Rannsökuðu gjaldþol Milestone 24. maí 2012 19:15 Rannsóknir lögreglumannanna tveggja sem kærðir hafa verið ríkissaksóknara, fyrir brot á þagnarskyldu, tóku til margvíslegra þátta í starfsemi Milestone. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Mennirnir tveir, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræði, unnu að rannsóknum sem tengdust fjárfestingafélaginu Milestone. Þó þeir hafi formlega hætt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um síðustu áramót, þá héldu þeir áfram störfum fyrir embættið í verktakavinnu við yfirheyrslur fram í febrúar á þessu ári. Í janúar tóku þeir að sér verkefni fyrir þrotabú Milestone sem snérist að því að kanna gjaldþol félagsins frá 2007 og fram á árið 2008. Þessi vinna skilaði sér í skýrslu, en fyrir vinnu sína þáðu þeir tæplega 30 milljónir króna. Í skýrslu sinni leitast Guðmundur Haukur og Jón Óttar við að svara þremur rannsóknarspurningum. Í fyrsta lagi með hvað hætti Milestone hafi greitt skuldir sem voru á gjalddaga frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins? Í öðru lagi hvort vísbendingar væru um lögbrot hafi verið framin? Og síðan í þriðja lagi hvort starfsmenn, stjórnendur og eigendur, þar stærstir Karl og Steingrímur Wernerssynir, hafi talið félagið ógjaldfært einhvern tímann frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins? Í skýrslunni gefa þeir til kynna að mörg lögbrot kynnu að hafa verið framin, og hafa riftunarmál þrotabússins meðal annars verið undirbyggð með þessum gögnum. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúss Milestone, sendi frá sér yfirlýsingu í seinnipartinn í dag þar sem hann harmar mjög að vinna mannanna hafi leitt til kæru, en ítrekar að gjaldþrotalögum hafi verið framfylgt í hvívetna hjá þrotabúi Milestone, og rannsóknin beinist ekki að því. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki líta svo að vinna mannanna fyrir embættið, og notkun þeirra á rannsóknargögnum fyrir þriðja aðila, grafi undan rannsóknum sem þeir hafi sinnt. Þar muni fyrst og síðast ráða för, hvort aðgerðir sem til rannsóknar séu hafi falið í sér brot á lögum eða ekki. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Rannsóknir lögreglumannanna tveggja sem kærðir hafa verið ríkissaksóknara, fyrir brot á þagnarskyldu, tóku til margvíslegra þátta í starfsemi Milestone. Brot á þagnarskyldu getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Mennirnir tveir, Guðmundur Haukur Gunnarsson lögfræðingur og Jón Óttar Ólafsson, doktor í afbrotafræði, unnu að rannsóknum sem tengdust fjárfestingafélaginu Milestone. Þó þeir hafi formlega hætt störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um síðustu áramót, þá héldu þeir áfram störfum fyrir embættið í verktakavinnu við yfirheyrslur fram í febrúar á þessu ári. Í janúar tóku þeir að sér verkefni fyrir þrotabú Milestone sem snérist að því að kanna gjaldþol félagsins frá 2007 og fram á árið 2008. Þessi vinna skilaði sér í skýrslu, en fyrir vinnu sína þáðu þeir tæplega 30 milljónir króna. Í skýrslu sinni leitast Guðmundur Haukur og Jón Óttar við að svara þremur rannsóknarspurningum. Í fyrsta lagi með hvað hætti Milestone hafi greitt skuldir sem voru á gjalddaga frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins? Í öðru lagi hvort vísbendingar væru um lögbrot hafi verið framin? Og síðan í þriðja lagi hvort starfsmenn, stjórnendur og eigendur, þar stærstir Karl og Steingrímur Wernerssynir, hafi talið félagið ógjaldfært einhvern tímann frá miðju ári 2007 og fram að gjaldþroti félagsins? Í skýrslunni gefa þeir til kynna að mörg lögbrot kynnu að hafa verið framin, og hafa riftunarmál þrotabússins meðal annars verið undirbyggð með þessum gögnum. Grímur Sigurðsson, skiptastjóri þrotabúss Milestone, sendi frá sér yfirlýsingu í seinnipartinn í dag þar sem hann harmar mjög að vinna mannanna hafi leitt til kæru, en ítrekar að gjaldþrotalögum hafi verið framfylgt í hvívetna hjá þrotabúi Milestone, og rannsóknin beinist ekki að því. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagðist í samtali við fréttastofu í gær ekki líta svo að vinna mannanna fyrir embættið, og notkun þeirra á rannsóknargögnum fyrir þriðja aðila, grafi undan rannsóknum sem þeir hafi sinnt. Þar muni fyrst og síðast ráða för, hvort aðgerðir sem til rannsóknar séu hafi falið í sér brot á lögum eða ekki.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira