Viðskipti innlent

Eignir Byrs minnkað um rúma hundrað milljarða

Eignir Byrs hafa minnkað um rúma 100 milljarða á tveimur árum. Þetta kemur fram í nýjum ársreikningi Byrs hf., sem reistur var á grunni hins fallna sparisjóðs, sem Viðskiptablaðið fjallar um í dag.

Í árslok 2008, tæpum þremur mánuðum eftir bankahrun, voru eignir Byrs sparisjóðs 253,2 milljarðar króna. Í dag eru eignirnar hins vegar bókfærðar á 140,5 milljarða króna. Þær hafa því minnkað um 44,5% á tímabilinu eða 112,7,milljarða






Fleiri fréttir

Sjá meira


×