Fleiri fréttir

Skemmtigarðurinn eykur aðsókn að Smáralindinni

Það hefur verið mikið líf og fjör í Smáralindinni síðustu daga með opnun Skemmtigarðsins og sænsku fataverslunarinnar Lindex. Verslunin og garðurinn opnuðu bæði formlega 11. nóvember og samkvæmt upplýsingum þaðan hefur verið yfir 100% aðsóknaraukning í Smáralind miðað við sama tíma og í fyrra. Það má því segja að koma þessa tveggja rekstaraðila hafa sannarlega haft jákvæð áhrif á verslunarmiðstöðina.

Gjaldeyrisforðinn aldrei stærri

Gjaldeyrisforði Seðlabankans hefur aldrei verið meiri og nemur nú tæpum 985 milljörðum króna. Hins vegar eru skuldbindingar Seðlabankans í erlendri mynt um 1063 milljarðar króna. Staðan er því neikvæð um 78 milljarða í dag.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn bestur á Íslandi

Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð af fagtímaritinu Investment Pension Europe. Jafnframt var sjóðurinn valinn næstbesti lífeyrissjóðurinn í þeim níu Evrópulöndum sem eru með færri en 1 milljón íbúa.

Microsoft og Tölvumiðlun í samstarf

Microsoft og Tölvmiðlun hafa gert með sér samning um þróunarsamstarf á hugbúnaði. Samkvæmt samningnum verður svokölluð H3 heildarlausn í mannauðsmálum frá Tölvumiðlun flutt yfir á Microsoft SQL Server og mun Tölvumiðlun í kjölfarið reiða sig meira en áður á Microsoft lausnir við hugbúnaðargerð félagsins.

Byggingarkostnaður hækkar um tæp 11%

Vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað um 10,7% á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 0,2% undanfarinn mánuð. Verð á innlendu efni lækkaði um 1,3% en verð á innfluttu efni hækkaði um 2,5%.

Spjaldtölva verður jólagjöfin í ár

Rannsóknasetur verslunarinnar telur að jólagjöfin í ár verði spjaldtölva. Þetta kemur fram í árlegri spá rannsóknarsetursins um jólaverslunina.

Spáir óbreyttri verðbólgu í nóvember

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1% í nóvember frá mánuðinum á undan. Ef spáin gengur eftir helst tólf mánaða verðbólga óbreytt í 5,3%.

Aflaverðmætið jókst um tæp 7%

Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst um rúma sex milljarða króna á fyrstu átta mánuðum ársins, eða um 6,9%. Í fyrra nam aflaverðmætið 92,4 milljörðum króna en í ár nam það 98,8 milljörðum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Íslandsbanki skráði eiginfjárhlutfall sitt of hátt

Íslandsbanki skráði eiginfjárhlutfall sitt of hátt í árshlutauppgjöri sínu þann 30. júní á síðasta ári. Þetta er ein af niðurstöðum athugunar Fjármálaeftirlitsins á tilteknum upplýsingum í eiginfjárskýrslu Íslandsbanka hf.

Krónan hefur veikst um 3,2% frá áramótum

Krónan hefur veikst um 3,21% frá áramótum. Veiking gagnvart helstu myntum er mjög misjöfn, mest á móti japönsku jeni eða 8,38%, en veiking krónunnar gagnvart öðrum helstu myntum er að mestu á bilinu 2-4 %. Hinsvegar hefur krónan styrkst um 0,7% á móti Kanadadollar.

Mikil uppsveifla á fasteignamarkaðinum

Mikil uppsveifla er í gangi á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu. Í síðustu viku var fjöldi þinglýstra kaupsamninga í borginni 132 talsins.

Skattur fælir kísiliðnað frá

"Ef þetta verður að lögum er ég verulega hræddur um að okkar fjárfestar muni hætta við," segir Magnús Garðarsson, forstjóri Íslenska kísilfélagsins, um fyrirhugaða breytingu á lögum sem munu leggja kolefnisgjald á rafskaut sem meðal annars er notað til kísilframleiðslu.

Fréttaskýring: Skráning Horns markar tímamót

Tilkynnt hefur verið um það formlega að til standi að skrá Horn fjárfestingafélag á markað á næstu vikum. Skráning félagsins mun marka tímamót, þar sem um er að ræða eign sem er 100% í eigu Landsbanka Íslands, sem síðan er að 81% leyti í eigu íslenska ríkisins. Því er í reynd um að ræða einkavæðingu í þeim skilningi að eign sem er í eigu almennings verður seld til einkafjárfesta. Í þetta skiptið, ekki frekar en þegar Landsbankinn seldi dótturfélag sitt Vestia til Framtakssjóðs Íslands, eiga stjórnmálamenn enga aðkomu.

Birna Einars: Erfitt að koma peningum í vinnu í útlánum

Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu.

Ágreiningi um 1,2 milljarða kröfu vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði frá dómi í dag 1,2 milljarða króna kröfu Reykjavíkur á hendur Landsvaka, dótturfélags Landsbankans, vegna hlutdeildarskirteina Reykjavíkurborgar í Peningabréfum Landsbankans, sem var einn af sjóðum Landsvaka. Þegar sjóðnum var slitið rétt eftir hrun Landsbankans fékk Reykjavíkurborg greiddar tæpar 69% af inneign sinni hjá Landsvaka.

Tveir nýir starfsmenn til liðs við Gekon

Tveir nýjir starfsmenn hafa verið ráðnir til ráðgjafafyrirtækisins Gekon að undanförnu, en fyrirtækið vinnur að kortlagningu á svonefndum jarðhitaklasa hér á landi og greiningu tækifæra sem tengjast honum. Starfsmennirnir eru Friðfinnur Hermannsson rekstrarhagfræðingur og Rósbjörg Jónsdóttir MBA.

Verðbólga á Íslandi mikil á heimsmælikvarða

Verðbólga er aðeins meiri en á Íslandi í 13 löndum af þeim 43 sem breska vikublaðið The Economist birtir reglulega hagtölur um, en þar er um ræða öll stærstu hagkerfi heimsins.

Grunnrannsóknir nánast eingöngu á hendi ríkisins

Um 90% af öllum grunnrannsóknum á Íslandi eru fjármagnaðar af hinu opinbera, annaðhvort í gegnum háskóla, styrki eða aðrar ríkisstofnanir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu alþjóða hugverkasamtakanna.

Flugfélag Pálma í þrot

Astraeus flugfélagið, sem er að stærstum hluta í eigu Pálma Haraldssonar, er komið í slitameðferð. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi félagsins í samtali við fréttastofu.

Rannsóknarnefnd þarf líklega lengri tíma

Rannsóknarnefnd Alþings um starfsemi Íbúðalánasjóðs, sem tók til starfa í haust, mun líklega þurfa lengri tíma til þess ljúka störfum sínum en þá sex mánuði sem Alþingi setti nefndinni sem tímaramma þegar hún tók til starfa.

Iceland Express hættir viðskiptum við Astraeus

Iceland Express er hætt viðskiptum við Astraeus flugfélagið og hefur gengið frá samkomulagi við tékkneska félagið CSA Holidays, sem er í eigu CSA Airlines, um flug. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að ekki sé gert ráð fyrir neinni röskun á áætlunarflugi Iceland Express vegna þessarar breytingar sem sé liður í víðtækri endurskipulagningu sem nýir stjórnendur félagsins hafi ráðist í til aukinnar hagræðingar og bættrar þjónustu.

Jóhanna Waagfjörð ráðin forstjóri Pennans

Jóhanna Waagfjörð hefur verið ráðin forstjóri Pennans á Íslandi ehf. Jóhanna var framkvæmdastjóri fjármála og rekstrar hjá Pennanum frá febrúar á þessu ári.

Leita samstarfsaðila í Lundúnum

Kannað verður hvort íslensk fyrirtæki eigi möguleika á verkefnum tengdum nýbyggingum og viðhaldi húsnæðis í Lundúnum og nágrenni í sérstakri könnunarferð sem verður farin í byrjun desember. Það er Íslandsstofa sem skipuleggur ferðina, en í henni verður lögð áherslu á að þátttakendur hitti verktaka, arkítekta og aðra sérfræðinga, bæði með heimsóknum á byggingarsvæði og á skipulögðum fyrirtækjafundum.

Íslensk hugbúnaðarlausn seld til 45 landa

Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software, dótturfélag Nýherja, hefur selt eigið tímaskráningar- og verkbókhaldskerfi til rúmlega eitt þúsund viðskiptavina í yfir 45 löndum á aðeins þremur árum. Meðal viðskiptavina eru fjölmörg stórfyrirtæki og stofnanir, m.a. Kauphöllin í Lundúnum, Deutsche Bank og Intel. Öll sala á kerfinu á sér stað í gegnum netið.

Íbúðaverð í borginni heldur áfram að hækka

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 329,5 stig í október síðastliðnum og hækkar um 1% frá fyrri mánuði.

Ætlar ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki

"Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins.

Horn skráð á markað á næstu vikum

Guðrún Ragnarsdóttir og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hafa sagt sig úr stjórn Horns fjárfestingafélags, dótturfélags Landsbankans. Greint er frá þessu á vefsíðu Horns. Guðrún óskaði eftir því að hætta í stjórninni þar sem hún hefur tekið sæti í nýrri stjórn Bankasýslu ríkisins. Steinþór hættir hins vegar "með það fyrir augum að draga úr beinum tengslum Landsbankans og Horns“ eins og orðrétt segir á vefsíðu Horns.

