Jóhannes ekki líklegur til þess að ógna stöðu Haga VG skrifar 27. júní 2012 16:00 Jóhannes Jónsson. Bæði greiningadeildir Arion banka og Íslandsbanka telja að boðuð samkeppni Jóhannesar Jónssonar, oft kenndur við Bónus, eigi ekki eftir að ógna Högum með afgerandi hætti. Þetta kemur fram í greiningum bankanna sem unnar voru fyrir fagfjárfesta eingöngu og Vísir hefur undir höndum. Jóhannes boðaði fyrr í sumar að hann hygðist opna lágvöruverslanir í anda Bónus í samstarfi við Iceland Foods og forstjórann Malcom Walker. Eins og kunnugt er þá var Jóhannes ásamt fjölskyldu aðaleigandi Haga áður en Arion banki tók félagið yfir og seldi aftur. Í mati greiningadeildar Íslandsbanka segir: „Ef af verður munu þessar verslanir líklega njóta kaupendarstyrks Iceland Foods og geta boðið upp á úrval frystra vara á hagstæðu verði en meginstyrkur Iceland verslananna liggur í frystivörum. Vægi innfluttra vara er hins vegar aðeins um þriðjungur af dagvöru sem seld er í dagvöruverslunum og þeir vöruflokkar sem vega þyngst í innkaupakörfu landsmanna eru innlendar landbúnaðar- og fiskafurðir eða tæplega 40% af seldri dagvöru. Í þessum vöruflokkum og öðrum innlendum vöruflokkum verður samkeppnin við Haga erfið." Undir þetta tekur greiningadeild Arion banka. Þar segir að um 70% af seldri dagvöru sé innlend landbúnaðar- eða iðnaðarframleiðsla. Þannig segir í matinu: „Við sjáum neytendur ekki alveg flykkjast úr verslunum Bónus yfir í verslanir Iceland Foods, Hagar eru t.d. aðilar að AMS innkaupabandalaginu og eru með einkarétt á Euro Shopper-vörum á Íslandi í gegnum þá aðild en þessar vörur eru á hagstæðu verði. Þó má benda á opnun Sportsdirect í Smáragarði í þessu samhengi en sú verslun hefur eflaust tekið spón úr aski t.d. Útilífs sem er í eigu Haga. Neytendur leita jú oftast í lægsta verðið." Greiningadeildin útilokar þó ekki óvæntar breytingar á neyslumynstri Íslendinga. Þannig segir í matinu: „Það neyslumynstur gæti þó breyst fari neytendur að lifa á frosnum smalabökum." Tengdar fréttir Íslandsbanki ráðlagði sölu á Haga bréfum en Arion banki kaup Töluverður munur er á ráðgjöf greiningar Íslandsbanka annars vegar og greiningar Arion banka hins vegar fyrir fjárfesta, þegar kemur að hlutafé í Högum. Í greiningu frá 25. maí sl., þegar gengi bréfa Haga var 18,95, ráðlagði greining Íslandsbanka fjárfestum að selja bréf sín, og var verðmatsgengið áætlað vera 17, en gengi bréfa félagsins miðað við stöðuna við opnun markaða í morgun er 18. 27. júní 2012 12:15 Telja Samkeppniseftirlitið helstu ógn Haga Greiningadeild Arion banki telur að helst ógn Haga sé ekki samkeppni, heldur ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og nýfengnar heimildir eftirlitsins. 27. júní 2012 13:36 Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Bæði greiningadeildir Arion banka og Íslandsbanka telja að boðuð samkeppni Jóhannesar Jónssonar, oft kenndur við Bónus, eigi ekki eftir að ógna Högum með afgerandi hætti. Þetta kemur fram í greiningum bankanna sem unnar voru fyrir fagfjárfesta eingöngu og Vísir hefur undir höndum. Jóhannes boðaði fyrr í sumar að hann hygðist opna lágvöruverslanir í anda Bónus í samstarfi við Iceland Foods og forstjórann Malcom Walker. Eins og kunnugt er þá var Jóhannes ásamt fjölskyldu aðaleigandi Haga áður en Arion banki tók félagið yfir og seldi aftur. Í mati greiningadeildar Íslandsbanka segir: „Ef af verður munu þessar verslanir líklega njóta kaupendarstyrks Iceland Foods og geta boðið upp á úrval frystra vara á hagstæðu verði en meginstyrkur Iceland verslananna liggur í frystivörum. Vægi innfluttra vara er hins vegar aðeins um þriðjungur af dagvöru sem seld er í dagvöruverslunum og þeir vöruflokkar sem vega þyngst í innkaupakörfu landsmanna eru innlendar landbúnaðar- og fiskafurðir eða tæplega 40% af seldri dagvöru. Í þessum vöruflokkum og öðrum innlendum vöruflokkum verður samkeppnin við Haga erfið." Undir þetta tekur greiningadeild Arion banka. Þar segir að um 70% af seldri dagvöru sé innlend landbúnaðar- eða iðnaðarframleiðsla. Þannig segir í matinu: „Við sjáum neytendur ekki alveg flykkjast úr verslunum Bónus yfir í verslanir Iceland Foods, Hagar eru t.d. aðilar að AMS innkaupabandalaginu og eru með einkarétt á Euro Shopper-vörum á Íslandi í gegnum þá aðild en þessar vörur eru á hagstæðu verði. Þó má benda á opnun Sportsdirect í Smáragarði í þessu samhengi en sú verslun hefur eflaust tekið spón úr aski t.d. Útilífs sem er í eigu Haga. Neytendur leita jú oftast í lægsta verðið." Greiningadeildin útilokar þó ekki óvæntar breytingar á neyslumynstri Íslendinga. Þannig segir í matinu: „Það neyslumynstur gæti þó breyst fari neytendur að lifa á frosnum smalabökum."
Tengdar fréttir Íslandsbanki ráðlagði sölu á Haga bréfum en Arion banki kaup Töluverður munur er á ráðgjöf greiningar Íslandsbanka annars vegar og greiningar Arion banka hins vegar fyrir fjárfesta, þegar kemur að hlutafé í Högum. Í greiningu frá 25. maí sl., þegar gengi bréfa Haga var 18,95, ráðlagði greining Íslandsbanka fjárfestum að selja bréf sín, og var verðmatsgengið áætlað vera 17, en gengi bréfa félagsins miðað við stöðuna við opnun markaða í morgun er 18. 27. júní 2012 12:15 Telja Samkeppniseftirlitið helstu ógn Haga Greiningadeild Arion banki telur að helst ógn Haga sé ekki samkeppni, heldur ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og nýfengnar heimildir eftirlitsins. 27. júní 2012 13:36 Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Íslandsbanki ráðlagði sölu á Haga bréfum en Arion banki kaup Töluverður munur er á ráðgjöf greiningar Íslandsbanka annars vegar og greiningar Arion banka hins vegar fyrir fjárfesta, þegar kemur að hlutafé í Högum. Í greiningu frá 25. maí sl., þegar gengi bréfa Haga var 18,95, ráðlagði greining Íslandsbanka fjárfestum að selja bréf sín, og var verðmatsgengið áætlað vera 17, en gengi bréfa félagsins miðað við stöðuna við opnun markaða í morgun er 18. 27. júní 2012 12:15
Telja Samkeppniseftirlitið helstu ógn Haga Greiningadeild Arion banki telur að helst ógn Haga sé ekki samkeppni, heldur ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins og nýfengnar heimildir eftirlitsins. 27. júní 2012 13:36
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur