Viðskipti innlent

Vinnslustöðin segir 41 starfsmanni upp

Vinnslustöðin.
Vinnslustöðin.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum segir upp 41 starfsmanni til sjós og lands og ætlar að setja skipið Gandí VE á söluskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu og segir ennfremur að þetta hafi verið samþykkt af stjórn Vinnslustöðvarinnar (VSV) í gær.

Flestum sem verður sagt upp eru starfsmenn á GANDÍ VE-171 eða alls 30 manns. Gandí verður lagt að lokinni makrílvertíð í ár og skipið auglýst til sölu.

Þá verður ellefu manns í landvinnslu VSV í Vestmannaeyjum einnig sagt upp.

Stjórn VSV fól jafnframt framkvæmdastjóra félagsins að vinna til hausts að heildarendurskoðun á rekstrinum með frekari hagræðingaraðgerðir í huga í ljósi stöðunnar sem upp er komin í íslenskum sjávarútvegi

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir:

Ákvarðanir um að segja upp 13% fastráðins starfsfólks og um að draga saman í rekstri eru þungbærar fyrir Vinnslustöðina en auðvitað fyrst og fremst fyrir starfsfólkið sem í hlut á, sumt með langan starfsaldur að baki. Engum ætti samt að koma á óvart að til slíkra tíðinda drægi, allra síst stjórnvöldum landsins og alþingismönnum sem samþykktu nú síðast stórhækkun veiðigjalda þvert á viðvaranir úr öllum áttum, þar á meðal úr röðum eigin sérfræðinga og ráðgjafa.

Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hafa undanfarna daga farið rækilega yfir afleiðingar skerðingar veiðiheimilda og nýrra laga um veiðigjöld fyrir rekstur fyrirtækisins. Myndin sem við blasir er jafnvel enn dekkri og ískyggilegri en áður hafði verið talið. Vinnslustöðin getur ekki borið þá bagga sem stjórnvöld og Alþingi binda fyrirtækinu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×