Viðskipti innlent

Æðstu stjórnendur sluppu við uppsagnir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Æðstu stjórnendur bankans sluppu við uppsagnirnar.
Æðstu stjórnendur bankans sluppu við uppsagnirnar.
Þeir 57 starfsmenn Arion banka sem sagt var upp voru starfandi á öllum sviðum bankans, segir Iða Brá Benediktsdóttir forstöðumaður á samskiptasviði bankans. Hún segir að flestir þeirra hafi verið starfandi á rekstrarsviði og viðskiptabankasviði.

Aðspurð segir Iða Brá að engum úr framkvæmdastjórn bankans hafi verið sagt upp en einhverjir millistjórnendur hafi verið á meðal þeirra sem fengu uppsagnarbréf. Engir aðrir starfsmenn eða stjórnendur bankans hafa þurft að taka á sig launalækkanir samfara þessum uppsögnum.

Auk þeirra 57 sem hætta nú hafa um 30 hætt á liðnu ári. Flestir hinna þrjátíu hafa þó hætt að eigin frumkvæði. Iða segir að bankinn hafi verið í hagræðingaraðgerðum, t.d. með breytingu á útibúaneti og þetta sé stór liður því.

Í fréttatilkynningu sem Arion banki sendi frá sér fyrr í dag segir að rekstur íslenska fjármálakerfisins sé of kostnaðarsamur. Fjöldi starfsfólks hjá fjármálafyrirtækjum hér á landi sé of mikill miðað við umfang kerfisins. Þessi staðreynd eigi einnig við um Arionbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×