Promens greiðir konum 26 milljónir vegna kynferðislegrar áreitni

Plastframleiðslufyrirtækið Promens hefur samið um að greiða fjórum konum, sem störfuðu hjá fyrirtækinu, 26 milljónir króna í miskabætur vegna kynferðislegrar áreitni sem þær urðu fyrir af hálfu yfirmanns fyrirtækisins í Chicago í Bandaríkjunum.

Sprenging á laxveiðimarkaðnum

Há tilboð í veiðirétt Þverár og Kjarrár í Borgarfirði og Laxár á Ásum hafa vakið mikla athygli á meðal veiðimanna. Heimildarmenn Fréttablaðsins, sem þekkja mjög vel til í veiðiheiminum, hafa gengið svo langt að segja að búið sé að varpa sprengju inn á markaðinn. Verði þróunin í takt við útboðin tvö geti afleiðingin orðið sú að veiðileyfi muni hækka upp úr öllu valdi. Aðeins ríkir útlendingar og örfáir Íslendingar muni ráða við að kaupa sér leyfi í góðum laxveiðiám á besta tíma.

Tap kröfuhafa 7.500 milljarðar íslenskra króna

Kröfur erlendra lánastofnana á íslenska banka og önnur fyrirtæki hafa verið færðar niður um 7.485 milljarða króna frá því sem þær voru stuttu fyrir bankahrun ef miðað er við gengi dagsins í dag. Kröfurnar námu 75,3 milljörðum dala, 8.848 milljörðum króna, um mitt ár 2008. Þær eru nú 11,6 milljarðar dala, 1.363 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýjum tölum Alþjóðagreiðslubankans (BIS) sem sýna umfang krafnanna í lok júní síðastliðins.

Seðlabankinn kaupir erlendan gjaldeyri

Seðlabanki Íslands mun á komandi mánuðum standa fyrir gjaldeyrisútboðum þar sem bankinn mun kaupa erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar, enda sé fjárfestingin bundin til langs tíma hér á landi.

Hæfi Gunnars verður kannað aftur

Stjórn Fjármálaeftirlitsins ætlar að fela Andra Árnasyni, lögmanni, að kanna hvort eitthvað nýtt hafi komið fram um hæfi Gunnars Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins.

Ný hæfnisnefnd vegna ráðningar Bankasýslunnar

Dr. Ásta Bjarnadóttir, vinnu- og skipulagssálfræðingur, hefur verið skipuð formaður hæfnisnefndar vegna ráðningar á forstjóra Bankasýslu ríkisins. Aðrir nefndarmenn eru dr. Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur og Tryggvi Pálsson, hagfræðingur. Þetta kemur fram á vefsíðu Bankasýslu ríkisins.

Guðrún og Þóra heilla erlenda fjárfesta

Fyrirtækið Puzzled by Iceland var eitt af sjö evrópskum sprotafyrirtækum sem tóku þátt í viðburðinum Meet the Dragons sem fram fór í Rotterdam á miðvikudag.

Lífeyrissjóðirnir út úr Búvöllum

Lífeyrissjóðir sem voru hluti af Búvöllum slhf. hafa leyst til sín hluti sína og halda nú á þeim í eigin nafni. Búvellir voru stofnaðir utan um hóp fjárfesta sem keypti 44% hlut í smásölurisanum Högum fyrir um 5,4 milljarða króna í tveimur atrennum fyrr á þessu ári. Stærsti lífeyrissjóðurinn sem klýfur sig nú frá hópnum er Gildi, sem á nú 8,6% hlut í eigin nafni, og Festa, sem á 3,7%.

Íslandsbanki kemur að fjármögnun nýrra gámaskipa

Eimskipafélag Íslands hefur fest kaup á tveimur nýjum gámaskipum og hefur gert samning um smíði þeirra í Kína. Íslandsbanki mun fjármagna allt að 30% af smíði skipanna á skipatímanum en áætlaður kostnaður við smíðina er um 5,8 milljarðar íslenskra króna, að því er segir í tilkynningu frá Íslandsbanka.

Horn selur 13,75% hlut í Eyri

Horn, dótturfélag Landsbankans, hefur selt 13,75% hlut í fjárfestingafélaginu Eyri Invest, sem m.a. á stærsta einstaka eignarhlutinn í Marel. Eigendur rúmlega 37% hlutafjár í Eyri eru feðgarnir Þórður Magnússon, stjórnarformaður, með um 20% hlut, og Árni Oddur Þórðarson, forstjóri, með um 17% hlut. Ekki hefur verið upplýst um hver keypti hlutinn af Horni, en greint er frá viðskiptunum á vefsíðu Horns.

14% aukning á framboði ferða

Búast má við umtalsverðri fjölgun ferðamanna hér á landi á næsta ári vegna aukins framboðs ferða til landsins, sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, á markaðsfundi félagsins í gær.

Sjá næstu 50 fréttir