Ætla ekki að segja upp starfsmönnum 14. september 2011 06:03 Brina kynnir ársreikninga bankans. Mynd/Pjetur Íslandsbanki hagnaðist um átta milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er samdráttur frá sama tíma í fyrra. Sérkennilegar aðstæður í hagkerfinu sníða bankanum þröngan stakk. Launahækkanir hafa keyrt upp kostnað við rekstur. „Ég er ánægð með þetta uppgjör, það sýnir að grunnreksturinn er að batna til langs tíma," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Hagnaður bankans nam rétt rúmum átta milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er rúmlega 2,7 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Afkoman skýrist að hluta af því að vaxta- og þjónustutekjur drógust saman um átta hundruð milljónir króna á milli ára auk þess sem kostnaður jókst. Til samanburðar jókst hagnaður Arion banka um rúm 28 prósent. Hann nam 10,2 milljörðum króna á fyrri hluta ársins og einkenndist að stórum hluta af endurmati á lánasafni. Því var ekki að skipta hjá Íslandsbanka nema að litlu leyti. Birna segir samningsbundnar launahækkanir hafa keyrt kostnaðinn upp auk þess sem starfsfólki hafi verið að fjölga í bakvinnslu, við endurútreikning á húsnæðislánum og í hugbúnaðardeild. Áætlun til næstu fimm ára felur í sér að kostnaður verði lækkaður, þó ekki með uppsögnum starfsfólks, að sögn Birnu. Hún reiknar með að starfsfólkið fái önnur verkefni þegar fram líði stundir og efnahagslífið taki við sér. Viðmælendur Fréttablaðsins segja fjárhagsstöðu Íslandsbanka mjög sterka en grunnreksturinn sé að dala á milli ára. Það eigi sömuleiðis við um hina bankana, sem gjaldi fyrir gjaldeyrishöft og ríkisábyrgð. Þær sérstöku aðstæður sem hér ríki í efnahagsmálum valdi því að dregið hafi úr arðsemi á eigin fé Íslandsbanka frá sama tíma í fyrra. Birna segir þetta að hluta rétt en þrátt fyrir það sé arðsemin í takt við bæði það sem eigendur bankans og Bankasýsla ríkisins krefjist af honum. „Það er að verða erfiðara að bæta arðsemi þar sem eigið fé er orðið svo mikið," segir hún. Birna segir að þrátt fyrir þröngar aðstæður sé ýmislegt í farvatninu. „Við erum með töluvert í pípunum. Það er verið að stýra lausafé með það fyrir augum að fá sem besta ávöxtun á það." jonab@frettabladid.is Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Íslandsbanki hagnaðist um átta milljarða króna á fyrri helmingi ársins. Þetta er samdráttur frá sama tíma í fyrra. Sérkennilegar aðstæður í hagkerfinu sníða bankanum þröngan stakk. Launahækkanir hafa keyrt upp kostnað við rekstur. „Ég er ánægð með þetta uppgjör, það sýnir að grunnreksturinn er að batna til langs tíma," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Hagnaður bankans nam rétt rúmum átta milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, sem er rúmlega 2,7 prósenta samdráttur frá sama tíma í fyrra. Afkoman skýrist að hluta af því að vaxta- og þjónustutekjur drógust saman um átta hundruð milljónir króna á milli ára auk þess sem kostnaður jókst. Til samanburðar jókst hagnaður Arion banka um rúm 28 prósent. Hann nam 10,2 milljörðum króna á fyrri hluta ársins og einkenndist að stórum hluta af endurmati á lánasafni. Því var ekki að skipta hjá Íslandsbanka nema að litlu leyti. Birna segir samningsbundnar launahækkanir hafa keyrt kostnaðinn upp auk þess sem starfsfólki hafi verið að fjölga í bakvinnslu, við endurútreikning á húsnæðislánum og í hugbúnaðardeild. Áætlun til næstu fimm ára felur í sér að kostnaður verði lækkaður, þó ekki með uppsögnum starfsfólks, að sögn Birnu. Hún reiknar með að starfsfólkið fái önnur verkefni þegar fram líði stundir og efnahagslífið taki við sér. Viðmælendur Fréttablaðsins segja fjárhagsstöðu Íslandsbanka mjög sterka en grunnreksturinn sé að dala á milli ára. Það eigi sömuleiðis við um hina bankana, sem gjaldi fyrir gjaldeyrishöft og ríkisábyrgð. Þær sérstöku aðstæður sem hér ríki í efnahagsmálum valdi því að dregið hafi úr arðsemi á eigin fé Íslandsbanka frá sama tíma í fyrra. Birna segir þetta að hluta rétt en þrátt fyrir það sé arðsemin í takt við bæði það sem eigendur bankans og Bankasýsla ríkisins krefjist af honum. „Það er að verða erfiðara að bæta arðsemi þar sem eigið fé er orðið svo mikið," segir hún. Birna segir að þrátt fyrir þröngar aðstæður sé ýmislegt í farvatninu. „Við erum með töluvert í pípunum. Það er verið að stýra lausafé með það fyrir augum að fá sem besta ávöxtun á það." jonab@frettabladid.is
Mest lesið Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira