðum. Áætlanir fyrirtækisins eru að starfsemi vinnslunnar geti hafist haustið 2014. 17.5.2012 13:23 Vill halda í krónuna en bylta stefnunni í peningamálum Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við. 17.5.2012 14:06 Már Guðmundsson seðlabankastjóri í Klinkinu Már Guðmundsson, seðlabankastjóri er gesturinn í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti hér á Vísi um viðskipti og efnahagsmál. Már fer m.a ítarlega yfir kosti okkar í gjaldmiðilsmálum og áætlun um afnám haftanna í þættinum. 16.5.2012 22:31 Verðbólga étur upp launahækkanir í kjarasamningum Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að launahækkanir í kjarasamningum, sem samið var um í fyrra, hafa verið algjörlega innistæðulausar og dæmdar til þess að brenna upp í of hárri verðbólgu. 16.5.2012 19:30 Seðlabanki tekst á við verðbólur - stýrivextir hækkaðir Stýrivextirnir eru komnir upp í 5,5 prósent en Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vextina í dag um 0,5 prósentustig til þess að reyna að koma böndum á verðbólguna. 16.5.2012 18:30 Greining Arion: Frekari vaxtahækkanir í pípunum „Seðlabanki Íslands hækkaði vexti um 50 punkta í dag. Hinir virku vextir Seðlabankans, þ.e. meðaltal innstæðubréfa og innlánsvaxta, er því í dag 4,88%. Að okkar mati er útlit fyrir frekari vaxtahækkanir á árinu enda bendir flest til þess að verðbólga næstu árin verði langt yfir markmiðum bankans. Við teljum þó að Seðlabankinn muni láta 25 punkta vaxtahækkun duga við ákvörðun vaxta í júní, haldi þeim óbreyttum í ágúst, en gefi svo aftur í þegar komið er fram á haustið.“ Þannig hljómar upphafið á markaðspunktum greiningardeildar Arion banka, í kjölfar hækkunar Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum, í 5,5 prósent. 16.5.2012 16:38 Deloitte harmar "aðför“ sjávarútvegsráðherra að fyrirtækinu Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafnar öllum þeim ávirðingum sem Sjávarútvegsráðuneytið setur fram varðandi fyrirtækið, í umsögn sinni í gær um skýrslu fyrirtækisins sem send var atvinnuveganefnd 23. apríl. Þá er þeirri "aðför“ sem Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, hefur gert að fyrirtækinu á opinberum vettvangi mótmælt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu Deloitte vegna umsagnar sjávarútvegsráðuneytisins um skýrslu Deloitte. 16.5.2012 12:34 Sigurður Einarsson þarf að greiða Kaupþingi 500 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings skuli greiða þrotabúi bankans til baka 496 milljónir króna auk vaxta vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hans sem felldar voru niður fyrir hrun bankans. 16.5.2012 11:30 Eignir jukust um 462 milljónir Hækkun á heimsmarkaðsverði á áli varð til þess að eignir HS Orku jukust um 462 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Ástæðan er sú að hluti orkusölusamninga HS Orku er bundinn við sveiflur í heimsmarkaðsverðinu. Það hefur lækkað mjög skarpt frá því að það reis sem hæst um mitt ár 2008 og sú lækkun kostaði HS Orku um 1,5 milljarða króna á árinu 2011. Á síðustu misserum hefur það hins vegar verið að hækka á ný. 16.5.2012 11:00 Stýrivextir hækka um 0,5 prósentustig - Vextirnir komnir í 5,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 16.5.2012 08:59 Hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut Starfsmenn Landsbankans hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut í bankanum. Virði þess hlutar er sem stendur um þrír milljarðar króna. Alls geta þeir eignast tveggja prósenta hlut ef valdar eignir sem hann innheimtir hækka enn meira í virði út þetta ár. Virði þeirra jókst um sex milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár, samkvæmt árshlutauppgjöri bankans sem birt var í lok síðustu viku. 16.5.2012 06:00 Atvinnuleysi verði 4,6 prósent árið 2014 Endurskoðuð spá hagdeildar ASÍ gerir ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um rétt 2% á ári næstu þrjú árin. Staðan á vinnumarkaði verður áfram erfið en batnar í takt við jákvæðar horfur í efnahagslífinu. Í ár er gert ráð fyrir að atvinnuleysið verði að meðaltali 6,2% af mannafla, 5,0% á næsta ári og verði komið í 4,6% árið 2014. 15.5.2012 14:38 Samdráttur í verslun í apríl Tölvuverður samdráttur varð í flestum tegundum verslunar í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. 15.5.2012 13:23 Efasemdir um að Landsvirkjun nái hærra orkuverði Lækkun raforkuverðs til stóriðju í Bandaríkjunum gæti skert möguleika Landsvirkjunar til orkusölu og þar með hægt á iðnaðaruppbyggingu á Íslandi. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál. 15.5.2012 12:27 Sérstakur tók skýrslu af Gertner í Lundúnum vegna rannsóknar Rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum Kaupþings til hinna auðugu Gertner bræðra í Bretlandi vegna gruns um markaðsmisnotkun er komin á fullan skrið. Moises Gertner, annar bræðranna, er búinn að gefa skýrslu í málinu en það var gert í Lundúnum. 15.5.2012 18:38 365 semur við Advania um hýsingu og netbúnað Fjölmiðlasamsteypan 365 hefur samið við Advania um hýsingu og netbúnað fyrir upplýsingakerfi fyrirtækisins og vefsvæði, meðal annars fréttavefinn Vísi. 15.5.2012 11:27 Sjá næstu 50 fréttir
Vöxtur sjávarútvegsins á nýjum stöðum Töluverð tækifæri liggja í því að nýta betur fisk sem veiddur er íslenskri lögsögu, að því er athugun Íslenska sjávarklasans hefur leitt í ljós. Það eru ekki síst tækifæri í heilbrigðisgeiranum þar sem vaxtamöguleikarnir eru. 23.5.2012 14:30
Glitnir vill fá fjórtán milljarða frá Stoðum Slitastjórn Glitnis hefur stefnt Stoðum, sem áður hétu FL Group, til að greiða sér fjórtán milljarða króna auk dráttarvaxta. Auk þess vill slitastjórnin að ráðstöfun Stoða á fyrsta veðrétti í hollenska félaginu Ferskur Holding 1 BV, sem á meðal annars hlut í Refresco, frá því í maí 2008 verði rift. Þá var veðréttur Glitnis í félaginu gefinn eftir til að Stoðir gætu veðsett Landsbanka Íslands fyrir frekari lántökum. Slitastjórnin vill meina að umrædd aðgerð hafi verið svokallaður örlætisgerningur. 23.5.2012 14:00
Ljósmyndara vísað á dyr á aðalfundi Bakkavarar Ágúst Guðmundsson, sem kenndur er við Bakkavör, ákvað upp á sitt einsdæmi að vísa ljósmyndara Fréttablaðsins á dyr þegar hann mætti á aðalfund félagsins sem hófst á Hótel Sögu í morgun. Hann gaf engar skýringar aðrar en þær að fundurinn væri lokaður. Ágúst meinaði ljósmyndaranum líka að taka myndir fyrir utan fundarsalinn. Bakkavör var stofnað af bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssyni. Fyrirtækið er nú nánast að öllu leyti undir stjórn lífeyrissjóða og banka. Helstu kröfuhafarnir eru Arion banki, skilanefnd Glitnis, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Gildi lífeyrissjóður. 23.5.2012 10:59
Hætta mögulega Tchenguiz-rannsókn Hugsanlegt er að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, á máli Vincent Tchenguiz verði látin niður falla. Málið snýst sem kunnugt er, um viðskipti Vincents og Roberts bróður hans við Kaupþing banka. Þeir voru á meðal stærstu skuldara bankans þegar hann féll. Í bréfi sem David Green, yfirmaður Serious Fraud Office, sendi frá sér í gær heitir hann því að rannsóknin verði tekin til skoðunar. Serious Fraud Office hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir húsleitir og handtökur við rannsókn á máli Tchenguizbræðranna. 23.5.2012 09:36
Fer frá Össuri til Háskóla Íslands Hilmar Bragi Janusson, framkvæmdastjóri vöruþróunar og rannsóknastarfs hjá Össuri hf., tekur við starfi forseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands frá 1. júlí næstkomandi. Hilmar Bragi hefur í 20 ár verið í forystu rannsókna- og þróunarstarfs Össurar, sem er eitt framsæknasta fyrirtæki í íslensku atvinnulífi og annað af tveimur stærstu fyrirtækjum í heimi á sínu sviði. 23.5.2012 16:30
Hagnaður Arion nam 4,5 milljörðum Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 4,5 milljörðum króna eftir skatta en var þrír milljarða á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 16,5% samanborið við 11,3% í fyrra. Eiginfjárhlutfall bankans í lok tímabilsins var 20,2% en í lok fyrsta ársfjórðungs í fyrra var það 19,2%, krafa Fjármálaeftirlitsins kveður á um 16% eiginfjárhlutfall. 23.5.2012 09:57
Ákærður fyrir innherjasvik hjá Glitni Sérstakur saksóknari hefur ákært Friðfinn Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra fjárstýringar Glitnis, fyrir innherjasvik. Honum er gefið að sök að hafa selt hlutabréf sín í bankanum þrátt fyrir að búa yfir vitneskju um slæma stöðu hans í aðdraganda bankahrunsins. 23.5.2012 08:00
Reginn hf. hagnaðist um 138 milljónir á fyrsta ársfjórðungi Rekstrartekjur Regins hf. dótturfélags Landsbankans, á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu 849 milljónum króna. Þetta samsvarar 20.8% hækkun samanborið við sama tímabil árið 2011. 22.5.2012 21:57
Vonast til að færeyska olíuævintýrið sé að byrja Dýrasta og viðamesta olíuborun til þessa á landgrunni Færeyja er fyrirhuguð í sumar. Hún gæti jafnframt reynst lykillinn að olíuleit við Ísland. Þetta kemur fram í umfjöllun norskra og færeyskra fjölmiðla um Brugdan 2, en svo nefnist brunnurinn sem olíurisarnir Statoil og Exxon, ásamt færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum, ætla að bora saman við austanverðar eyjarnar. Þetta verður áttunda holan sem olíufélög bora við Færeyjar á tíu árum, en sjö fyrri holurnar hafa til þessar einungist skilað óverulegu magni af gasi. Færeyingar gera sér þó meiri vonir nú en áður enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. 22.5.2012 17:45
Gengi Össurar hækkaði skarplega Gengi hlutabréfa í Össuri hækkað um tæplega 3 prósent í dag, eftir að tilkynnt var um boð stærsta hluthafa Össurar, danska fjárfestingafélagsins William Demant, í félagið í heild. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að tilboðið sé gert af tæknilegum ástæðum vegna yfirtökuskyldu. WDI hafi engin áform um að taka yfir fyrirtækið. 22.5.2012 17:23
Bjóðast til að kaupa allt hlutafé í Össuri William Demant lýsti í dag yfir vilja sínum til þess að kaupa öll hlutabréf í stoðtækjafyrirtækinu Össuri. Um er að ræða stærsta hluthafann í félaginu. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að tilboðið sé gert af tæknilegum ástæðum vegna yfirtökuskyldu. WDI hafi engin áform um að taka yfir fyrirtækið. WDI hafi engin áform um að taka fyrirtækið yfir og aðrir hluthafar verði hvorki hvattir né neyddir til þess að selja hlutafé sitt. 22.5.2012 16:09
"Kómískt“ að sjá nefnd snillinga verðleggja fjármuni Gunnlaugur Jónsson fjárfestir segir nýja nálgun að fjármálakerfum vera lífsnauðsynlega svo að markaðir geti orðið skilvirkir, og virkni þeirra eðlileg. Þar sé langsamlega mikilvægast að afnema með öllu ríkisábyrgð á fjármálastarfsemi, þar ekki síst hlutverk seðlabanka við lána til þrautavara. 22.5.2012 15:15
