Viðskipti innlent

Frjálsi lífeyrissjóðurinn valinn bestur á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fulltrúi Frjálsa lífeyrissjóðsins tekur við viðurkenningu frá Investment Pension Europe.
Fulltrúi Frjálsa lífeyrissjóðsins tekur við viðurkenningu frá Investment Pension Europe.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur verið valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi þriðja árið í röð af fagtímaritinu Investment Pension Europe. Jafnframt var sjóðurinn valinn næstbesti lífeyrissjóðurinn í þeim níu Evrópulöndum sem eru með færri en 1 milljón íbúa.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er í rekstri hjá Arion banka, er um 100 milljarðar að stærð og sjóðfélagar eru rúmlega 42 þúsund talsins. Í tilkynningu frá Arion banka segir að sjóðurinn henti þeim sem hafi frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiði 12% lágmarksiðgjald og henti jafnframt þeim sem vilji ávaxta viðbótarlífeyrissparnað sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×