Viðskipti innlent

Horn skráð á markað á næstu vikum

Magnús Halldórsson skrifar
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur sagt sig úr stjórn Horns fjárfestingafélags.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur sagt sig úr stjórn Horns fjárfestingafélags.
Guðrún Ragnarsdóttir og Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hafa sagt sig úr stjórn Horns fjárfestingafélags, dótturfélags Landsbankans. Greint er frá þessu á vefsíðu Horns. Guðrún óskaði eftir því að hætta í stjórninni þar sem hún hefur tekið sæti í nýrri stjórn Bankasýslu ríkisins. Steinþór hættir hins vegar „með það fyrir augum að draga úr beinum tengslum Landsbankans og Horns" eins og orðrétt segir á vefsíðu Horns.

Nýr stjórnarformaður Horns er Sigurbjörn Jón Gunnarsson, en aðrir í stjórninni eru Ragnhildur Geirsdóttir, Guðrún Björg Birgisdóttir, Hilmar Ágústsson og Fran Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum, en hann er nú eini fulltrúi bankans í stjórn Horns.

Fyrirhuguð er skráning Horns á markaðs á næstu vikum, að því er fram kemur á vefsíðu Horns. Hluti af undirbúningi að skráningu félagsins hefur verið færsla á eignum frá Horni til Landsbankans. Meðal þeirra eigna sem seldar hafa verið til Landsbankans að undanförnu er 29,6% hlutur í fasteignafélaginu Reitum hf. og 13,75% hlutur í Eyri Invest. Báðar þessar eignir voru seldar á til Landsbankans miðað við bókfært virði 30. september sl., að því er segir á vefsíðu Horns. Þá hefur Landsbankinn einnig keypt 3,8% hlut í Össuri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×