Kjaradeilu sjómanna vísað til sáttasemjara Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök atvinnulífsins vísuðu í dag kjaraviðræðum útvegsmanna og sjómanna til ríkissáttasemjara. 22.5.2012 13:32
ASÍ telur ríkið brjóta gegn jafnræðisreglu ASÍ telur ríkið brjóta gegn jafnræðisreglu með innheimtu fjársýsluskatts frá lífeyrissjóðunum og undirbýr nú málaferli. Vegið er að lífeyrissjóðskerfinu með skattheimtu og ágengni stjórnmálamanna segir fyrrverandi forseti sambandsins. 22.5.2012 13:20
Sigurjón Sighvatsson vill milljarð frá Glitni Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi hefur stefnt þrotabúi Glitnis vegna viðskipta við bankann í tengslum við kaup á dönsku fasteignafélagi. 22.5.2012 10:37
Launavísitalan lækkar um 0,1 prósent Launavísitala í apríl 2012 er 431,4 stig og lækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 11,9%, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í dag. 22.5.2012 10:24
Aflaverðmæti eykst um 28,1 prósent milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 30,1 milljarði króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2012 samanborið við 23,5 milljarða á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 6,6 milljarða eða 28,1% á milli ára, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands í dag. 22.5.2012 10:07
Arionbanki hækkar vexti Arion banki hefur hækkað vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum. Vaxtahækkunin kemur í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands þann 16. maí síðastliðinn. Óverðtryggðir vextir inn- og útlána hækka um allt að 0,5%. 22.5.2012 09:11
Gengi Facebook hrynur Gengi Facebook hefur hrunið í dag, og nemur lækkunin það sem af er degi tæplega 9 prósentum, samkvæmt markaðsvakt Wall Street Journal. 21.5.2012 17:14
Tölvur og linsur á Suðurskautinu Höfuðstöðvar Nýherja iðuðu af lífi þegar fréttastofa heimsótti þær á dögunum. Þetta er önnur heimsókn á vinnustað sem birtist á Vísi, en fyrsti vinnustaðurinn sem var heimsóttur var tölvuleikjaframleiðandinn CCP. Þá heimsókn má sjá hér. 21.5.2012 16:59
Eignarhaldsfélag Hörpu selur í Marel Eignarhaldsfélag Hörpu, þar sem Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, er stór hluthafi, seldi 680 þúsund hluti í Marel í dag á genginu 153, eða fyrir sem nemur um 100 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu um viðskiptin til Kauphallar Íslands. Eftir viðskiptin eru um 4,7 milljónir hluta í Marel tengdir Helga í gegnum ýmis félög, en markaðsvirði þeirra er um 700 milljónir í dag. 21.5.2012 15:08
Vísitala byggingarkostnaðar lækkar lítið eitt Vísitala byggingarkostnaðar lækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða og er hún nú 114,9 stig. Verð á innfluttu efni lækkaði um 0,6% (áhrif á vísitölu -0,2%) en vélar, flutningur og orkunotkun hækkaði samtals um 0,9% (0,1%). 21.5.2012 09:15
Rannsóknin á Kaupþingsviðskiptum myndi taka mörg ár Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, eða Serious Fraud Office, varaði bræðurna Robert og Vincent Tchenguiz við því að rannsókn á þeirra málum gæti tekið fimm til tíu ár ef þeir myndu ekki fallast á málamiðlun sem þeim var boðin. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Daily Telegraph. 20.5.2012 20:15
Mátti greiða 10 milljarða fyrir að láta Kaupþingsmál niður falla Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, bauðst til þess að láta rannsókn gegn Robert Tchenguiz niður falla gegn því skilyrði að hann myndi gefa 50 milljónir sterlingspunda til góðgerðastarfa. 19.5.2012 13:27
Mikill áhugi á Facebook Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum. 19.5.2012 13:00
Leiguverð fer enn hækkandi Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,6 prósent á milli apríl og maí. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,6 prósent og um 10,1 prósent síðasta árið. 19.5.2012 10:00
Ergo lögmenn verða Íslenska lögfræðistofan Lögmannsstofan Ergo lögmenn, Turninum Smáratorgi, hefur skipt um nafn og heitir nú Íslenska lögfræðistofan. Lögmannsstofan var stofnuð árið 2008 en upphaflegir eigendur hennar eru Einar Hugi Bjarnason hrl., Haukur Örn Birgisson hrl. og Jóhann Haukur Hafstein hdl. Eggert Páll Ólason héraðsdómslögmaður bættist svo í hóp eigenda fyrir skemmstu. Starfsmenn Íslensku lögfræðistofunnar eru 11 talsins, að meðtöldum eigendum. 18.5.2012 15:11
Verðmætið jókst um 7,8 prósent Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða nam rúmum 256 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 7,8% frá árinu 2010. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ritinu Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2011. Er þar um að ræða samtölu útflutnings og birgðabreytinga sjávarafurða. Á heimasíðu Hagstofunnar kemur einnig fram að framleiðslan mæld á föstu verði hafi aukist um 10,3%. 18.5.2012 10:55
Afar óskynsamlegt að ráðast í framkvæmdir meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur Seðlabankinn varar við því að ráðist sé í opinberar framkvæmdir á meðan íslenska ríkið skuldar nálægt 100 prósent af landsframleiðslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fer yfir þetta í nýjasta þættinum af Klinkinu. 17.5.2012 17:44
Arnarlax fékk rekstrarleyfi fyrir 200 tonna eldi Arnarlax fékk í gær rekstrarleyfi frá Fiskistofu fyrir 200 tonna eldi á tveimur stöðum í Arnarfirði, eftir því sem fram kemur á vefnum Arnfirðingur.is. Félagið áformar uppbyggingu á þrjúþúsund tonna eldi með fullvinnslu afurðanna á Bíldudal. Í framhaldi af leyfisveitingunum mun fyrirtækið fara af stað með tilraunaeldi nú í vor og í framhaldi uppbygging eldisins sem áætlað er að verði á þremur stöðum. Áætlanir fyrirtækisins eru að starfsemi vinnslunnar geti hafist haustið 2014. 17.5.2012 13:23
Vill halda í krónuna en bylta stefnunni í peningamálum Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við. 17.5.2012 14:06
Már Guðmundsson seðlabankastjóri í Klinkinu Már Guðmundsson, seðlabankastjóri er gesturinn í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti hér á Vísi um viðskipti og efnahagsmál. Már fer m.a ítarlega yfir kosti okkar í gjaldmiðilsmálum og áætlun um afnám haftanna í þættinum. 16.5.2012 22:31
Verðbólga étur upp launahækkanir í kjarasamningum Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að launahækkanir í kjarasamningum, sem samið var um í fyrra, hafa verið algjörlega innistæðulausar og dæmdar til þess að brenna upp í of hárri verðbólgu. 16.5.2012 19:30
Seðlabanki tekst á við verðbólur - stýrivextir hækkaðir Stýrivextirnir eru komnir upp í 5,5 prósent en Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að hækka vextina í dag um 0,5 prósentustig til þess að reyna að koma böndum á verðbólguna. 16.5.2012 18:30
Greining Arion: Frekari vaxtahækkanir í pípunum „Seðlabanki Íslands hækkaði vexti um 50 punkta í dag. Hinir virku vextir Seðlabankans, þ.e. meðaltal innstæðubréfa og innlánsvaxta, er því í dag 4,88%. Að okkar mati er útlit fyrir frekari vaxtahækkanir á árinu enda bendir flest til þess að verðbólga næstu árin verði langt yfir markmiðum bankans. Við teljum þó að Seðlabankinn muni láta 25 punkta vaxtahækkun duga við ákvörðun vaxta í júní, haldi þeim óbreyttum í ágúst, en gefi svo aftur í þegar komið er fram á haustið.“ Þannig hljómar upphafið á markaðspunktum greiningardeildar Arion banka, í kjölfar hækkunar Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum, í 5,5 prósent. 16.5.2012 16:38
