Viðskipti innlent

Samningur upp á 30 þúsund bækur

Kristján B. Jónasson er eigandi og útgáfustjóri Crymogeu.
Kristján B. Jónasson er eigandi og útgáfustjóri Crymogeu.
Bókaútgáfan Crymogea hefur gert samning við National Geographic Deutschland um framleiðslu á röð ferðabóka um Norðurlönd. Bókaröðin heitir 22 places you absolutely must see.

Samningurinn felst í því að Crymogea, sem hefur starfað frá 2008, tekur að sér að hanna og framleiða röð ferðabóka sem koma út í Þýskalandi vorið 2012.

Til að byrja með verða framleidd alls 30.000 eintök af bókum um Danmörku, Finnland, Ísland, Noreg og Svíþjóð, þar sem sjónum er beint að áhugaverðum stöðum í löndunum.

Ljósmyndir eru eftir Vigfús Birgisson og Pál Stefánsson. -kg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×