Jóhannes ekki líklegur til þess að ógna stöðu Haga VG skrifar 27. júní 2012 16:00 Jóhannes Jónsson. Bæði greiningadeildir Arion banka og Íslandsbanka telja að boðuð samkeppni Jóhannesar Jónssonar, oft kenndur við Bónus, eigi ekki eftir að ógna Högum með afgerandi hætti. Þetta kemur fram í greiningum bankanna sem unnar voru fyrir fagfjárfesta eingöngu og Vísir hefur undir höndum. Jóhannes boðaði fyrr í sumar að hann hygðist opna lágvöruverslanir í anda Bónus í samstarfi við Iceland Foods og forstjórann Malcom Walker. Eins og kunnugt er þá var Jóhannes ásamt fjölskyldu aðaleigandi Haga áður en Arion banki tók félagið yfir og seldi aftur. Í mati greiningadeildar Íslandsbanka segir: „Ef af verður munu þessar verslanir líklega njóta kaupendarstyrks Iceland Foods og geta boðið upp á úrval frystra vara á hagstæðu verði en meginstyrkur Iceland verslananna liggur í frystivörum. Vægi innfluttra vara er hins vegar aðeins um þriðjungur af dagvöru sem seld er í dagvöruverslunum og þeir vöruflokkar sem vega þyngst í innkaupakörfu landsmanna eru innlendar landbúnaðar- og fiskafurðir eða tæplega 40% af seldri dagvöru. Í þessum vöruflokkum og öðrum innlendum vöruflokkum verður samkeppnin við Haga erfið." Undir þetta tekur greiningadeild Arion banka. Þar segir að um 70% af seldri dagvöru sé innlend landbúnaðar- eða iðnaðarframleiðsla. Þannig segir í matinu: „Við sjáum neytendur ekki alveg flykkjast úr verslunum Bónus yfir í verslanir Iceland Foods, Hagar eru t.d. aðilar að AMS innkaupabandalaginu og eru með einkarétt á Euro Shopper-vörum á Íslandi í gegnum þá aðild en þessar vörur eru á hagstæðu verði. Þó má benda á opnun Sportsdirect í Smáragarði í þessu samhengi en sú verslun hefur eflaust tekið spón úr aski t.d. Útilífs sem er í eigu Haga. Neytendur leita jú oftast í lægsta verðið." Greiningadeildin útilokar þó ekki óvæntar breytingar á neyslumynstri Íslendinga. Þannig segir í matinu: „Það neyslumynstur gæti þó breyst fari neytendur að lifa á frosnum smalabökum." Tengdar fréttir Íslandsbanki ráðlagði sölu á Haga bréfum en Arion banki kaup Töluverður munur er á ráðgjöf greiningar Íslandsbanka annars vegar og greiningar Arion banka hins vegar fyrir fjárfesta, þegar kemur að hlutafé í Högum. Í greiningu frá 25. maí sl., þegar gengi bréfa Haga var 18,95, ráðlagði greining Íslandsbanka fjárfestum að selja bréf sín, og var verðmatsgengið áætlað vera 17, en gengi bréfa félagsins miðað við stöðuna við opnun markaða í morgun er 18. 27. júní 2012 12:15 Telja Samkeppniseftirlitið helstu ógn Haga Greiningadeild Arion banki telur að helst ógn Haga sé ekki samkeppni, heldur ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og nýfengnar heimildir eftirlitsins. 27. júní 2012 13:36 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Sjá meira
Bæði greiningadeildir Arion banka og Íslandsbanka telja að boðuð samkeppni Jóhannesar Jónssonar, oft kenndur við Bónus, eigi ekki eftir að ógna Högum með afgerandi hætti. Þetta kemur fram í greiningum bankanna sem unnar voru fyrir fagfjárfesta eingöngu og Vísir hefur undir höndum. Jóhannes boðaði fyrr í sumar að hann hygðist opna lágvöruverslanir í anda Bónus í samstarfi við Iceland Foods og forstjórann Malcom Walker. Eins og kunnugt er þá var Jóhannes ásamt fjölskyldu aðaleigandi Haga áður en Arion banki tók félagið yfir og seldi aftur. Í mati greiningadeildar Íslandsbanka segir: „Ef af verður munu þessar verslanir líklega njóta kaupendarstyrks Iceland Foods og geta boðið upp á úrval frystra vara á hagstæðu verði en meginstyrkur Iceland verslananna liggur í frystivörum. Vægi innfluttra vara er hins vegar aðeins um þriðjungur af dagvöru sem seld er í dagvöruverslunum og þeir vöruflokkar sem vega þyngst í innkaupakörfu landsmanna eru innlendar landbúnaðar- og fiskafurðir eða tæplega 40% af seldri dagvöru. Í þessum vöruflokkum og öðrum innlendum vöruflokkum verður samkeppnin við Haga erfið." Undir þetta tekur greiningadeild Arion banka. Þar segir að um 70% af seldri dagvöru sé innlend landbúnaðar- eða iðnaðarframleiðsla. Þannig segir í matinu: „Við sjáum neytendur ekki alveg flykkjast úr verslunum Bónus yfir í verslanir Iceland Foods, Hagar eru t.d. aðilar að AMS innkaupabandalaginu og eru með einkarétt á Euro Shopper-vörum á Íslandi í gegnum þá aðild en þessar vörur eru á hagstæðu verði. Þó má benda á opnun Sportsdirect í Smáragarði í þessu samhengi en sú verslun hefur eflaust tekið spón úr aski t.d. Útilífs sem er í eigu Haga. Neytendur leita jú oftast í lægsta verðið." Greiningadeildin útilokar þó ekki óvæntar breytingar á neyslumynstri Íslendinga. Þannig segir í matinu: „Það neyslumynstur gæti þó breyst fari neytendur að lifa á frosnum smalabökum."
Tengdar fréttir Íslandsbanki ráðlagði sölu á Haga bréfum en Arion banki kaup Töluverður munur er á ráðgjöf greiningar Íslandsbanka annars vegar og greiningar Arion banka hins vegar fyrir fjárfesta, þegar kemur að hlutafé í Högum. Í greiningu frá 25. maí sl., þegar gengi bréfa Haga var 18,95, ráðlagði greining Íslandsbanka fjárfestum að selja bréf sín, og var verðmatsgengið áætlað vera 17, en gengi bréfa félagsins miðað við stöðuna við opnun markaða í morgun er 18. 27. júní 2012 12:15 Telja Samkeppniseftirlitið helstu ógn Haga Greiningadeild Arion banki telur að helst ógn Haga sé ekki samkeppni, heldur ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og nýfengnar heimildir eftirlitsins. 27. júní 2012 13:36 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Sjá meira
Íslandsbanki ráðlagði sölu á Haga bréfum en Arion banki kaup Töluverður munur er á ráðgjöf greiningar Íslandsbanka annars vegar og greiningar Arion banka hins vegar fyrir fjárfesta, þegar kemur að hlutafé í Högum. Í greiningu frá 25. maí sl., þegar gengi bréfa Haga var 18,95, ráðlagði greining Íslandsbanka fjárfestum að selja bréf sín, og var verðmatsgengið áætlað vera 17, en gengi bréfa félagsins miðað við stöðuna við opnun markaða í morgun er 18. 27. júní 2012 12:15
Telja Samkeppniseftirlitið helstu ógn Haga Greiningadeild Arion banki telur að helst ógn Haga sé ekki samkeppni, heldur ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og nýfengnar heimildir eftirlitsins. 27. júní 2012 13:36