Viðskipti innlent

Kanna grundvöll hópmálsóknar á hendur Björgólfi Thor

Fyrrum hluthafar í Landsbankanum eru hvattir til þess að taka þátt undirbúningi að mögulegri hópmálssókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni fyrrum eiganda bankans. Ólafur Kristinsson lögmaður auglýsir í blöðunum í dag eftir þáttakendum og vitnar hann til lögfræðiálits sem Landslög unnu fyrir fyrrum hluthafa.

Samkvæmt því áliti virðist Björgólfur hafa verið ranglega skilgreindur sem ótengdur aðili innan bankans auk þess sem komið hafi fram að lánveitingar til hans og tengdra aðila hafi verið langt umfram lögbundnar heimildir. Því sé stefnt að því að höfða vitnamál þar sem tengsl hans við bankann verði skoðuð í þaula. Í framhaldi af því verði síðan tekin ákvörðun um hvort höfðað verði skaðabótamál á hendur Björgólfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×