Deloitte harmar "aðför“ sjávarútvegsráðherra að fyrirtækinu Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafnar öllum þeim ávirðingum sem Sjávarútvegsráðuneytið setur fram varðandi fyrirtækið, í umsögn sinni í gær um skýrslu fyrirtækisins sem send var atvinnuveganefnd 23. apríl. Þá er þeirri "aðför“ sem Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, hefur gert að fyrirtækinu á opinberum vettvangi mótmælt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í tilkynningu Deloitte vegna umsagnar sjávarútvegsráðuneytisins um skýrslu Deloitte. 16.5.2012 12:34
Sigurður Einarsson þarf að greiða Kaupþingi 500 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings skuli greiða þrotabúi bankans til baka 496 milljónir króna auk vaxta vegna persónulegra ábyrgða á lánum til hans sem felldar voru niður fyrir hrun bankans. 16.5.2012 11:30
Eignir jukust um 462 milljónir Hækkun á heimsmarkaðsverði á áli varð til þess að eignir HS Orku jukust um 462 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Ástæðan er sú að hluti orkusölusamninga HS Orku er bundinn við sveiflur í heimsmarkaðsverðinu. Það hefur lækkað mjög skarpt frá því að það reis sem hæst um mitt ár 2008 og sú lækkun kostaði HS Orku um 1,5 milljarða króna á árinu 2011. Á síðustu misserum hefur það hins vegar verið að hækka á ný. 16.5.2012 11:00
Stýrivextir hækka um 0,5 prósentustig - Vextirnir komnir í 5,5 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 16.5.2012 08:59
Hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut Starfsmenn Landsbankans hafa þegar tryggt sér 1,45 prósenta hlut í bankanum. Virði þess hlutar er sem stendur um þrír milljarðar króna. Alls geta þeir eignast tveggja prósenta hlut ef valdar eignir sem hann innheimtir hækka enn meira í virði út þetta ár. Virði þeirra jókst um sex milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár, samkvæmt árshlutauppgjöri bankans sem birt var í lok síðustu viku. 16.5.2012 06:00
Atvinnuleysi verði 4,6 prósent árið 2014 Endurskoðuð spá hagdeildar ASÍ gerir ráð fyrir að landsframleiðsla aukist um rétt 2% á ári næstu þrjú árin. Staðan á vinnumarkaði verður áfram erfið en batnar í takt við jákvæðar horfur í efnahagslífinu. Í ár er gert ráð fyrir að atvinnuleysið verði að meðaltali 6,2% af mannafla, 5,0% á næsta ári og verði komið í 4,6% árið 2014. 15.5.2012 14:38
Samdráttur í verslun í apríl Tölvuverður samdráttur varð í flestum tegundum verslunar í apríl síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. 15.5.2012 13:23
Efasemdir um að Landsvirkjun nái hærra orkuverði Lækkun raforkuverðs til stóriðju í Bandaríkjunum gæti skert möguleika Landsvirkjunar til orkusölu og þar með hægt á iðnaðaruppbyggingu á Íslandi. Þetta segir Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur um orkumál. 15.5.2012 12:27
Sérstakur tók skýrslu af Gertner í Lundúnum vegna rannsóknar Rannsókn sérstaks saksóknara á lánveitingum Kaupþings til hinna auðugu Gertner bræðra í Bretlandi vegna gruns um markaðsmisnotkun er komin á fullan skrið. Moises Gertner, annar bræðranna, er búinn að gefa skýrslu í málinu en það var gert í Lundúnum. 15.5.2012 18:38
365 semur við Advania um hýsingu og netbúnað Fjölmiðlasamsteypan 365 hefur samið við Advania um hýsingu og netbúnað fyrir upplýsingakerfi fyrirtækisins og vefsvæði, meðal annars fréttavefinn Vísi. 15.5.2012 11:27