Alcoa ætlar að endurmeta áform um álver við Húsavík 14. september 2011 18:24 Tómas Már segir að Alcoa muni endurmeta áform sín um álverið. Mynd/ Stefán. Alcoa hyggst endurmeta áform um álver við Húsavík í ljósi orða iðnaðarráðherra í gær og annarra frétta af orkusölumálum á Norðurlandi síðustu daga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, sendi frá sér síðdegis. Alcoa segist frá upphafi hafa skoðað byggingu álvers á Bakka af fullri alvöru og varið umtalsverðum tíma, orku og fjármunum til undirbúnings verkefnisins. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun undanfarin tvö ár leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers fyrir Bakka og nýjustu fréttir bendi til þess að orkusölumál á Norðurlandi hafi tekið nýja stefnu. Í ljósi þessa muni Alcoa meta hvaða áhrif það hafi mögulega fjárfestingu á félagsins á Bakka. Yfirlýsingin í heild er svohljóðandi: Í viðtölum við iðnaðarráðherra í fjölmiðlum í gær, sagði ráðherrann að hann teldi ekki að Alcoa myndi taka ákvarðanir um uppbyggingu álvers á Bakka á næstu árum. Því hefði verið mikilvægt að leita annarra fjárfestingartækifæra fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka. Af þessu tilefni vill Alcoa á Íslandi taka fram: Við höfum frá upphafi skoðað byggingu álvers á Bakka af fullri alvöru og höfum varið umtalsverðum tíma, orku og fjármunum til undirbúnings verkefnisins. Alcoa tekur ekki einhliða ákvörðun um hvort álver verður reist á Bakka eða ekki. Hér er um að ræða stórt verkefni og umfangsmikla fjárfestingu, sem aðeins getur orðið að veruleika með góðri samvinnu Alcoa, íslenskra stjórnvalda, viðkomandi sveitarfélaga og orkufyrirtækja, að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í verkefni sem þessu. Við höfum bent á það frá byrjun að þróun verkefnisins réðist af því hvort næg orka verði tiltæk á svæðinu á samkeppnishæfu verði , ásamt því hvenær afhending hennar gæti farið fram. Íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun hafa undanfarin tvö ár leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers, fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka og nýjustu fréttir benda til þess að orkusölumál á Norðurlandi hafi tekið nýja stefnu. Í ljósi þessa munum við meta hvaða áhrif það hefur á Alcoa og mögulega fjárfestingu á Bakka. Reykjavík 14. september 2011. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar um stóriðju á Bakka með leynd Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Upplýsingunum hefur af viðskiptaástæðum verið haldið leyndum gagnvart almenningi. Verði af samningum þýðir þetta að álver við Húsavík er úr sögunni. 12. september 2011 18:35 Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Alcoa hyggst endurmeta áform um álver við Húsavík í ljósi orða iðnaðarráðherra í gær og annarra frétta af orkusölumálum á Norðurlandi síðustu daga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, sendi frá sér síðdegis. Alcoa segist frá upphafi hafa skoðað byggingu álvers á Bakka af fullri alvöru og varið umtalsverðum tíma, orku og fjármunum til undirbúnings verkefnisins. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun undanfarin tvö ár leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers fyrir Bakka og nýjustu fréttir bendi til þess að orkusölumál á Norðurlandi hafi tekið nýja stefnu. Í ljósi þessa muni Alcoa meta hvaða áhrif það hafi mögulega fjárfestingu á félagsins á Bakka. Yfirlýsingin í heild er svohljóðandi: Í viðtölum við iðnaðarráðherra í fjölmiðlum í gær, sagði ráðherrann að hann teldi ekki að Alcoa myndi taka ákvarðanir um uppbyggingu álvers á Bakka á næstu árum. Því hefði verið mikilvægt að leita annarra fjárfestingartækifæra fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka. Af þessu tilefni vill Alcoa á Íslandi taka fram: Við höfum frá upphafi skoðað byggingu álvers á Bakka af fullri alvöru og höfum varið umtalsverðum tíma, orku og fjármunum til undirbúnings verkefnisins. Alcoa tekur ekki einhliða ákvörðun um hvort álver verður reist á Bakka eða ekki. Hér er um að ræða stórt verkefni og umfangsmikla fjárfestingu, sem aðeins getur orðið að veruleika með góðri samvinnu Alcoa, íslenskra stjórnvalda, viðkomandi sveitarfélaga og orkufyrirtækja, að uppfylltum þeim skilyrðum sem sett eru í verkefni sem þessu. Við höfum bent á það frá byrjun að þróun verkefnisins réðist af því hvort næg orka verði tiltæk á svæðinu á samkeppnishæfu verði , ásamt því hvenær afhending hennar gæti farið fram. Íslensk stjórnvöld og Landsvirkjun hafa undanfarin tvö ár leitað annarra fjárfestingartækifæra en álvers, fyrir atvinnuuppbyggingu á Bakka og nýjustu fréttir benda til þess að orkusölumál á Norðurlandi hafi tekið nýja stefnu. Í ljósi þessa munum við meta hvaða áhrif það hefur á Alcoa og mögulega fjárfestingu á Bakka. Reykjavík 14. september 2011. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi
Tengdar fréttir Viljayfirlýsingar um stóriðju á Bakka með leynd Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Upplýsingunum hefur af viðskiptaástæðum verið haldið leyndum gagnvart almenningi. Verði af samningum þýðir þetta að álver við Húsavík er úr sögunni. 12. september 2011 18:35 Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Viljayfirlýsingar um stóriðju á Bakka með leynd Landsvirkjun hefur undirritað viljayfirlýsingar við þrjú fyrirtæki um nýtingu orkunnar í Þingeyjarsýslum. Upplýsingunum hefur af viðskiptaástæðum verið haldið leyndum gagnvart almenningi. Verði af samningum þýðir þetta að álver við Húsavík er úr sögunni. 12. september 2011 18:35